Viðskipti innlent

Bændasamtökin: Tollasamningur við ESB kemur harðast niður á svína- og kjúklingabændum

Atli Ísleifsson skrifar
Sindri segir samningana hafa umtalsverð áhrif á íslenskan landbúnað.
Sindri segir samningana hafa umtalsverð áhrif á íslenskan landbúnað. Vísir/bændasamtökin
Samkeppnisstaða bænda mun í sumum tilvikum versna og breytingarnar koma hvað harðast niður á svína- og kjúklingabændum. Þetta segir Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, um tollasamninga Íslands og ESB sem felur í sér að tollar verði felldir niður á yfir 340 tollskrárnúmerum og lækkaðir á tuttugu öðrum.

Sindri segir samningana hafa umtalsverð áhrif á íslenskan landbúnað. Sumt sé jákvætt en annað neikvætt. „Bændur hljóta að taka þessa nýju stöðu upp í yfirstandandi viðræðum um búvörusamninga svo sem hvaða þýðingu samningurinn hafi fyrir landbúnaðinn í heild og einstakar greinar hans. Stjórnvöld þurfa að svara því hvernig samningurinn rímar við markmið þeirra um eflingu íslensks landbúnaðar og matvælaframleiðslu,“ segir Sindri í samtali við vef Bændasamtakanna.

Hann telur að áhrif samningsins verði víðtæk. „Það má vænta þess að breytingar verði á vöruframboði verslana í kjölfarið. Erlendar matvörur verða fyrirferðarmeiri og verðsamkeppni mun harðna. Íslenskir bændur og afurðasölufyrirtæki þurfa að mæta þessari nýju stöðu. Breytingarnar kunna að hafa áhrif á framleiðslumagn búvara hér á landi,“ segir Sindri.


Tengdar fréttir

Tollabreytingar risaskref fyrir neytendur

Kjúklingakjöt og ostar eru meðal þeirra vöruflokka sem ættu að lækka í verði í kjölfar nýs tollasamnings við Evrópusambandið sem skrifað var undir í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×