Segir ríki og sveit stefna friði í voða Óli Kristján Ármannsson skrifar 31. janúar 2015 00:01 Ríkið náði samningum við kennara í fyrravor eftir verkfallsaðgerðir og harða launadeilu. Fréttablaðið/Stefán „Ríki og sveitarfélög hafa mótað nýja launastefnu sem stefnir friði á vinnumarkaði í voða,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), í leiðara fréttabréfs SA. Sama segir hann hafa gerst áður, svo sem í samningum við BHM 1989. Þeir hafi að lokum verið teknir úr sambandi með lögum, svo unnt væri að gera þjóðarsáttarsamningana. „Ríki og sveitarfélög hafa hleypt hér af stað gamalkunnu höfrungahlaupi á vinnumarkaði sem ekki sér fyrir endann á,“ segir hann. Á sama tíma geri úrlausn komandi kjarasamninga erfiðari að ríkisstjórnin hafi alveg horfið frá þríhliða samstarfi við aðila vinnumarkaðarins.Þorsteinn VíglundssonSíðustu misseri segir Þorsteinn hins vegar hafa einkennst af vaxandi átökum aðila vinnumarkaðar og ríkisstjórnar. Hann bendir á að ekki hafi verið staðið við lækkun tryggingargjaldsins og að tekjustofn fæðingarorlofssjóðs hafi verið skertur sem og framlag til jöfnunar örorkubyrðar lífeyrissjóða og réttur til atvinnuleysisbóta. Að auki hafi stjórnin ekki virt lögbundna skuldbindingu sína við starfsendurhæfingarsjóðinn Virk. Á vef fjármálaráðuneytisins í gær var því síðdegis hafnað að kjarasamningar ríkisins hafi raskað jafnvægi á vinnumarkaði og að hækkanir á launum ríkisstarfsmanna hafi verið úr takti við aðra launaþróun. Í samantekt ráðuneytisins um kjaraþróun starfsmanna ríkisins í samanburði við almennan vinnumarkað segir að samningar ríkisins í fyrra hafi tekið mið af þeirri stefnumótun sem aðilar á vinnumarkaði hafi komið sér saman um. „Undantekningar frá þessu eru afmarkaðar og taka til tiltölulega fámennra hópa þar sem samið var um grundvallarbreytingar á þeirri starfsemi sem í hlut á,“ segir þar. Samanburður á launaþróun starfsmanna ríkisins við þróunina á almennum markaði sýni að ríkið hafi ekki verið leiðandi í þeim efnum. „Ef litið er til launaþróunar frá þriðja ársfjórðungi 2013 til þriðja ársfjórðungs 2014 hafa laun ríkisstarfsmanna hækkað um 6,8 prósent sem er meira en á almennum vinnumarkaði en þar hækkuðu laun um 5,9 prósent,“ segir í samantekt ráðuneytisins, en um leið er bent á að undanfarin ár hafi laun starfsmanna ríkisins hækkað minna en á almennum vinnumarkaði. Hóparnir hafi fylgst að í þróun milli 2005 og 2010, en frá þeim tíma hafi dregið í sundur með þeim og laun hækkað meira á almennum vinnumarkaði. „Og breytir þróunin á síðasta ári ekki þeirri mynd.“ Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
„Ríki og sveitarfélög hafa mótað nýja launastefnu sem stefnir friði á vinnumarkaði í voða,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), í leiðara fréttabréfs SA. Sama segir hann hafa gerst áður, svo sem í samningum við BHM 1989. Þeir hafi að lokum verið teknir úr sambandi með lögum, svo unnt væri að gera þjóðarsáttarsamningana. „Ríki og sveitarfélög hafa hleypt hér af stað gamalkunnu höfrungahlaupi á vinnumarkaði sem ekki sér fyrir endann á,“ segir hann. Á sama tíma geri úrlausn komandi kjarasamninga erfiðari að ríkisstjórnin hafi alveg horfið frá þríhliða samstarfi við aðila vinnumarkaðarins.Þorsteinn VíglundssonSíðustu misseri segir Þorsteinn hins vegar hafa einkennst af vaxandi átökum aðila vinnumarkaðar og ríkisstjórnar. Hann bendir á að ekki hafi verið staðið við lækkun tryggingargjaldsins og að tekjustofn fæðingarorlofssjóðs hafi verið skertur sem og framlag til jöfnunar örorkubyrðar lífeyrissjóða og réttur til atvinnuleysisbóta. Að auki hafi stjórnin ekki virt lögbundna skuldbindingu sína við starfsendurhæfingarsjóðinn Virk. Á vef fjármálaráðuneytisins í gær var því síðdegis hafnað að kjarasamningar ríkisins hafi raskað jafnvægi á vinnumarkaði og að hækkanir á launum ríkisstarfsmanna hafi verið úr takti við aðra launaþróun. Í samantekt ráðuneytisins um kjaraþróun starfsmanna ríkisins í samanburði við almennan vinnumarkað segir að samningar ríkisins í fyrra hafi tekið mið af þeirri stefnumótun sem aðilar á vinnumarkaði hafi komið sér saman um. „Undantekningar frá þessu eru afmarkaðar og taka til tiltölulega fámennra hópa þar sem samið var um grundvallarbreytingar á þeirri starfsemi sem í hlut á,“ segir þar. Samanburður á launaþróun starfsmanna ríkisins við þróunina á almennum markaði sýni að ríkið hafi ekki verið leiðandi í þeim efnum. „Ef litið er til launaþróunar frá þriðja ársfjórðungi 2013 til þriðja ársfjórðungs 2014 hafa laun ríkisstarfsmanna hækkað um 6,8 prósent sem er meira en á almennum vinnumarkaði en þar hækkuðu laun um 5,9 prósent,“ segir í samantekt ráðuneytisins, en um leið er bent á að undanfarin ár hafi laun starfsmanna ríkisins hækkað minna en á almennum vinnumarkaði. Hóparnir hafi fylgst að í þróun milli 2005 og 2010, en frá þeim tíma hafi dregið í sundur með þeim og laun hækkað meira á almennum vinnumarkaði. „Og breytir þróunin á síðasta ári ekki þeirri mynd.“
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira