Spá 2,4% verðbólgu í lok árs Sæunn Gísladóttir skrifar 19. október 2015 11:17 Íslandsbanki spáir tæplega 0,4% lækkun á matvöru og drykkjum í október. Vísir/GVA Íslandsbanki spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,1% í október frá septembermánuði. Ef spáin gengur eftir helst verðbólga óbreytt í 1,9%. Verðbólga verður því áfram undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Þetta kemur fram í frétt á vef Íslandsbanka.Verðbólguhorfur hafa batnað Bankinn telur að verðbólgan verði rétt innan við verðbólgumarkmið Seðlabankans í árslok. Verðbólguhorfur hafi batnað frá síðustu spá vegna gengisstyrkingar krónu og endurmats bankans á launaþróun á seinni hluta spátímans. Horfur séu á vaxandi verðbólgu í kjölfarið. Verður hún samkvæmt spánni rétt yfir verðbólgumarkmiðinu að jafnaði á næsta ári, en nærri efri mörkum markmiðsins árið 2017. Bankinn telur að verðbólga muni aukast lítillega eftir því sem nær dregur árslokum og skammdegið tekur við. Að stórum hluta er ástæðan sú 0,5% mánaðarlækkun VNV í nóvember í fyrra dettur út úr 12 mánaða mælingu VNV. Einnig munu áfram togast á innlendur kostnaðarþrýstingur annars vegar, og innflutt verðstöðnun eða –hjöðnun vegna styrkingar krónu og lítillar erlendrar verðbólgu hins vegar. Verðbólga 2,4% í lok árs Íslandsbanki gerir ráð fyrir 0,1% hækkun VNV í nóvember og 0,2% hækkun í desember. Samkvæmt þeirri spá mun verðbólga mælast 2,4% í lok árs. Í spánni kemur fram að innlendur verðbólguþrýstingur er umtalsverður þessa dagana. Þar vegur þungt umtalsverð hækkun launa hjá stórum hluta vinnumarkaðarins í nýlegum kjarasamningum, en einnig kemur til viðvarandi hækkun raunverðs íbúðarhúsnæðis og vaxandi framleiðsluspenna á ýmsum sviðum hagkerfisins. Munu þessir þættir þrýsta verðbólgu upp á við. Á móti vegur talsverð hækkun á gengi krónunnar undanfarið og lítill innfluttur verðþrýstingur. Bankinn spáir því að verðbólga muni aukast jafnt og þétt á næsta ári, og gerir ráð fyrir 3,4% verðbólgu í lok ársins 2016 en 3,6% yfir árið 2017. Verðbólga verður samkvæmt spánni rétt undir efri mörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans seinni hluta spátímabilsins. Í októbermælingu VNV eru horfurnar í stórum dráttum þannig að innlendir liðir muni fremur vega til hækkunar, en innfluttir til lækkunar. Af hækkunarliðum í spá bankans vegur þyngst húsnæðisliðurinn, sem áætlað er að muni hækka um rúm 0,4% milli mánaða (0,12% í VNV). Er það að stærstum hluta vegna 0,7% hækkunar á reiknaðri húsaleigu (0,10% í VNV). Flugfargjöld til útlanda hækki um 3,5%Þá er gert ráð fyrir 3,5% hækkun á flugfargjöldum til útlanda, og í heild hafa flugfargjöld áhrif til 0,04% hækkunar VNV í október. Aðrir liðir hafa samanlagt áhrif til 0,02% hækkunar VNV í spá bankans. Á móti vega ýmsir undirliðir VNV til lækkunar hennar í október. Tengjast þeir flestir áhrifum styrkingar krónu síðustu mánuði á innflutningsverð. Þyngst vegur þar tæplega 0,4% lækkun á matvöru og drykkjum (-0,05% í VNV). Bónus tilkynnti nýverið um lækkun á ýmsum innfluttum vöruflokkum og teljur bankinn að sú lækkun, ásamt viðbrögðum samkeppnisaðila við bæði styrkingu krónu og þessu útspili, muni ráða mestu um framangreinda lækkun.Eldsneytisverð lækki um 1% Eldsneytisverð hefur lækkað frá septembermælingu Hagstofunnar, og bendir athugun Íslandsbanka til þess að lækkunin muni nema rúmlega 1% (-0,03% í VNV). Þá áætlar bankinn að verð gistingar muni lækka um 5% í október (-0,02% í VNV) og er þar um árstíðarbundin áhrif að ræða. Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Íslandsbanki spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,1% í október frá septembermánuði. Ef spáin gengur eftir helst verðbólga óbreytt í 1,9%. Verðbólga verður því áfram undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Þetta kemur fram í frétt á vef Íslandsbanka.Verðbólguhorfur hafa batnað Bankinn telur að verðbólgan verði rétt innan við verðbólgumarkmið Seðlabankans í árslok. Verðbólguhorfur hafi batnað frá síðustu spá vegna gengisstyrkingar krónu og endurmats bankans á launaþróun á seinni hluta spátímans. Horfur séu á vaxandi verðbólgu í kjölfarið. Verður hún samkvæmt spánni rétt yfir verðbólgumarkmiðinu að jafnaði á næsta ári, en nærri efri mörkum markmiðsins árið 2017. Bankinn telur að verðbólga muni aukast lítillega eftir því sem nær dregur árslokum og skammdegið tekur við. Að stórum hluta er ástæðan sú 0,5% mánaðarlækkun VNV í nóvember í fyrra dettur út úr 12 mánaða mælingu VNV. Einnig munu áfram togast á innlendur kostnaðarþrýstingur annars vegar, og innflutt verðstöðnun eða –hjöðnun vegna styrkingar krónu og lítillar erlendrar verðbólgu hins vegar. Verðbólga 2,4% í lok árs Íslandsbanki gerir ráð fyrir 0,1% hækkun VNV í nóvember og 0,2% hækkun í desember. Samkvæmt þeirri spá mun verðbólga mælast 2,4% í lok árs. Í spánni kemur fram að innlendur verðbólguþrýstingur er umtalsverður þessa dagana. Þar vegur þungt umtalsverð hækkun launa hjá stórum hluta vinnumarkaðarins í nýlegum kjarasamningum, en einnig kemur til viðvarandi hækkun raunverðs íbúðarhúsnæðis og vaxandi framleiðsluspenna á ýmsum sviðum hagkerfisins. Munu þessir þættir þrýsta verðbólgu upp á við. Á móti vegur talsverð hækkun á gengi krónunnar undanfarið og lítill innfluttur verðþrýstingur. Bankinn spáir því að verðbólga muni aukast jafnt og þétt á næsta ári, og gerir ráð fyrir 3,4% verðbólgu í lok ársins 2016 en 3,6% yfir árið 2017. Verðbólga verður samkvæmt spánni rétt undir efri mörkum verðbólgumarkmiðs Seðlabankans seinni hluta spátímabilsins. Í októbermælingu VNV eru horfurnar í stórum dráttum þannig að innlendir liðir muni fremur vega til hækkunar, en innfluttir til lækkunar. Af hækkunarliðum í spá bankans vegur þyngst húsnæðisliðurinn, sem áætlað er að muni hækka um rúm 0,4% milli mánaða (0,12% í VNV). Er það að stærstum hluta vegna 0,7% hækkunar á reiknaðri húsaleigu (0,10% í VNV). Flugfargjöld til útlanda hækki um 3,5%Þá er gert ráð fyrir 3,5% hækkun á flugfargjöldum til útlanda, og í heild hafa flugfargjöld áhrif til 0,04% hækkunar VNV í október. Aðrir liðir hafa samanlagt áhrif til 0,02% hækkunar VNV í spá bankans. Á móti vega ýmsir undirliðir VNV til lækkunar hennar í október. Tengjast þeir flestir áhrifum styrkingar krónu síðustu mánuði á innflutningsverð. Þyngst vegur þar tæplega 0,4% lækkun á matvöru og drykkjum (-0,05% í VNV). Bónus tilkynnti nýverið um lækkun á ýmsum innfluttum vöruflokkum og teljur bankinn að sú lækkun, ásamt viðbrögðum samkeppnisaðila við bæði styrkingu krónu og þessu útspili, muni ráða mestu um framangreinda lækkun.Eldsneytisverð lækki um 1% Eldsneytisverð hefur lækkað frá septembermælingu Hagstofunnar, og bendir athugun Íslandsbanka til þess að lækkunin muni nema rúmlega 1% (-0,03% í VNV). Þá áætlar bankinn að verð gistingar muni lækka um 5% í október (-0,02% í VNV) og er þar um árstíðarbundin áhrif að ræða.
Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira