Viðskipti innlent

Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann eykst um 4,4 prósent milli ára

Atli ísleifsson skrifar
Heildartekjur heimilageirans jukust um 7,1% frá árinu 2013 til 2014.
Heildartekjur heimilageirans jukust um 7,1% frá árinu 2013 til 2014. VISIR/STEFÁN
Ráðstöfunartekjur heimilageirans jukust árið 2014 um 7,7 prósent frá fyrra ári. Ráðstöfunartekjur á mann jukust um 6,5 prósent milli ára og kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann jókst um 4,4 prósent.

Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar.

„Ráðstöfunartekjur heimilanna má skilgreina sem samtölu launatekna, eignatekna, tilfærslutekna og reiknaðs rekstrarafgangs einstaklingsfyrirtækja en að frádregnum eigna- og tilfærsluútgjöldum.

Heildartekjur heimilageirans jukust um 7,1% frá árinu 2013 til 2014. Þar af var 6,6% aukning á heildarlaunatekjum, 7,7% aukning á heildareignatekjum og 3,5% aukning á rekstrarafgangi einstaklingsfyrirtækja. Heildartilfærslutekjur jukust um 11,1% milli ára. Heildareigna- og tilfærsluútgjöld jukust um 6,2% milli ára, vegna 3,2% meiri eignaútgjalda og 6,7% aukningar tilfærsluútgjalda.“

Nánar má lesa um málið á vef Hagstofunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×