Viðskipti innlent

Einar Bárðarson fer frá Höfuðborgarstofu til Kynnisferða

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Einar Bárðarson.
Einar Bárðarson.
Einar Bárðarson, sem stýrt hefur Höfuðborgarstofu frá árinu 2012, hefur verið ráðinn rekstrarstjóri Ferðaskrifstofu Kynnisferða. Þá hefur Ingvi Björn Bergmann verið ráðinn fjármálastjóri Kynnisferða en hann starfaði áður hjá endurskoðunarsviði Deloitte.

Í tilkynningu frá Kynnisferðum segir að Einar hafi sem forstöðumaður Höfuðborgarstofu borið ábyrgð á aðkomu borgarinnar að ferðaþjónustu, meðal annars rekstri upplýsingamiðstöðvar í Austurstræti og markaðssetningu Reykjavíkur sem áfangastaðar ferðamanna.

Einar starfaði auk þess lengi í afþreyingargeiranum og var á sínum tíma þekktur sem umboðsmaður Íslands. Einar mun hefja störf hjá Kynnisferðum í lok sumars.

Ingvi Björn Bergmann.
Ingvi Björn Bergmann hefur starfað hjá Deloitte frá árinu 2004, þar sem hann var meðeigandi. Þá starfaði hann einnig um tveggja ára skeið hjá Deloitte í Kaupmannahöfn. Hann mun hefja störf hjá Kynnisferðum í ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×