Landsbankinn útvistaði lögfræðiþjónustu til Motus án útboðs jón hákon halldórsson skrifar 27. ágúst 2015 11:45 Motus sér um innheimtu fyrir Landsbankann. vísir/vilhelm Landsbankinn ákvað í júní að útvista allri starfsemi lögfræðideildar bankans sem snýr að innheimtu á vanskilakröfum til Motus innheimtuþjónustu. „Það er alþekkt að fyrirtæki útvisti lögfræðiinnheimtu og mjög algengt t.d. í erlendri bankastarfsemi að þessi leið sé farin, bæði til auka skilvirkni og spara fé við innheimtuna sjálfa. Þetta eru okkar markmið líka. Með þessari leið fáum við notið sérfræðikunnáttu og nýtum þaulreynt innheimtukerfi sem fyrir hendi er, í stað þess að fara í mikla fjárfestingu á eigin vegum,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Innheimtustarfsemin var ekki boðin út og ekki var send tilkynning þegar samið var við Motus. „Landsbankinn hefur um árabil útvistað hluta af innheimtu vanskilakrafna. Motus hefur lengi sinnt afmörkuðum þáttum í innheimtu fyrir bankann, reynslan af því samstarfi hefur verið góð og aukning á samstarfinu veitir ýmis tækifæri til að auka skilvirkni í innheimtumálum bankans,“ segir hann. Kristján segir að þeim fastráðnu starfsmönnum innheimtudeildarinnar sem ekki fengu áframhaldandi starf í Landsbankanum hafi öllum verið boðið starf hjá Motus. Flestir hafi þegið það boð. Hann segir að Landsbankinn vinni stöðugt að hagræðingu í sinni starfsemi. Þessi aðgerð hafi verið hluti af þeirri vegferð. Til dæmis megi benda á að stöðugildum í Landsbankanum hefur fækkað um 245 frá árslokum 2011, eða um 18,4%. Landsbankinn og Motus eru tengd félög því bankinn á 43 prósenta hlut í Motus. Tveir af framkvæmdastjórum bankans, þeir Árni Þór Þorbjörnsson og Helgi Teitur Helgason, sitja í stjórn Motus. Motus er alfarið í eigu íslenskra aðila. Auk Landsbankans á Bál ehf., félag í eigu Sigurðar Arnars Jónssonar, forstjóra Motus, og Bjarna Þórs Óskarssonar, sviðsstjóra hjá fyrirtækinu, tæplega 36 prósenta hlut. Þá eiga nokkrir aðrir starfsmenn 11 prósenta hlut í gegnum félagið Solvent og svo á Motus ehf. 10 prósenta hlut í sjálfu sér. Íslandsbanki hefur ekki útvistað þessum sama þætti í sinni starfsemi. „Hins vegar er þetta ein leið sem við höfum verið að skoða, ásamt mörgum öðrum. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar,“ segir í svari frá Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra Íslandsbanka. Hjá Arion banka fengust engar upplýsingar um það hvernig þessum málum er háttað hjá bankanum. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Landsbankinn ákvað í júní að útvista allri starfsemi lögfræðideildar bankans sem snýr að innheimtu á vanskilakröfum til Motus innheimtuþjónustu. „Það er alþekkt að fyrirtæki útvisti lögfræðiinnheimtu og mjög algengt t.d. í erlendri bankastarfsemi að þessi leið sé farin, bæði til auka skilvirkni og spara fé við innheimtuna sjálfa. Þetta eru okkar markmið líka. Með þessari leið fáum við notið sérfræðikunnáttu og nýtum þaulreynt innheimtukerfi sem fyrir hendi er, í stað þess að fara í mikla fjárfestingu á eigin vegum,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Innheimtustarfsemin var ekki boðin út og ekki var send tilkynning þegar samið var við Motus. „Landsbankinn hefur um árabil útvistað hluta af innheimtu vanskilakrafna. Motus hefur lengi sinnt afmörkuðum þáttum í innheimtu fyrir bankann, reynslan af því samstarfi hefur verið góð og aukning á samstarfinu veitir ýmis tækifæri til að auka skilvirkni í innheimtumálum bankans,“ segir hann. Kristján segir að þeim fastráðnu starfsmönnum innheimtudeildarinnar sem ekki fengu áframhaldandi starf í Landsbankanum hafi öllum verið boðið starf hjá Motus. Flestir hafi þegið það boð. Hann segir að Landsbankinn vinni stöðugt að hagræðingu í sinni starfsemi. Þessi aðgerð hafi verið hluti af þeirri vegferð. Til dæmis megi benda á að stöðugildum í Landsbankanum hefur fækkað um 245 frá árslokum 2011, eða um 18,4%. Landsbankinn og Motus eru tengd félög því bankinn á 43 prósenta hlut í Motus. Tveir af framkvæmdastjórum bankans, þeir Árni Þór Þorbjörnsson og Helgi Teitur Helgason, sitja í stjórn Motus. Motus er alfarið í eigu íslenskra aðila. Auk Landsbankans á Bál ehf., félag í eigu Sigurðar Arnars Jónssonar, forstjóra Motus, og Bjarna Þórs Óskarssonar, sviðsstjóra hjá fyrirtækinu, tæplega 36 prósenta hlut. Þá eiga nokkrir aðrir starfsmenn 11 prósenta hlut í gegnum félagið Solvent og svo á Motus ehf. 10 prósenta hlut í sjálfu sér. Íslandsbanki hefur ekki útvistað þessum sama þætti í sinni starfsemi. „Hins vegar er þetta ein leið sem við höfum verið að skoða, ásamt mörgum öðrum. Engar ákvarðanir hafa þó verið teknar,“ segir í svari frá Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra Íslandsbanka. Hjá Arion banka fengust engar upplýsingar um það hvernig þessum málum er háttað hjá bankanum.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent