Viðskipti innlent

Mannvit hagnaðist um 146 milljónir króna

ingvar haraldsson skrifar
Mannvit vinnur að orkuverkefnum um allt land.
Mannvit vinnur að orkuverkefnum um allt land. vísir/vilhelm
Viðsnúningur varð á rekstri Mannvits, einnar stærstu verkfræðistofu landsins, á síðasta ári og hagnaðist hún um 146 milljónir króna.  Árið 2013 var afkoma Mannvits neikvæð um 574 milljónir króna.  Rekstrartekjur jukust úr 4,98 milljörðum í 5,17 milljarða.

Í fyrsta sinn voru tekjur Mannvits af orkuverkefnum meiri erlendis en hér á landi.

„Í dag er um þriðjungur af veltu fyrirtækisins í útlöndum og er það mikil aukning ef horft er tvö til þrjú ár aftur í tímann“ segir í ávarpi Jóns Más Halldórssonar stjórnarformanns.  Sigurhjörtur Sigfússon, sem tók við af Eyjólfi Árna sem forstjóri í lok árs, segir að félagið sjái vaxtabrodda erlendis jafnt sem heima fyrir, en Mannvit rekur 16 skrifstofur í sex löndum.

Sjá má rafræna ársskýrslu Mannvits í heild sinni hér en þar er meðal annars fjallað um markaðshorfur, breytingar sem orðið hafa í rekstri félagsins og hvernig brugðist hefur verið við þróun innanlandsmarkaðar.

Eigið fé mannvits nemur ríflega milljarði króna og skuldir ríflega 2,4 milljörðum, þar af eru skammtímaskuldir 2,16 milljarðar.

Veltufé frá rekstri nam 140 milljónum króna, arðsemi eigin fjár var 14,4 prósent og eiginfjárhlutfall 29,9 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×