Viðskipti innlent

Helgi Magnússon kaupir í N1 fyrir 109 milljónir króna

ingvar haraldsson skrifar
Helgi Magnússon, varaformaður stjórnar N1.
Helgi Magnússon, varaformaður stjórnar N1. vísir/gva
Hofgarðar, félag í eigu Helga Magnússonar, varaformanns stjórnar N1, keypti fyrr í dag hlut í N1 fyrir 109 milljónir króna samkvæmt tilkynningar til Kauphallar Íslands.

Hofgarðar keyptu 3.000.000 hluta í félaginu á genginu 36,3 krónur. Eftir viðskiptin á félagið 9.726.036 hluta sem eru metnir eru 353 milljónir króna þegar viðskiptin áttu sér stað.

Alls hafa hlutabréf í N1 hækkað um 4,2 prósent í dag en heildarvelta viðskiptanna hefur numið 420 milljónum króna.

Í gær tilkynnti N1 um afkomu sína á fyrsta ársfjórðungi en hagnaður nam 134,6 milljónum króna á ársfjórðungnum samanborið við 77 milljónir árið áður.


Tengdar fréttir

Hagnaður N1 nam 135 milljónum

Hagnaður N1 eftir skatta nam 134,6 milljónum króna samanborið við 77 milljónir árið áður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 269 milljónum króna samanborið við 120 milljónir áður. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri sem félagið birti eftir lokun markaða í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×