Markaðir að opnast fyrir lýsi í Indlandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. júlí 2015 08:00 Um 1,2 milljarðar manna búa í Indlandi. Þar er mikil fátækt en um 400 milljónir manna eru í millistétt eða efri stéttum. Nordicphotos/getty Áhugi Vesturlanda á viðskiptum við Indland er tekinn að aukast, segir Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Nýju-Delí. Hann er á meðal framsögumanna á fundi Íslensk-indverska viðskiptaráðsins, Félags atvinnurekenda og utanríkisráðuneytisins um tækifæri í viðskiptum Íslands og Indlands á morgun. Þórir bendir á að meiri hagvexti sé spáð í Indlandi en í Kína á næstunni. Gert sé ráð fyrir hagvexti undir sjö prósentum á árunum 2015 til 2016 í Kína en á næstu árum sé spáð 7,5 til 8 prósentum í Indlandi. Þórir bendir á að forsætisráðherra Indlands, Narenda Modi, hafi lagt gríðarlega mikla áherslu á að auka erlenda fjárfestingu í landinu. „Hann hefur farið vítt og breitt, til Bandaríkjanna, Kanada, Ástralíu, til Kína, Japans og til Evrópu til að skapa nýja ímynd af Indlandi,“ segir hann.Þórir Ibsen sendiherraÞórir segir að indversk stjórnvöld leggi nú mikla áherslu á að laða að fjárfestingu og vilji byggja upp iðnað í landinu. Nútímavæða borgir og gera þær hátæknivæddar. Endurbyggja orkukerfið hjá sér og auka nýtingu á endurnýjanlegum orkugjöfum. Þórir bendir á að mannfjöldinn í Indlandi sé 1,2 milljarðar. Þótt þar sé mikil fátækt sé líka mikil velmegun hjá hluta þeirra. Til millistétta og efri stétta teljist 400 milljónir manna „Fyrir okkur er athyglisvert að skoða nánar þá atvinnuvegi sem þeir eru að leggja áherslu á,“ segir Þórir. Hann ítrekar að lögð sé áhersla á endurnýjanlega orku. Hún verði aukin um 160 þúsund megavött fyrir árið 2022. „Þeir leggja mesta áherslu á sólarorku, vatnsorku og jarðvarma. Þar er biti fyrir okkur til að sækja fram,“ segir Þórir. Þá sé lögð áhersla á að nútímavæða borgir og styrkja innviði. Þar séu tækifæri fyrir arkitekta, verkfræðistofur og fleiri aðila í byggingaframkvæmdum. Þá sé stafræni markaðurinn að eflast, meðal annars leikjamarkaðurinn. Einnig sé mikil eftirspurn eftir gervilimum og hjálpartækjum. Þá sé fólki að fjölga sem kýs hreinar afurðir. Markaðir séu að opnast fyrir ómega-3 vörur og lýsi. Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Áhugi Vesturlanda á viðskiptum við Indland er tekinn að aukast, segir Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Nýju-Delí. Hann er á meðal framsögumanna á fundi Íslensk-indverska viðskiptaráðsins, Félags atvinnurekenda og utanríkisráðuneytisins um tækifæri í viðskiptum Íslands og Indlands á morgun. Þórir bendir á að meiri hagvexti sé spáð í Indlandi en í Kína á næstunni. Gert sé ráð fyrir hagvexti undir sjö prósentum á árunum 2015 til 2016 í Kína en á næstu árum sé spáð 7,5 til 8 prósentum í Indlandi. Þórir bendir á að forsætisráðherra Indlands, Narenda Modi, hafi lagt gríðarlega mikla áherslu á að auka erlenda fjárfestingu í landinu. „Hann hefur farið vítt og breitt, til Bandaríkjanna, Kanada, Ástralíu, til Kína, Japans og til Evrópu til að skapa nýja ímynd af Indlandi,“ segir hann.Þórir Ibsen sendiherraÞórir segir að indversk stjórnvöld leggi nú mikla áherslu á að laða að fjárfestingu og vilji byggja upp iðnað í landinu. Nútímavæða borgir og gera þær hátæknivæddar. Endurbyggja orkukerfið hjá sér og auka nýtingu á endurnýjanlegum orkugjöfum. Þórir bendir á að mannfjöldinn í Indlandi sé 1,2 milljarðar. Þótt þar sé mikil fátækt sé líka mikil velmegun hjá hluta þeirra. Til millistétta og efri stétta teljist 400 milljónir manna „Fyrir okkur er athyglisvert að skoða nánar þá atvinnuvegi sem þeir eru að leggja áherslu á,“ segir Þórir. Hann ítrekar að lögð sé áhersla á endurnýjanlega orku. Hún verði aukin um 160 þúsund megavött fyrir árið 2022. „Þeir leggja mesta áherslu á sólarorku, vatnsorku og jarðvarma. Þar er biti fyrir okkur til að sækja fram,“ segir Þórir. Þá sé lögð áhersla á að nútímavæða borgir og styrkja innviði. Þar séu tækifæri fyrir arkitekta, verkfræðistofur og fleiri aðila í byggingaframkvæmdum. Þá sé stafræni markaðurinn að eflast, meðal annars leikjamarkaðurinn. Einnig sé mikil eftirspurn eftir gervilimum og hjálpartækjum. Þá sé fólki að fjölga sem kýs hreinar afurðir. Markaðir séu að opnast fyrir ómega-3 vörur og lýsi.
Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira