Frumkvöðlastarf krefst fórna Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. maí 2015 12:00 Vanderveldt á aðild að stofnun innan Sameinuðu þjóðanna sem ber titilinn Alþjóða frumkvöðlaráðið og vinnur að því að styðja við nýsköpun víða um heim. vísir/gva „Það krefst fórna að vera frumkvöðull. Þú þarft að geta staðið alltaf uppréttur, sama hversu oft þú fellur. Þú þarft að reyna aftur, aftur og aftur alveg þangað þú nærð árangri,“ sagði frumkvöðullinn Ingrid Vanderveldt, stofnandi verkefnisins Empowering a Billion Women by 2020. Verkefninu er ætlað að styðja við bakið á konum í nýsköpun. Vanderveldt var framsögumaður á Startup Iceland-ráðstefnunni sem hófst í Hörpu í gær. Vanderveldt sagði að hún hefði stofnað nokkur fyrirtæki og áður en hún hefði komist á þann stað sem hún er á í dag hefði henni tekist að missa allt sem hún átti. „Það er ákveðinn kafli í lífi mínu þar sem ég var heimilislaus,“ sagði hún. Hún sagði að á þeim tíma hefðu foreldrar hennar viljað fá hana heim til sín. Það hefði þó verið mikið högg fyrir sjálfstraustið að þurfa að gera það og hún hefði því hafnað boði foreldra sinna. „En um leið og ég missti allt, áttaði ég mig líka á því að það er mjög mikilvægt að vera umvafin bjartsýnu fólki sem skilur hvað það er sem þú ert að gera. Og ekki einungis það, heldur að fólkið átti sig á því hvernig það geti hjálpað þér áfram og hvernig þið getið hjálpað hvert öðru,“ sagði Vanderveldt. Í hennar tilfelli átti hún að góðan vin sem var reiðubúinn til að hjálpa henni og hýsa hana þegar hún var á götunni. Hann vildi hjálpa henni að byggja sig upp. Hún sagðist líka hafa sannfært sjálfa sig um það að allar hennar raunir myndu hafa þýðingu fyrir hana í framtíðinni og hún gæti miðlað af reynslu sinni. Vanderveldt sagði að þeir sem ætla að byggja upp eigin feril sem frumkvöðlar þyrftu að hafa þrennt í huga. Í fyrsta lagi yrðu þeir að hafa læriföður/lærimóður; einhvern sem getur leiðbeint. „Og til þess að tryggja sér læriföður sem getur kennt manni og hjálpað manni verði maður að vita hvernig maður sjálfur getur verið til gagns fyrir þann hinn sama. Það sé lykilatriði fyrir frumkvöðla að hugsa ekki bara hvernig einhver geti orðið þeim að gagni heldur líka að hugsa hvernig þeir sjálfir geti orðið öðrum að gagni. Í öðru lagi verði frumkvöðlar bæði að huga að því hvernig þeir geti skapað öðrum mönnum pening og hvernig þeir sjálfir geti grætt pening á uppfinningunni. „Í þriðja lagi er frumkvöðlahugsunin; þið verðið að velta fyrir ykkur hvernig þið getið notað tæknina í ykkar þágu,“ segir hún. Það verði að huga bæði að því hvernig hægt sé að nota tæknina til að hámarka tekjur og til þess að lágmarka kostnaðinn. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
„Það krefst fórna að vera frumkvöðull. Þú þarft að geta staðið alltaf uppréttur, sama hversu oft þú fellur. Þú þarft að reyna aftur, aftur og aftur alveg þangað þú nærð árangri,“ sagði frumkvöðullinn Ingrid Vanderveldt, stofnandi verkefnisins Empowering a Billion Women by 2020. Verkefninu er ætlað að styðja við bakið á konum í nýsköpun. Vanderveldt var framsögumaður á Startup Iceland-ráðstefnunni sem hófst í Hörpu í gær. Vanderveldt sagði að hún hefði stofnað nokkur fyrirtæki og áður en hún hefði komist á þann stað sem hún er á í dag hefði henni tekist að missa allt sem hún átti. „Það er ákveðinn kafli í lífi mínu þar sem ég var heimilislaus,“ sagði hún. Hún sagði að á þeim tíma hefðu foreldrar hennar viljað fá hana heim til sín. Það hefði þó verið mikið högg fyrir sjálfstraustið að þurfa að gera það og hún hefði því hafnað boði foreldra sinna. „En um leið og ég missti allt, áttaði ég mig líka á því að það er mjög mikilvægt að vera umvafin bjartsýnu fólki sem skilur hvað það er sem þú ert að gera. Og ekki einungis það, heldur að fólkið átti sig á því hvernig það geti hjálpað þér áfram og hvernig þið getið hjálpað hvert öðru,“ sagði Vanderveldt. Í hennar tilfelli átti hún að góðan vin sem var reiðubúinn til að hjálpa henni og hýsa hana þegar hún var á götunni. Hann vildi hjálpa henni að byggja sig upp. Hún sagðist líka hafa sannfært sjálfa sig um það að allar hennar raunir myndu hafa þýðingu fyrir hana í framtíðinni og hún gæti miðlað af reynslu sinni. Vanderveldt sagði að þeir sem ætla að byggja upp eigin feril sem frumkvöðlar þyrftu að hafa þrennt í huga. Í fyrsta lagi yrðu þeir að hafa læriföður/lærimóður; einhvern sem getur leiðbeint. „Og til þess að tryggja sér læriföður sem getur kennt manni og hjálpað manni verði maður að vita hvernig maður sjálfur getur verið til gagns fyrir þann hinn sama. Það sé lykilatriði fyrir frumkvöðla að hugsa ekki bara hvernig einhver geti orðið þeim að gagni heldur líka að hugsa hvernig þeir sjálfir geti orðið öðrum að gagni. Í öðru lagi verði frumkvöðlar bæði að huga að því hvernig þeir geti skapað öðrum mönnum pening og hvernig þeir sjálfir geti grætt pening á uppfinningunni. „Í þriðja lagi er frumkvöðlahugsunin; þið verðið að velta fyrir ykkur hvernig þið getið notað tæknina í ykkar þágu,“ segir hún. Það verði að huga bæði að því hvernig hægt sé að nota tæknina til að hámarka tekjur og til þess að lágmarka kostnaðinn.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira