Spegill sem er sá eini sinnar tegundar á Íslandi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. október 2015 23:24 Auðvitað kom ekkert annað til greina en "selfie“ til að fagna speglinum. myndir/daníel freyr „Ég fékk hugmyndina að þessu á netinu þannig þetta er ekki sá fyrsti í heiminum en sennilega sá fyrsti á landinu,“ segir Daníel Freyr Hjartarson tölvunarfræðinemi í samtali við Vísi. Daníel lauk á dögunum við að smíða spegil sem er ansi sérstakur. Daníel vantaði spegil og ákvað að það væri ekki bara nóg að fara í IKEA og versla slíkan. Þess í stað keypti hann cool-lite gler, sem hann segir að sé í raun nokkuð venjulegt sólgler, og setti það yfir tölvuskjá. Upp á tölvuskjáinn varpar hann hinum ýmsu upplýsingum með lítilli Raspberry Pi tölvu. „Gæjarnir í versluninni göptu þegar ég sagði þeim hvað ég ætlaði að nota glerið í.“Daníel Freyr Hjartarson„Tölvan sækir upplýsingar úr iCalendar hjá mér og síðan uppfærir hún veðrið með hjálp norsku veðurstofunnar,“ segir hann. Aðspurður segir hann að það verði forvitnilegt að sjá hvort hann verði stundvísari vegna þessa. „Það er allavega ljóst að ég mun klæða mig eftir veðri,“ segir hann og hlær. Daníel er 23 ára tölvunarfræðinemi en í vor lauk hann BS gráðu í vélaverkfræði. Hann er ekki ókunnugur því að leysa hin ýmsu vandamál en hann hefur undanfarin tvö ár komið að smíði kappakstursbíls Team Spark. „Þetta er í raun og veru ekkert mál ef maður bara gefur sér tíma í þetta. Hver sem er getur gert þetta í raun,“ segir hann en hann stefnir að því að stofna bloggsíðu og setja ferlið við gerð spegilsins þar inn. „Ég veit ekkert hvenær ég hef tíma í það en það er stefnan. Ef fólk hefur áhuga á að smíða svona apparat getur það pikkað í mig og ég reyni að aðstoða eftir fremsta megni.“ Daníel deildi afrakstrinum á Facebook og viðbrögðin stóðu ekki á sér. „Alltaf þegar fólk spurði hvað ég væri að smíða og ég sagði að þetta væri spegill þá hló það að mér en núna skilur það mig. Félagi minn hringdi til að mynda í mig og sagði að þetta væri með því svalara sem hann hefði séð,“ segir hann. „Þetta er klárlega viðskiptahugmynd en ég hef bara engan tíma til að vera eitthvað brasa í þessu og markaðssetja þetta,“ segir Daníel að lokum. Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
„Ég fékk hugmyndina að þessu á netinu þannig þetta er ekki sá fyrsti í heiminum en sennilega sá fyrsti á landinu,“ segir Daníel Freyr Hjartarson tölvunarfræðinemi í samtali við Vísi. Daníel lauk á dögunum við að smíða spegil sem er ansi sérstakur. Daníel vantaði spegil og ákvað að það væri ekki bara nóg að fara í IKEA og versla slíkan. Þess í stað keypti hann cool-lite gler, sem hann segir að sé í raun nokkuð venjulegt sólgler, og setti það yfir tölvuskjá. Upp á tölvuskjáinn varpar hann hinum ýmsu upplýsingum með lítilli Raspberry Pi tölvu. „Gæjarnir í versluninni göptu þegar ég sagði þeim hvað ég ætlaði að nota glerið í.“Daníel Freyr Hjartarson„Tölvan sækir upplýsingar úr iCalendar hjá mér og síðan uppfærir hún veðrið með hjálp norsku veðurstofunnar,“ segir hann. Aðspurður segir hann að það verði forvitnilegt að sjá hvort hann verði stundvísari vegna þessa. „Það er allavega ljóst að ég mun klæða mig eftir veðri,“ segir hann og hlær. Daníel er 23 ára tölvunarfræðinemi en í vor lauk hann BS gráðu í vélaverkfræði. Hann er ekki ókunnugur því að leysa hin ýmsu vandamál en hann hefur undanfarin tvö ár komið að smíði kappakstursbíls Team Spark. „Þetta er í raun og veru ekkert mál ef maður bara gefur sér tíma í þetta. Hver sem er getur gert þetta í raun,“ segir hann en hann stefnir að því að stofna bloggsíðu og setja ferlið við gerð spegilsins þar inn. „Ég veit ekkert hvenær ég hef tíma í það en það er stefnan. Ef fólk hefur áhuga á að smíða svona apparat getur það pikkað í mig og ég reyni að aðstoða eftir fremsta megni.“ Daníel deildi afrakstrinum á Facebook og viðbrögðin stóðu ekki á sér. „Alltaf þegar fólk spurði hvað ég væri að smíða og ég sagði að þetta væri spegill þá hló það að mér en núna skilur það mig. Félagi minn hringdi til að mynda í mig og sagði að þetta væri með því svalara sem hann hefði séð,“ segir hann. „Þetta er klárlega viðskiptahugmynd en ég hef bara engan tíma til að vera eitthvað brasa í þessu og markaðssetja þetta,“ segir Daníel að lokum.
Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira