Viðskipti innlent

Hálfs milljarðs sala á indverskum mat

Ingvar Haraldsson skrifar
Austurlandahraðlestin rekur fjóra veitingastaði, þar á meðal við Hverfisgötu.
Austurlandahraðlestin rekur fjóra veitingastaði, þar á meðal við Hverfisgötu. Fréttablaðið/GVA
Austur Indíafélagið og Austurlandahraðlestin seldu veitingar fyrir hálfan milljarð króna á síðasta ári. Sala félaganna jókst um 125 milljónir króna milli ára. Rekstrarkostnaður jókst aftur á móti um 97 milljónir króna sem skýrist helst af auknum efnis- og launakostnaði.

Samanlagður hagnaður félaganna nam 24 milljónum króna árið 2014. Viðsnúningur varð á afkomu félaganna sem rekin voru með 6 milljóna króna tapi á síðasta ári. Þá var söluhagnaður af eignum Austur Indíafélagsins bókfræður upp á 16 milljónir króna.

Austurlandahraðlestin rekur fjóra veitingastaði á höfuðborgarsvæðinu og Austur Indíafélagið einn. Guðmundur Karl Björnsson á allt hlutafé Austur Indíafélagsins og 75 prósent í Austurlandahraðlestinni á móti Miroslav Manojlovic sem á 25 prósent hlut.

Eignir félaganna nema 258 milljónum króna, skuldir 194 milljónum króna og eigið fé 64 milljónum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×