Segir tilboð Bauhaus á grillum hlægileg Ingvar Haraldsson og Samúel Karl Ólason skrifa 9. júní 2015 15:05 Auglýsing Bauhaus á grillum hefur vakið athygli. vísir/pjetur „Til hvers eru þeir að auglýsa afslátt?“ spyr Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna um tilboð á grillum úr Garðalandi í nýjasta bæklingi Bauhaus sem vakið hafa athygli á samfélagsmiðlum. Ásgeir Bachmann, framkvæmdastjóri Bauhaus, segir í samtali við Vísi að einfaldlega hafi verið um mannleg mistök að ræða við prentun bæklingsins. Um er að ræða tilboð á fimm grillum sem eru eftirfarandi: 1. Verð lækkar í 169.995 krónur úr 170.495 krónum. Afslátturinn er 500 krónur eða 0,3%. 2. Verð lækkar í 79.995 krónur úr 81.395 krónum. Afslátturinn er 1.400 krónur eða 1,7%. 3. Verð lækkar í 114.995 krónur úr 115.995 krónum. Afslátturinn er 1.000 krónur eða 1,7%. 4. Verð lækkar í 99.995 krónur úr 101.795 krónum. Afslátturinn er 1.800 krónur eða 0,9%. 5. Verð lækkar í 79.995 krónur úr 82.995 krónum. Afslátturinn er 3.000 krónur eða 3,6%.Hér má sjá afslætti á grillum hjá Bauhaus. Séu öll grillin á afslætti keypt kosta þau 544.975 krónur og við það sparast 7.700 krónur.mynd/bauhausSéu öll grillin keypt lækkar verðið úr 552.675 krónum í 544.975 krónur og því sparast 7.700 krónur eða 1,4%.Segir tilboðin hlægileg Jóhannes segir afsláttinn hálf hallærislegan þó hann efist um að auglýsingarnar séu lögbrot þar sem gefið sé upp fyrra verð og afsláttarverð. „Mér finnst dálítið mikið í lagt að tala um afslætti í staðinn fyrir að lækka verðið eilítið. Þetta er ekki það veruleg upphæð. Ég tel að þetta standist lög ef það kemur skýrt fram fyrra verð og afsláttarverð,“ segir Jóhannes.Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna.„Þetta er bara hálf hlægilegt ef það er verið að bjóða einhvern 500 króna afslátt af 170 þúsund króna grilli. Það er bara hallærislegt. Að vera að hampa einhverju sem heitir tilboð þegar tilboðið er fólgið í 500 kalli fyrir svona stóra upphæð, það er eiginlega ekki hægt að segja annað um þetta,“ segir Jóhannes.Uppfært klukkan 16:02 Ásgeir Bachmann, framkvæmdastjóri Bauhaus, segir í samtali við Vísi að einfaldlega hafi verið um mistök að ræða þegar tilboðsbæklingurinn fór í prentun. „Þetta kemur auðvitað spánskt fyrir sjónir enda keppumst við við að bjóða upp á lægsta verðið eins og neytendur eru vonandi farnir að átta sig á,“ segir Ásgeir.Aðspurður segist Ásgeir ætla að lesa vel yfir næsta tilboðsbækling Bauhaus til að tryggja að engar prentvillur læðist með. Ætlar hann að fylgjast sérstaklega með grillunum segir hann léttur. „Þau verða pottþétt á hlægilegu verði.“ Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
„Til hvers eru þeir að auglýsa afslátt?“ spyr Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna um tilboð á grillum úr Garðalandi í nýjasta bæklingi Bauhaus sem vakið hafa athygli á samfélagsmiðlum. Ásgeir Bachmann, framkvæmdastjóri Bauhaus, segir í samtali við Vísi að einfaldlega hafi verið um mannleg mistök að ræða við prentun bæklingsins. Um er að ræða tilboð á fimm grillum sem eru eftirfarandi: 1. Verð lækkar í 169.995 krónur úr 170.495 krónum. Afslátturinn er 500 krónur eða 0,3%. 2. Verð lækkar í 79.995 krónur úr 81.395 krónum. Afslátturinn er 1.400 krónur eða 1,7%. 3. Verð lækkar í 114.995 krónur úr 115.995 krónum. Afslátturinn er 1.000 krónur eða 1,7%. 4. Verð lækkar í 99.995 krónur úr 101.795 krónum. Afslátturinn er 1.800 krónur eða 0,9%. 5. Verð lækkar í 79.995 krónur úr 82.995 krónum. Afslátturinn er 3.000 krónur eða 3,6%.Hér má sjá afslætti á grillum hjá Bauhaus. Séu öll grillin á afslætti keypt kosta þau 544.975 krónur og við það sparast 7.700 krónur.mynd/bauhausSéu öll grillin keypt lækkar verðið úr 552.675 krónum í 544.975 krónur og því sparast 7.700 krónur eða 1,4%.Segir tilboðin hlægileg Jóhannes segir afsláttinn hálf hallærislegan þó hann efist um að auglýsingarnar séu lögbrot þar sem gefið sé upp fyrra verð og afsláttarverð. „Mér finnst dálítið mikið í lagt að tala um afslætti í staðinn fyrir að lækka verðið eilítið. Þetta er ekki það veruleg upphæð. Ég tel að þetta standist lög ef það kemur skýrt fram fyrra verð og afsláttarverð,“ segir Jóhannes.Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna.„Þetta er bara hálf hlægilegt ef það er verið að bjóða einhvern 500 króna afslátt af 170 þúsund króna grilli. Það er bara hallærislegt. Að vera að hampa einhverju sem heitir tilboð þegar tilboðið er fólgið í 500 kalli fyrir svona stóra upphæð, það er eiginlega ekki hægt að segja annað um þetta,“ segir Jóhannes.Uppfært klukkan 16:02 Ásgeir Bachmann, framkvæmdastjóri Bauhaus, segir í samtali við Vísi að einfaldlega hafi verið um mistök að ræða þegar tilboðsbæklingurinn fór í prentun. „Þetta kemur auðvitað spánskt fyrir sjónir enda keppumst við við að bjóða upp á lægsta verðið eins og neytendur eru vonandi farnir að átta sig á,“ segir Ásgeir.Aðspurður segist Ásgeir ætla að lesa vel yfir næsta tilboðsbækling Bauhaus til að tryggja að engar prentvillur læðist með. Ætlar hann að fylgjast sérstaklega með grillunum segir hann léttur. „Þau verða pottþétt á hlægilegu verði.“
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira