Viðskipti innlent

Verðhjöðnun í september

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Sumarútsölur eru að mestu gengnar til baka og hækkaði verð á fötum og skóm um 4,4 prósent.
Sumarútsölur eru að mestu gengnar til baka og hækkaði verð á fötum og skóm um 4,4 prósent. Vísir/Vilhelm
Verðhjöðnun varð á milli ágúst og september, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,39 prósent í september frá ágústmánuði. Ef húsnæði er undanskilið var verðhjöðnunin 0,62 prósent frá fyrri mánuði.

Stærstu áhrifaþættirnir í vísitölunni voru verð á flugfargjöldum til útlanda, sem lækkuðu um tæpan fjórðung, og bensínlækkun um 5,3 prósent. Sumarútsölur eru að mestu gengnar til baka og hækkaði verð á fötum og skóm um 4,4 prósent.

Vísitalan eins og hún stendur núna gildir til verðtryggingar í nóvember.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×