Viðskipti innlent

Kolbeinn hættir hjá Eik fasteignafélagi

Atli Ísleifsson skrifar
Kolbeinn Friðriksson hóf störf hjá félaginu árið 2013.
Kolbeinn Friðriksson hóf störf hjá félaginu árið 2013.
Kolbeinn Friðriksson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eikar fasteignafélags hf., hefur sagt starfi sínu lausu hjá félaginu.

Í tilkynningu frá félaginu segir að Kolbeinn muni áfram sinna starfinu næstu mánuði þangað til að eftirmaður hans hefur verið ráðinn.

Starf framkvæmdastjóra fjármálasviðs verður auglýst á næstu misserum.

Kolbeinn Friðriksson hóf störf hjá félaginu árið 2013, en starfaði þar áður hjá Íslandsbanka.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×