Velta Fríhafnarinnar nam 8,6 milljörðum króna í fyrra, samkvæmt ársreikningi sem nýlega var birtur í ársreikningaskrá. Hagnaður ársins nam um 17,4 milljónum króna og eignir nema rétt tæplega 1,6 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall er 49,3 prósent.
Hagnaðurinn er umtalsvert minni í fyrra en hann var árið áður en þá nam hann 73 milljónum króna. Í ársreikningnum kemur fram að nýr húsaleigusamningur við Isavia ohf. tók gildi 1. janúar 2015 og gildir hann til ársloka 2018. Þá er Fríhöfnin einnig með húsaleigusamning vegna Dutyfree Fashion.
Gjaldfærð húsaleiga beggja þessara samninga á árinu 2014 nam rúmlega 2.879 milljónum króna.
Fríhöfnin greiðir 2,9 milljarða í leigu
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn
Viðskipti erlent






Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent


Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa
Viðskipti erlent