Keflavíkurflugvöllur valinn besti flugvöllur Evrópu árið 2014 Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2015 13:17 Úr Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/Isavia Keflavíkurflugvöllur var valinn besti flugvöllur í Evrópu á síðastliðnu ári í þjónustukönnun meðal farþega sem framkvæmd er á öllum helstu flugvöllum um allan heim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Könnuninni er gerð á vegum alþjóðasamtaka flugvalla, Airports Council International, og svara farþegar spurningum ársfjórðungslega um gæði fjölmargra þjónustuþátta. „Flugvellir sem fá hæstu heildarniðurstöðu ársins hljóta sérstaka viðurkenningu samtakanna. Þetta er í þriðja sinn sem Keflavíkurflugvöllur hefur hlotið slíka viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur. Árið 2009 var flugvöllurinn í efsta sæti í Evrópu og árið 2011 besti flugvöllur í Evrópu með færri en tvær milljónir farþega. Þá var flugvöllurinn valinn á heiðurslista samtakanna árið 2014 fyrir samfelldan árangur í þjónustukönnunum frá árinu 2008. Þjónustukönnunin mælir fjölmarga þætti sem snerta, t.d. kurteisi og hjálpsemi starfsfólks, þægindi við tengiflug, notalegt andrúmslofti og hreinlæti. Einnig er spurt um ánægju með afgreiðslu farangurs, aðgengi að farangurskerrum, bankaþjónustu og veitingastaði svo eitthvað sé nefnt. Næst á eftir Keflavíkurflugvelli í flokki evrópskra flugvalla eru Sheremetyevo í Moskvu, Porto í Portúgal og Möltuflugvöllur. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia segist mjög stoltur og ánægður með árangurinn: „Starfsfólk okkar, annarra rekstraraðila, lögreglu og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli hefur enn einu sinni sýnt að þar er veitt framúrskarandi þjónusta og það þótt ótrúleg farþegaaukning sé á flugvellinum. Við höfum áður náð þessum árangri og fengum auk þess sérstaka viðurkenningu í fyrra fyrir að hafa verið meðal fimm bestu flugvalla undanfarin ár. Það er sérstaklega ánægjulegt að viðhalda þessum frábæra árangri þrátt fyrir hið mikla álag á þessu stærsta ári í sögu flugvallarins.“ „Keflavíkurflugvöllur hóf fyrir nokkrum árum markvissa áætlun um að byggja upp orðspor sem öflugur flugvöllur með áherslu á gæði og þjónustu við farþega í fyrirrúmi. Endurtekinn árangur flugvallarins í þjónustukönnunum ACI samfara gríðarlegri farþegaaukningu sýnir glögglega hvað starfsfólkið stendur sig vel í að ná þeim markmiðum sem það lagði upp með. Ég vil óska þeim til hamingju með þennan frábæra árangur“, sagði Oliver Jankovec framkvæmdastjóri Evrópuhluta alþjóðasamtaka flugvalla (ACI Europe). Isavia leggur áherslu á að veita sífellt vaxandi ferðamannafjölda framúrskarandi þjónustu á Keflavíkurflugvelli. Stækkunarframkvæmdir sem hafnar eru við flugstöðina fela í sér 5.000 fermetra viðbót við suðurbyggingu flugstöðvarinnar og stækkun komusalar á jarðhæð norðurbyggingar. Einnig er unnið er að breytingum á verslunar- og veitingasvæði í brottfararsal á annarri hæð. Þá er unnið að gerð nýrrar þróunaráætlunar fyrir flugvallarsvæðið sem marka mun stefnu vegna frekari stækkunaráforma,“ segir í tilkynningunni.Lesa má um niðurstöður könnunarinnar hér. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur var valinn besti flugvöllur í Evrópu á síðastliðnu ári í þjónustukönnun meðal farþega sem framkvæmd er á öllum helstu flugvöllum um allan heim. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Könnuninni er gerð á vegum alþjóðasamtaka flugvalla, Airports Council International, og svara farþegar spurningum ársfjórðungslega um gæði fjölmargra þjónustuþátta. „Flugvellir sem fá hæstu heildarniðurstöðu ársins hljóta sérstaka viðurkenningu samtakanna. Þetta er í þriðja sinn sem Keflavíkurflugvöllur hefur hlotið slíka viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur. Árið 2009 var flugvöllurinn í efsta sæti í Evrópu og árið 2011 besti flugvöllur í Evrópu með færri en tvær milljónir farþega. Þá var flugvöllurinn valinn á heiðurslista samtakanna árið 2014 fyrir samfelldan árangur í þjónustukönnunum frá árinu 2008. Þjónustukönnunin mælir fjölmarga þætti sem snerta, t.d. kurteisi og hjálpsemi starfsfólks, þægindi við tengiflug, notalegt andrúmslofti og hreinlæti. Einnig er spurt um ánægju með afgreiðslu farangurs, aðgengi að farangurskerrum, bankaþjónustu og veitingastaði svo eitthvað sé nefnt. Næst á eftir Keflavíkurflugvelli í flokki evrópskra flugvalla eru Sheremetyevo í Moskvu, Porto í Portúgal og Möltuflugvöllur. Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia segist mjög stoltur og ánægður með árangurinn: „Starfsfólk okkar, annarra rekstraraðila, lögreglu og tollgæslu á Keflavíkurflugvelli hefur enn einu sinni sýnt að þar er veitt framúrskarandi þjónusta og það þótt ótrúleg farþegaaukning sé á flugvellinum. Við höfum áður náð þessum árangri og fengum auk þess sérstaka viðurkenningu í fyrra fyrir að hafa verið meðal fimm bestu flugvalla undanfarin ár. Það er sérstaklega ánægjulegt að viðhalda þessum frábæra árangri þrátt fyrir hið mikla álag á þessu stærsta ári í sögu flugvallarins.“ „Keflavíkurflugvöllur hóf fyrir nokkrum árum markvissa áætlun um að byggja upp orðspor sem öflugur flugvöllur með áherslu á gæði og þjónustu við farþega í fyrirrúmi. Endurtekinn árangur flugvallarins í þjónustukönnunum ACI samfara gríðarlegri farþegaaukningu sýnir glögglega hvað starfsfólkið stendur sig vel í að ná þeim markmiðum sem það lagði upp með. Ég vil óska þeim til hamingju með þennan frábæra árangur“, sagði Oliver Jankovec framkvæmdastjóri Evrópuhluta alþjóðasamtaka flugvalla (ACI Europe). Isavia leggur áherslu á að veita sífellt vaxandi ferðamannafjölda framúrskarandi þjónustu á Keflavíkurflugvelli. Stækkunarframkvæmdir sem hafnar eru við flugstöðina fela í sér 5.000 fermetra viðbót við suðurbyggingu flugstöðvarinnar og stækkun komusalar á jarðhæð norðurbyggingar. Einnig er unnið er að breytingum á verslunar- og veitingasvæði í brottfararsal á annarri hæð. Þá er unnið að gerð nýrrar þróunaráætlunar fyrir flugvallarsvæðið sem marka mun stefnu vegna frekari stækkunaráforma,“ segir í tilkynningunni.Lesa má um niðurstöður könnunarinnar hér.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent