Helgi Jónas stígur fram | Íhugaði sjálfsvíg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júlí 2015 10:34 Helgi Jónas Guðfinsson. Vísir Helgi Jónas Guðfinsson, fyrrum landsliðsmaður í körfubolta og þjálfari, hefur bæst í hóp þann íþróttamanna sem segir frá baráttu sinni við þunglyndi. Ingólfur Sigurðsson sagði frá sinni baráttu í viðtali við Morgunblaðið í fyrra og á dögunum ritaði Sigurbergur Elísson áhrifaríkan pistil á Fótbolta.net. Helgi Jónas segir að hann hefur lengi viljað deila sinni sögu en ekki þorað. „Ég hef ekki haft hugrekki til þess. Ég skammaðist mín,“ skrifar Helgi Jónas á Facebook síðu sína. „Með því að deila þessu væri ég að sýna vanmátt minn. Það er ekki hægt þegar maður er íþróttamaður. Íþróttamenn mega ekki sýna nein veikleikamerki.“ Helgi Jónas þakkar Sigurbergi fyrir að stíga fram og bætir við að það hafi veitt honum hugrekki til að segja sína sögu. Sú saga nær yfir allan hans íþróttaferil sem er mörkuð af lélegu andlegu ástandi, eins og hann segir sjálfur. Saga hans er áhrifarík og segir frá baráttu við meiðsli, mótlæti í atvinnumennsku, áfengi og sjálfsvígshugsanir. Hann fann svo ánægjuna í því að spila fótbolta með Grindavík í efstu deild árið 2002 en ofþjálfun og meiðsli urðu til þess að hann náði sér ekki á strik næstu árin á eftir. „Ástæðan fyrir að ég stíg loksins fram er sú að ég vill ekki að ungir íþróttamenn lendi í sama rugli og ég. Íþróttamenn sem stunda sína íþrótt í slæmu hugarástandi ná aldrei að sýna hvað í þeim býr. Það er bara ekki hægt,“ skrifar Helgi Jónas. „Bataferlið hefur verið langt og það á ekki að taka íþróttamenn 10-15 ár að ná sér út úr þessum neikvæða vítahring. Þessi neikvæði vítahringur getur haft skelfilegar afleiðingar.“ Pistilinn má lesa í heild sinni hér fyrir neðan en Vísir fékk leyfi Helga Jónasar til að endurbirta hann hér.Mig hefur lengi langað að deila þessari sögu með ykkur en ég hef ekki þorað því. Ég hef ekki haft hugrekki til þess....Posted by Helgi Guðfinnsson on Thursday, July 2, 2015 Körfubolti Tengdar fréttir Sigurbergur um þunglyndi: Lífið er ekki bara fótbolti Sigurbergur Elísson rekur söguna frá því hann varð yngsti leikmaðurinn til að koma við sögu í efstu deild á Íslandi. 28. júní 2015 14:15 Gat áður aðeins talað um veikindin við lækna Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Þróttar R., glímir við kvíðaröskun en hann hélt veikindum sínum leyndum lengi vel. 22. mars 2014 12:00 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
Helgi Jónas Guðfinsson, fyrrum landsliðsmaður í körfubolta og þjálfari, hefur bæst í hóp þann íþróttamanna sem segir frá baráttu sinni við þunglyndi. Ingólfur Sigurðsson sagði frá sinni baráttu í viðtali við Morgunblaðið í fyrra og á dögunum ritaði Sigurbergur Elísson áhrifaríkan pistil á Fótbolta.net. Helgi Jónas segir að hann hefur lengi viljað deila sinni sögu en ekki þorað. „Ég hef ekki haft hugrekki til þess. Ég skammaðist mín,“ skrifar Helgi Jónas á Facebook síðu sína. „Með því að deila þessu væri ég að sýna vanmátt minn. Það er ekki hægt þegar maður er íþróttamaður. Íþróttamenn mega ekki sýna nein veikleikamerki.“ Helgi Jónas þakkar Sigurbergi fyrir að stíga fram og bætir við að það hafi veitt honum hugrekki til að segja sína sögu. Sú saga nær yfir allan hans íþróttaferil sem er mörkuð af lélegu andlegu ástandi, eins og hann segir sjálfur. Saga hans er áhrifarík og segir frá baráttu við meiðsli, mótlæti í atvinnumennsku, áfengi og sjálfsvígshugsanir. Hann fann svo ánægjuna í því að spila fótbolta með Grindavík í efstu deild árið 2002 en ofþjálfun og meiðsli urðu til þess að hann náði sér ekki á strik næstu árin á eftir. „Ástæðan fyrir að ég stíg loksins fram er sú að ég vill ekki að ungir íþróttamenn lendi í sama rugli og ég. Íþróttamenn sem stunda sína íþrótt í slæmu hugarástandi ná aldrei að sýna hvað í þeim býr. Það er bara ekki hægt,“ skrifar Helgi Jónas. „Bataferlið hefur verið langt og það á ekki að taka íþróttamenn 10-15 ár að ná sér út úr þessum neikvæða vítahring. Þessi neikvæði vítahringur getur haft skelfilegar afleiðingar.“ Pistilinn má lesa í heild sinni hér fyrir neðan en Vísir fékk leyfi Helga Jónasar til að endurbirta hann hér.Mig hefur lengi langað að deila þessari sögu með ykkur en ég hef ekki þorað því. Ég hef ekki haft hugrekki til þess....Posted by Helgi Guðfinnsson on Thursday, July 2, 2015
Körfubolti Tengdar fréttir Sigurbergur um þunglyndi: Lífið er ekki bara fótbolti Sigurbergur Elísson rekur söguna frá því hann varð yngsti leikmaðurinn til að koma við sögu í efstu deild á Íslandi. 28. júní 2015 14:15 Gat áður aðeins talað um veikindin við lækna Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Þróttar R., glímir við kvíðaröskun en hann hélt veikindum sínum leyndum lengi vel. 22. mars 2014 12:00 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
Sigurbergur um þunglyndi: Lífið er ekki bara fótbolti Sigurbergur Elísson rekur söguna frá því hann varð yngsti leikmaðurinn til að koma við sögu í efstu deild á Íslandi. 28. júní 2015 14:15
Gat áður aðeins talað um veikindin við lækna Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Þróttar R., glímir við kvíðaröskun en hann hélt veikindum sínum leyndum lengi vel. 22. mars 2014 12:00