Viðskipti innlent

Nýir útibússtjórar hjá Arion banka

Atli Ísleifsson skrifar
Elísabet Árnadóttir.
Elísabet Árnadóttir. Mynd/Arion banki
Þrír nýir útibússtjórar hafa tekið til starfa í útibúum Arion banka í Reykjavík. Útibússtjórnarnir taka við stöðum í Borgartúni, á Höfða og við Hagatorg.

„Elísabet Árnadóttir hefur tekið við starfi útibússtjóra Arion banka í Borgartúni en hún hefur undanfarið starfað sem viðskiptastjóri fyrirtækja í útibúinu. Elísabet hefur starfað hjá bankanum frá árinu 2000 fyrst sem gjaldkeri en síðar sem þjónustu- og fyrirtækjaráðgjafi og sérfræðingur í fyrirtækjalánum og fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri.

Elísabet tekur við af Ragnheiði Jóhannesdóttur sem hefur tekið við starfi þróunarstjóra á viðskiptabankasviði Arion banka.

Sverrir Guðmundsson.Mynd/Arion banki
Sverrir Guðmundsson hefur tekið við starfi útibússtjóra í útibúi Arion banka á Höfða. Hann hefur starfað hjá bankanum frá árinu 1997, fyrst í markaðsdeild bankans og síðar einkabankaþjónustu fram til ársins 2003. Þá hefur Sverrir undanfarin ár starfað á viðskiptabankasviði, lengst af sem aðstoðarútibússtjóri í útibúi bankans við Hlemm. Hann er með MBA frá Florida Institute of Technology og er löggiltur verðbréfamiðlari.

Sverrir tekur við starfi útibússtjóra af Ásgerði Sveinsdóttur sem hefur tekið við starfi sviðstjóra þjónustustýringar á viðskiptabankasviði.

Katrín Rós Gunnarsdóttir.Mynd/Arion banki
Katrín Rós Gunnarsdóttir hefur tekið við sem útibússtjóri í útibúi Arion banka við Hagatorg. Hún hóf störf hjá bankanum árið 2005 sem fyrirtækjaráðgjafi í útibúi bankans í Austurstræti og síðar á Hlemmi. Katrín hefur sinnt ýmsum störfum innan bankans sem snúa að lánamálum fyrirtækja. Hún starfaði einnig um tíma á upplýsinga- og tæknisviði bankans við innleiðingu CRM lausna. Undanfarið hefur Katrín Rós sinnt ýmsum sérverkefnum á viðskiptabankasviði. Katrín er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík.

Katrín Rós tekur við af Brynhildi Georgsdóttur sem mun á næstunni sinna stefnumótunarverkefnum á viðskiptabankasviði,“ segir í tilkynningu frá Arion banka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×