Stöðugleikafé verði nýtt til að leysa vanda ÍLS Ingvar Haraldsson skrifar 8. júlí 2015 12:00 Í Kauphöllinni. Skuldabréfaviðskipti eru stór hluti þeirra viðskipta sem fram fara í Nasdaq Iceland. Það þykir óráð að greiða ríkisskuldabréf upp í stóru mæli. fréttablaðið/daníel Kaupi ríkið upp mikið magn ríkisskuldabréfa myndi það að líkindum auka peningamagn í umferð og skapa þenslu hér á landi. Þetta segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka.Jón Bjarki BentsssonJón Bjarki bendir á að ýmsar aðrar leiðir séu færar við niðurgreiðslu skulda ríkisins með þeim fjármunum sem ríkinu falli í skaut við greiðslu stöðugleikaskatts eða stöðugleikaframlags. Til að mynda sé hugsanlegt að eignir sem fari í umsjá Eignasafns Seðlabanka Íslands verði seldar í skiptum fyrir ríkiskuldabréf. „Það myndi ná fram lækkun á skuldunum án þess að auka peningamagn,“ segir Jón Bjarki. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, tekur undir með Jóni Bjarka að bein uppgreiðsla ríkisskuldabréfa geti verið varhugaverð. „Ríkið skuldar margt annað. Það er 460 milljarða gat hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og það væri ekki óeðlilegt að þessir peningar væru nýttir í það stoppa í það gat með einhverjum hætti. Annað stórt gat er Íbúðalánasjóður. Það væri bara mjög sniðug hugmynd að gera þann sjóð upp og ganga frá honum,“ segir Ásgeir.Ásgeir JónssonPáll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, hefur áður talað fyrir því að farið verði varlega í að greiða niður ríkisskuldabréf. Slíkt geti dregið úr skilvirkni á skuldabréfamarkaði með neikvæðum afleiðingum fyrir íslenskan verðbréfamarkað. Jón Bjarki bendir á að útgefin ríkisskuldabréf sem virk viðskipti séu með nemi um 640 milljörðum króna. Af því eru um 160 milljarðar í eigu útlendinga og verða komnir í aðra fjármögnun eftir aflandskrónuútboð í haust. „Strax þar minnkar stabbinn um fjórðung og frekari lækkun þessara skulda er þá fljót að breyta þeirri mynd enn frekar,“ segir hann. Jón Bjarki segir að til þess að nægjanleg viðskipti séu með skuldabréfaflokk þurfi hann að vera a.m.k. 15 til 20 milljarðar króna að stærð. Nú séu átta skuldabréfaflokkar hjá ríkinu sem virk viðskipti séu með. Mest lesið Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Kaupi ríkið upp mikið magn ríkisskuldabréfa myndi það að líkindum auka peningamagn í umferð og skapa þenslu hér á landi. Þetta segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá greiningardeild Íslandsbanka.Jón Bjarki BentsssonJón Bjarki bendir á að ýmsar aðrar leiðir séu færar við niðurgreiðslu skulda ríkisins með þeim fjármunum sem ríkinu falli í skaut við greiðslu stöðugleikaskatts eða stöðugleikaframlags. Til að mynda sé hugsanlegt að eignir sem fari í umsjá Eignasafns Seðlabanka Íslands verði seldar í skiptum fyrir ríkiskuldabréf. „Það myndi ná fram lækkun á skuldunum án þess að auka peningamagn,“ segir Jón Bjarki. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, tekur undir með Jóni Bjarka að bein uppgreiðsla ríkisskuldabréfa geti verið varhugaverð. „Ríkið skuldar margt annað. Það er 460 milljarða gat hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og það væri ekki óeðlilegt að þessir peningar væru nýttir í það stoppa í það gat með einhverjum hætti. Annað stórt gat er Íbúðalánasjóður. Það væri bara mjög sniðug hugmynd að gera þann sjóð upp og ganga frá honum,“ segir Ásgeir.Ásgeir JónssonPáll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, hefur áður talað fyrir því að farið verði varlega í að greiða niður ríkisskuldabréf. Slíkt geti dregið úr skilvirkni á skuldabréfamarkaði með neikvæðum afleiðingum fyrir íslenskan verðbréfamarkað. Jón Bjarki bendir á að útgefin ríkisskuldabréf sem virk viðskipti séu með nemi um 640 milljörðum króna. Af því eru um 160 milljarðar í eigu útlendinga og verða komnir í aðra fjármögnun eftir aflandskrónuútboð í haust. „Strax þar minnkar stabbinn um fjórðung og frekari lækkun þessara skulda er þá fljót að breyta þeirri mynd enn frekar,“ segir hann. Jón Bjarki segir að til þess að nægjanleg viðskipti séu með skuldabréfaflokk þurfi hann að vera a.m.k. 15 til 20 milljarðar króna að stærð. Nú séu átta skuldabréfaflokkar hjá ríkinu sem virk viðskipti séu með.
Mest lesið Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Kaupa Gompute Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Muni ekki hika við að hækka vexti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent