Markaðir að opnast fyrir lýsi í Indlandi Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. júlí 2015 08:00 Um 1,2 milljarðar manna búa í Indlandi. Þar er mikil fátækt en um 400 milljónir manna eru í millistétt eða efri stéttum. Nordicphotos/getty Áhugi Vesturlanda á viðskiptum við Indland er tekinn að aukast, segir Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Nýju-Delí. Hann er á meðal framsögumanna á fundi Íslensk-indverska viðskiptaráðsins, Félags atvinnurekenda og utanríkisráðuneytisins um tækifæri í viðskiptum Íslands og Indlands á morgun. Þórir bendir á að meiri hagvexti sé spáð í Indlandi en í Kína á næstunni. Gert sé ráð fyrir hagvexti undir sjö prósentum á árunum 2015 til 2016 í Kína en á næstu árum sé spáð 7,5 til 8 prósentum í Indlandi. Þórir bendir á að forsætisráðherra Indlands, Narenda Modi, hafi lagt gríðarlega mikla áherslu á að auka erlenda fjárfestingu í landinu. „Hann hefur farið vítt og breitt, til Bandaríkjanna, Kanada, Ástralíu, til Kína, Japans og til Evrópu til að skapa nýja ímynd af Indlandi,“ segir hann.Þórir Ibsen sendiherraÞórir segir að indversk stjórnvöld leggi nú mikla áherslu á að laða að fjárfestingu og vilji byggja upp iðnað í landinu. Nútímavæða borgir og gera þær hátæknivæddar. Endurbyggja orkukerfið hjá sér og auka nýtingu á endurnýjanlegum orkugjöfum. Þórir bendir á að mannfjöldinn í Indlandi sé 1,2 milljarðar. Þótt þar sé mikil fátækt sé líka mikil velmegun hjá hluta þeirra. Til millistétta og efri stétta teljist 400 milljónir manna „Fyrir okkur er athyglisvert að skoða nánar þá atvinnuvegi sem þeir eru að leggja áherslu á,“ segir Þórir. Hann ítrekar að lögð sé áhersla á endurnýjanlega orku. Hún verði aukin um 160 þúsund megavött fyrir árið 2022. „Þeir leggja mesta áherslu á sólarorku, vatnsorku og jarðvarma. Þar er biti fyrir okkur til að sækja fram,“ segir Þórir. Þá sé lögð áhersla á að nútímavæða borgir og styrkja innviði. Þar séu tækifæri fyrir arkitekta, verkfræðistofur og fleiri aðila í byggingaframkvæmdum. Þá sé stafræni markaðurinn að eflast, meðal annars leikjamarkaðurinn. Einnig sé mikil eftirspurn eftir gervilimum og hjálpartækjum. Þá sé fólki að fjölga sem kýs hreinar afurðir. Markaðir séu að opnast fyrir ómega-3 vörur og lýsi. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Áhugi Vesturlanda á viðskiptum við Indland er tekinn að aukast, segir Þórir Ibsen, sendiherra Íslands í Nýju-Delí. Hann er á meðal framsögumanna á fundi Íslensk-indverska viðskiptaráðsins, Félags atvinnurekenda og utanríkisráðuneytisins um tækifæri í viðskiptum Íslands og Indlands á morgun. Þórir bendir á að meiri hagvexti sé spáð í Indlandi en í Kína á næstunni. Gert sé ráð fyrir hagvexti undir sjö prósentum á árunum 2015 til 2016 í Kína en á næstu árum sé spáð 7,5 til 8 prósentum í Indlandi. Þórir bendir á að forsætisráðherra Indlands, Narenda Modi, hafi lagt gríðarlega mikla áherslu á að auka erlenda fjárfestingu í landinu. „Hann hefur farið vítt og breitt, til Bandaríkjanna, Kanada, Ástralíu, til Kína, Japans og til Evrópu til að skapa nýja ímynd af Indlandi,“ segir hann.Þórir Ibsen sendiherraÞórir segir að indversk stjórnvöld leggi nú mikla áherslu á að laða að fjárfestingu og vilji byggja upp iðnað í landinu. Nútímavæða borgir og gera þær hátæknivæddar. Endurbyggja orkukerfið hjá sér og auka nýtingu á endurnýjanlegum orkugjöfum. Þórir bendir á að mannfjöldinn í Indlandi sé 1,2 milljarðar. Þótt þar sé mikil fátækt sé líka mikil velmegun hjá hluta þeirra. Til millistétta og efri stétta teljist 400 milljónir manna „Fyrir okkur er athyglisvert að skoða nánar þá atvinnuvegi sem þeir eru að leggja áherslu á,“ segir Þórir. Hann ítrekar að lögð sé áhersla á endurnýjanlega orku. Hún verði aukin um 160 þúsund megavött fyrir árið 2022. „Þeir leggja mesta áherslu á sólarorku, vatnsorku og jarðvarma. Þar er biti fyrir okkur til að sækja fram,“ segir Þórir. Þá sé lögð áhersla á að nútímavæða borgir og styrkja innviði. Þar séu tækifæri fyrir arkitekta, verkfræðistofur og fleiri aðila í byggingaframkvæmdum. Þá sé stafræni markaðurinn að eflast, meðal annars leikjamarkaðurinn. Einnig sé mikil eftirspurn eftir gervilimum og hjálpartækjum. Þá sé fólki að fjölga sem kýs hreinar afurðir. Markaðir séu að opnast fyrir ómega-3 vörur og lýsi.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira