Áberandi af tískuvikunum í ár er ný og uppfærð útgáfa bakpoka. Það má segja að uppáhalds fylgihlutur skólafólks hafi útskrifast og sé kominn í þroskaðari og fágaðari búning - baktöskuna.
Bakpokar hafa eitthvað verið í sviðsljósinu undanfarið sem eftirtektarverðir fylgihlutir á pöllunum síðastu tímabila, en þar má til dæmis nefna skínandi græna hermannapokann hjá Marc Jacobs fyrir sumarið 2015 og rebel útgáfuna sem Chanel sýndi okkur sumarið 2014.

Þetta nýja trend gefur okkur tækifæri á því að bera töskuna á bakinu á leið til vinnu, en bera hana síðan sem handtösku inná vinnustað, svo dæmi sé tekið. Það getur líka hentað okkur vel í íslenska verðurfarinu að hafa töskuna á bakinu og hendurnar fríar fyrir góða hanska.

Verð: 124.000

Verð: 3.400

Verð: 19.995

Verð: 132.000

Verð: 9.995

Verð: 16.990

Verð: 22.995
Elísabet Gunnars bloggar - HÉR