Spegill sem er sá eini sinnar tegundar á Íslandi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. október 2015 23:24 Auðvitað kom ekkert annað til greina en "selfie“ til að fagna speglinum. myndir/daníel freyr „Ég fékk hugmyndina að þessu á netinu þannig þetta er ekki sá fyrsti í heiminum en sennilega sá fyrsti á landinu,“ segir Daníel Freyr Hjartarson tölvunarfræðinemi í samtali við Vísi. Daníel lauk á dögunum við að smíða spegil sem er ansi sérstakur. Daníel vantaði spegil og ákvað að það væri ekki bara nóg að fara í IKEA og versla slíkan. Þess í stað keypti hann cool-lite gler, sem hann segir að sé í raun nokkuð venjulegt sólgler, og setti það yfir tölvuskjá. Upp á tölvuskjáinn varpar hann hinum ýmsu upplýsingum með lítilli Raspberry Pi tölvu. „Gæjarnir í versluninni göptu þegar ég sagði þeim hvað ég ætlaði að nota glerið í.“Daníel Freyr Hjartarson„Tölvan sækir upplýsingar úr iCalendar hjá mér og síðan uppfærir hún veðrið með hjálp norsku veðurstofunnar,“ segir hann. Aðspurður segir hann að það verði forvitnilegt að sjá hvort hann verði stundvísari vegna þessa. „Það er allavega ljóst að ég mun klæða mig eftir veðri,“ segir hann og hlær. Daníel er 23 ára tölvunarfræðinemi en í vor lauk hann BS gráðu í vélaverkfræði. Hann er ekki ókunnugur því að leysa hin ýmsu vandamál en hann hefur undanfarin tvö ár komið að smíði kappakstursbíls Team Spark. „Þetta er í raun og veru ekkert mál ef maður bara gefur sér tíma í þetta. Hver sem er getur gert þetta í raun,“ segir hann en hann stefnir að því að stofna bloggsíðu og setja ferlið við gerð spegilsins þar inn. „Ég veit ekkert hvenær ég hef tíma í það en það er stefnan. Ef fólk hefur áhuga á að smíða svona apparat getur það pikkað í mig og ég reyni að aðstoða eftir fremsta megni.“ Daníel deildi afrakstrinum á Facebook og viðbrögðin stóðu ekki á sér. „Alltaf þegar fólk spurði hvað ég væri að smíða og ég sagði að þetta væri spegill þá hló það að mér en núna skilur það mig. Félagi minn hringdi til að mynda í mig og sagði að þetta væri með því svalara sem hann hefði séð,“ segir hann. „Þetta er klárlega viðskiptahugmynd en ég hef bara engan tíma til að vera eitthvað brasa í þessu og markaðssetja þetta,“ segir Daníel að lokum. Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
„Ég fékk hugmyndina að þessu á netinu þannig þetta er ekki sá fyrsti í heiminum en sennilega sá fyrsti á landinu,“ segir Daníel Freyr Hjartarson tölvunarfræðinemi í samtali við Vísi. Daníel lauk á dögunum við að smíða spegil sem er ansi sérstakur. Daníel vantaði spegil og ákvað að það væri ekki bara nóg að fara í IKEA og versla slíkan. Þess í stað keypti hann cool-lite gler, sem hann segir að sé í raun nokkuð venjulegt sólgler, og setti það yfir tölvuskjá. Upp á tölvuskjáinn varpar hann hinum ýmsu upplýsingum með lítilli Raspberry Pi tölvu. „Gæjarnir í versluninni göptu þegar ég sagði þeim hvað ég ætlaði að nota glerið í.“Daníel Freyr Hjartarson„Tölvan sækir upplýsingar úr iCalendar hjá mér og síðan uppfærir hún veðrið með hjálp norsku veðurstofunnar,“ segir hann. Aðspurður segir hann að það verði forvitnilegt að sjá hvort hann verði stundvísari vegna þessa. „Það er allavega ljóst að ég mun klæða mig eftir veðri,“ segir hann og hlær. Daníel er 23 ára tölvunarfræðinemi en í vor lauk hann BS gráðu í vélaverkfræði. Hann er ekki ókunnugur því að leysa hin ýmsu vandamál en hann hefur undanfarin tvö ár komið að smíði kappakstursbíls Team Spark. „Þetta er í raun og veru ekkert mál ef maður bara gefur sér tíma í þetta. Hver sem er getur gert þetta í raun,“ segir hann en hann stefnir að því að stofna bloggsíðu og setja ferlið við gerð spegilsins þar inn. „Ég veit ekkert hvenær ég hef tíma í það en það er stefnan. Ef fólk hefur áhuga á að smíða svona apparat getur það pikkað í mig og ég reyni að aðstoða eftir fremsta megni.“ Daníel deildi afrakstrinum á Facebook og viðbrögðin stóðu ekki á sér. „Alltaf þegar fólk spurði hvað ég væri að smíða og ég sagði að þetta væri spegill þá hló það að mér en núna skilur það mig. Félagi minn hringdi til að mynda í mig og sagði að þetta væri með því svalara sem hann hefði séð,“ segir hann. „Þetta er klárlega viðskiptahugmynd en ég hef bara engan tíma til að vera eitthvað brasa í þessu og markaðssetja þetta,“ segir Daníel að lokum.
Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira