Helgi Jónas stígur fram | Íhugaði sjálfsvíg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júlí 2015 10:34 Helgi Jónas Guðfinsson. Vísir Helgi Jónas Guðfinsson, fyrrum landsliðsmaður í körfubolta og þjálfari, hefur bæst í hóp þann íþróttamanna sem segir frá baráttu sinni við þunglyndi. Ingólfur Sigurðsson sagði frá sinni baráttu í viðtali við Morgunblaðið í fyrra og á dögunum ritaði Sigurbergur Elísson áhrifaríkan pistil á Fótbolta.net. Helgi Jónas segir að hann hefur lengi viljað deila sinni sögu en ekki þorað. „Ég hef ekki haft hugrekki til þess. Ég skammaðist mín,“ skrifar Helgi Jónas á Facebook síðu sína. „Með því að deila þessu væri ég að sýna vanmátt minn. Það er ekki hægt þegar maður er íþróttamaður. Íþróttamenn mega ekki sýna nein veikleikamerki.“ Helgi Jónas þakkar Sigurbergi fyrir að stíga fram og bætir við að það hafi veitt honum hugrekki til að segja sína sögu. Sú saga nær yfir allan hans íþróttaferil sem er mörkuð af lélegu andlegu ástandi, eins og hann segir sjálfur. Saga hans er áhrifarík og segir frá baráttu við meiðsli, mótlæti í atvinnumennsku, áfengi og sjálfsvígshugsanir. Hann fann svo ánægjuna í því að spila fótbolta með Grindavík í efstu deild árið 2002 en ofþjálfun og meiðsli urðu til þess að hann náði sér ekki á strik næstu árin á eftir. „Ástæðan fyrir að ég stíg loksins fram er sú að ég vill ekki að ungir íþróttamenn lendi í sama rugli og ég. Íþróttamenn sem stunda sína íþrótt í slæmu hugarástandi ná aldrei að sýna hvað í þeim býr. Það er bara ekki hægt,“ skrifar Helgi Jónas. „Bataferlið hefur verið langt og það á ekki að taka íþróttamenn 10-15 ár að ná sér út úr þessum neikvæða vítahring. Þessi neikvæði vítahringur getur haft skelfilegar afleiðingar.“ Pistilinn má lesa í heild sinni hér fyrir neðan en Vísir fékk leyfi Helga Jónasar til að endurbirta hann hér.Mig hefur lengi langað að deila þessari sögu með ykkur en ég hef ekki þorað því. Ég hef ekki haft hugrekki til þess....Posted by Helgi Guðfinnsson on Thursday, July 2, 2015 Körfubolti Tengdar fréttir Sigurbergur um þunglyndi: Lífið er ekki bara fótbolti Sigurbergur Elísson rekur söguna frá því hann varð yngsti leikmaðurinn til að koma við sögu í efstu deild á Íslandi. 28. júní 2015 14:15 Gat áður aðeins talað um veikindin við lækna Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Þróttar R., glímir við kvíðaröskun en hann hélt veikindum sínum leyndum lengi vel. 22. mars 2014 12:00 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira
Helgi Jónas Guðfinsson, fyrrum landsliðsmaður í körfubolta og þjálfari, hefur bæst í hóp þann íþróttamanna sem segir frá baráttu sinni við þunglyndi. Ingólfur Sigurðsson sagði frá sinni baráttu í viðtali við Morgunblaðið í fyrra og á dögunum ritaði Sigurbergur Elísson áhrifaríkan pistil á Fótbolta.net. Helgi Jónas segir að hann hefur lengi viljað deila sinni sögu en ekki þorað. „Ég hef ekki haft hugrekki til þess. Ég skammaðist mín,“ skrifar Helgi Jónas á Facebook síðu sína. „Með því að deila þessu væri ég að sýna vanmátt minn. Það er ekki hægt þegar maður er íþróttamaður. Íþróttamenn mega ekki sýna nein veikleikamerki.“ Helgi Jónas þakkar Sigurbergi fyrir að stíga fram og bætir við að það hafi veitt honum hugrekki til að segja sína sögu. Sú saga nær yfir allan hans íþróttaferil sem er mörkuð af lélegu andlegu ástandi, eins og hann segir sjálfur. Saga hans er áhrifarík og segir frá baráttu við meiðsli, mótlæti í atvinnumennsku, áfengi og sjálfsvígshugsanir. Hann fann svo ánægjuna í því að spila fótbolta með Grindavík í efstu deild árið 2002 en ofþjálfun og meiðsli urðu til þess að hann náði sér ekki á strik næstu árin á eftir. „Ástæðan fyrir að ég stíg loksins fram er sú að ég vill ekki að ungir íþróttamenn lendi í sama rugli og ég. Íþróttamenn sem stunda sína íþrótt í slæmu hugarástandi ná aldrei að sýna hvað í þeim býr. Það er bara ekki hægt,“ skrifar Helgi Jónas. „Bataferlið hefur verið langt og það á ekki að taka íþróttamenn 10-15 ár að ná sér út úr þessum neikvæða vítahring. Þessi neikvæði vítahringur getur haft skelfilegar afleiðingar.“ Pistilinn má lesa í heild sinni hér fyrir neðan en Vísir fékk leyfi Helga Jónasar til að endurbirta hann hér.Mig hefur lengi langað að deila þessari sögu með ykkur en ég hef ekki þorað því. Ég hef ekki haft hugrekki til þess....Posted by Helgi Guðfinnsson on Thursday, July 2, 2015
Körfubolti Tengdar fréttir Sigurbergur um þunglyndi: Lífið er ekki bara fótbolti Sigurbergur Elísson rekur söguna frá því hann varð yngsti leikmaðurinn til að koma við sögu í efstu deild á Íslandi. 28. júní 2015 14:15 Gat áður aðeins talað um veikindin við lækna Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Þróttar R., glímir við kvíðaröskun en hann hélt veikindum sínum leyndum lengi vel. 22. mars 2014 12:00 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Sjá meira
Sigurbergur um þunglyndi: Lífið er ekki bara fótbolti Sigurbergur Elísson rekur söguna frá því hann varð yngsti leikmaðurinn til að koma við sögu í efstu deild á Íslandi. 28. júní 2015 14:15
Gat áður aðeins talað um veikindin við lækna Ingólfur Sigurðsson, leikmaður Þróttar R., glímir við kvíðaröskun en hann hélt veikindum sínum leyndum lengi vel. 22. mars 2014 12:00