Annie Mist og Hafþór Júlíus í skyrveislu í Finnlandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2015 16:30 Annie Mist og Hafþór Júlíus bregða á leik. Heljarinnar skyrhátíð var haldin á lítilli eyju utan við Helsinki í Finnlandi um helgina. Fékk eyjan tímabundið nafnið Skyr Islandi, með vísun til skyrs og Íslands, en því var fagnað að sala skyrs hefur margfaldast þar í landi á undanförnum árum. Að því er segir í tilkynningu frá Mjólkursamsölunni er nú meiri sala á skyri í Finnlandi en hér á Íslandi. Útflutningur MS á skyri til Finnlands hófst með ferðalagi ungs manns að nafni Miikka Eskola til Íslands fyrir tæpum fimm árum síðan. Hann kolféll víst fyrir íslenska skyrinu og í framhaldinu hóf MS samstarf og útflutning á skyrinu til Finnlands. „Nú er svo komið að eftirspurnin er mun meiri en framboðið þar sem framleiðslugetan annar vart eftirspurn en skyrið fyrir finnska markaðinn er bæði framleitt hér á Íslandi og hjá Thise-mjólkurbúinu í Danmörku fyrir MS.“ Í tilkynningunni frá MS segir að þegar hugmyndin um skyrhátíð hafi kviknað hafi skipuleggjendur ólmir viljað gefa gestum sínum meira en skyr að borða og því var sú nýstárlega leið farin að flytja Ísland til Finnlands yfir eina helgi með öllu tilheyrandi. Fjölmargir íslenskir listamenn lögðu leið sína til eyjunnar af þessu tilefni og lögðu sitt af mörkum til að gera upplifun gestanna sem besta.Að neðan má sjá myndband frá hátíðinni um helgina þar sem þau Annie Mist og Hafþór Júlíus bregða á leik. Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson og tvöfaldur heimsmeistari í Crossift, Annie Mist Þórisdóttir tóku á móti gestum íklædd íslenskum lopapeysum. Hafði Annie á orði að hún hefði lengi velt fyrir sér hvort íslenska skyrið væri ekki tilvalið til útflutnings. Var öllum boðið upp á skyr, boozt, íslenska fiskisúpu og pylsur. Hljómsveitirnar Sísý Ey, Víó og Retro Stefson spiluðu fyrir gesti ásamt DJ Margeiri og matreiðslumeistarinn Siggi Hall mætti jafnframt og töfraði fram rétti úr íslensku hráefni á sérstökum hátíðarkvöldverði sem fram fór á laugardagskvöldinu. Finnskir gestir hátíðarinnar ku hafa verið mjög ánægðir með hátíðina og virðist sem ekki aðeins íslenskt skyr fari vel ofan í Finna, heldur líka íslensk tónlist og íslenskur matur.Að neðan má sjá skemmtilega mynd sem DJ Margeir birti af íslensku skemmtikröftunum í góðum gír um helgina.Allt eðlilegt hér.Posted by Margeir Steinar Ingólfsson on Friday, September 25, 2015 Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Heljarinnar skyrhátíð var haldin á lítilli eyju utan við Helsinki í Finnlandi um helgina. Fékk eyjan tímabundið nafnið Skyr Islandi, með vísun til skyrs og Íslands, en því var fagnað að sala skyrs hefur margfaldast þar í landi á undanförnum árum. Að því er segir í tilkynningu frá Mjólkursamsölunni er nú meiri sala á skyri í Finnlandi en hér á Íslandi. Útflutningur MS á skyri til Finnlands hófst með ferðalagi ungs manns að nafni Miikka Eskola til Íslands fyrir tæpum fimm árum síðan. Hann kolféll víst fyrir íslenska skyrinu og í framhaldinu hóf MS samstarf og útflutning á skyrinu til Finnlands. „Nú er svo komið að eftirspurnin er mun meiri en framboðið þar sem framleiðslugetan annar vart eftirspurn en skyrið fyrir finnska markaðinn er bæði framleitt hér á Íslandi og hjá Thise-mjólkurbúinu í Danmörku fyrir MS.“ Í tilkynningunni frá MS segir að þegar hugmyndin um skyrhátíð hafi kviknað hafi skipuleggjendur ólmir viljað gefa gestum sínum meira en skyr að borða og því var sú nýstárlega leið farin að flytja Ísland til Finnlands yfir eina helgi með öllu tilheyrandi. Fjölmargir íslenskir listamenn lögðu leið sína til eyjunnar af þessu tilefni og lögðu sitt af mörkum til að gera upplifun gestanna sem besta.Að neðan má sjá myndband frá hátíðinni um helgina þar sem þau Annie Mist og Hafþór Júlíus bregða á leik. Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson og tvöfaldur heimsmeistari í Crossift, Annie Mist Þórisdóttir tóku á móti gestum íklædd íslenskum lopapeysum. Hafði Annie á orði að hún hefði lengi velt fyrir sér hvort íslenska skyrið væri ekki tilvalið til útflutnings. Var öllum boðið upp á skyr, boozt, íslenska fiskisúpu og pylsur. Hljómsveitirnar Sísý Ey, Víó og Retro Stefson spiluðu fyrir gesti ásamt DJ Margeiri og matreiðslumeistarinn Siggi Hall mætti jafnframt og töfraði fram rétti úr íslensku hráefni á sérstökum hátíðarkvöldverði sem fram fór á laugardagskvöldinu. Finnskir gestir hátíðarinnar ku hafa verið mjög ánægðir með hátíðina og virðist sem ekki aðeins íslenskt skyr fari vel ofan í Finna, heldur líka íslensk tónlist og íslenskur matur.Að neðan má sjá skemmtilega mynd sem DJ Margeir birti af íslensku skemmtikröftunum í góðum gír um helgina.Allt eðlilegt hér.Posted by Margeir Steinar Ingólfsson on Friday, September 25, 2015
Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira