Viðskipti innlent

Heiðar Már hættir við gjaldþrotabeiðnina

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Heiðar Már Guðjónsson
Heiðar Már Guðjónsson vísir/anton
Ursus ehf. félag Heiðars Más Guðjónssonar, hefur dregið til baka kröfu sína um að slitameðferð Kaupþings verði lokið með gjaldþrotaskiptum. Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu slitastjórnar Kaupþings.

Fyrirtaka í málinu hafði verið boðuð á miðvikudag í næstu viku en nú er ljóst að ekkert verður af því. Krafa félagsins í búið nam 1,9 milljónum króna og var lögð fram undir lok síðasta mánaðar.

Áður hafði Heiðar Már lagt fram kröfu um gjaldþrotaskipti á slitabúi Glitnis en hann fékk kröfu sína greidda að fullu skömmu áður en málið var tekið fyrir í héraðsdómi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×