Viðskipti innlent

Fjöldi starfsmanna Alvogen og Alvotech á Íslandi verður 140 á næstu mánuðum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Alls má búast við því að um 200-300 ný störf verði til í tengslum við starfsemi Alvogen og Alvotech á Íslandi á næstu árum.
Alls má búast við því að um 200-300 ný störf verði til í tengslum við starfsemi Alvogen og Alvotech á Íslandi á næstu árum. Vísir/Alvotech
Fjöldi starfsmanna Alvogen og Alvotech á Íslandi verða 140 á næstu mánuðum. Líftæknifyrirtækið Alvotech, systurfyrirtæki Alvogen, mun ráða til sín 40 vísindamenn á næstu mánuðum til að vinna við nýtt Hátæknisetur í Vatnsmýrinni til viðbótar við þá 60 sem nú þegar hafa verið ráðnir. Þetta kemur fram í tilkynningu. Alls hafa 100 starfsmenn verið ráðnir til systurfyrirtækjanna á Íslandi frá árinu 2010 þegar Alvogen hóf starfsemi sína hér á landi og verður heildarfjöldi starfsmanna brátt um 140.

Nýir liðsmenn munu vinna undir leiðsögn reynslumikilla stjórnenda Alvotech við uppbyggingu á leiðandi alþjóðlegu líftæknifyrirtæki. Alls má búast við því að um 200-300 ný störf verði til í tengslum við starfsemi systurfyrirtækjanna í Vatnsmýrinni á næstu árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×