Með 11 í forgjöf og hyggst lækka hana Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. júní 2015 12:00 Þorsteinn starfaði hjá Opnum kerfum á árunum 1996-2008, meðal annars sem forstjóri. fréttablaðið/gva Þorsteinn G. Gunnarsson hefur verið ráðinn forstjóri Opinna kerfa frá og með 1. júní. Þorsteinn tekur við starfinu af Gunnari Guðjónssyni, sem gegnt hefur stöðu forstjóra frá árinu 2008. Þorsteinn er rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands og með meistarapróf frá Washington-háskóla. Þorsteinn starfaði há Opnum kerfum frá 1996 til 2008 sem framkvæmdastjóri ráðgjafar- og þjónustusviðs og síðast sem forstjóri. „Félagið er þrjátíu ára í ár og frá upphafi hefur Hewlett Packard verið hornsteinn í rekstri þess. En félagið er líka umboðsaðili fyrir Cisco og fyrir Microsoft og líka fleiri birgja, en þetta eru þeir stærstu,“ segir Þorsteinn um fyrirtækið. Hann segir að fyrirtækið velti fimm milljörðum á ársgrundvelli og sé með um hundrað starfsmenn. Þorsteinn segir að Opin kerfi séu vel staðsett í þeim breytingum sem eru að verða á upplýsingamarkaðnum í dag, þegar vélbúnaðarsala er að breytast og aukin áhersla er lögð á lausnir og þjónustu. Fólk sé í sífellt meira mæli að nýta sér upplýsingatæknina. Til dæmis með tilkomu snjallsíma, á netinu, á samfélagsmiðlum. „Fyrirtæki á markaðnum þurfa að beisla þessa tækni og nota hana. Þar koma félög eins og Opin kerfi að og tækifærin eru að þroskast með markaðnum,“ segir hann. Opin kerfi hafa meiri tekjur af fyrirtækjamarkaði en einstaklingsmarkaði. „Við erum mjög stórir í hýsingu og í gagnaversþjónustu í samstarfi við Verne og erum þar með mjög stóra flotta kúnna eins og BMW, sem er risakúnni og eykur við sig á hverju ári,“ segir Þorsteinn og bætir við að einn af stóru vaxtamöguleikunum séu í gagnaversþjónustunni. Þorsteinn er giftur Herdísi Rafnsdóttur verkfræðingi sem rekur RJ verkfræðinga. Saman eiga þau tvo syni, annan 22 ára og hinn 19 ára. „Helsta áhugamál fjölskyldunnar er golf og er ég mikill áhugamaður um það sjálfur,“ segir Þorsteinn. Hreyfing og útivist er stór þáttur í lífi fjölskyldunnar sem og ferðalög sem tengjast því. Þorsteinn hefur stundað golf í 15-20 ár og uppáhaldsvöllurinn er Grafarholtið og Korpan. „Síðan eru það vellir eins og Urriðavöllur og Leynir á Akranesi,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn er með ellefu í forgjöf. „Það er sæmilegt og fer lækkandi vonandi,“ segir hann og hlær. Fjölskyldan spilar gjarnan golf erlendis og fór meðal annars til Flórída um jólin. „Svo þykir mér gaman að veiða líka,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Þorsteinn G. Gunnarsson hefur verið ráðinn forstjóri Opinna kerfa frá og með 1. júní. Þorsteinn tekur við starfinu af Gunnari Guðjónssyni, sem gegnt hefur stöðu forstjóra frá árinu 2008. Þorsteinn er rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands og með meistarapróf frá Washington-háskóla. Þorsteinn starfaði há Opnum kerfum frá 1996 til 2008 sem framkvæmdastjóri ráðgjafar- og þjónustusviðs og síðast sem forstjóri. „Félagið er þrjátíu ára í ár og frá upphafi hefur Hewlett Packard verið hornsteinn í rekstri þess. En félagið er líka umboðsaðili fyrir Cisco og fyrir Microsoft og líka fleiri birgja, en þetta eru þeir stærstu,“ segir Þorsteinn um fyrirtækið. Hann segir að fyrirtækið velti fimm milljörðum á ársgrundvelli og sé með um hundrað starfsmenn. Þorsteinn segir að Opin kerfi séu vel staðsett í þeim breytingum sem eru að verða á upplýsingamarkaðnum í dag, þegar vélbúnaðarsala er að breytast og aukin áhersla er lögð á lausnir og þjónustu. Fólk sé í sífellt meira mæli að nýta sér upplýsingatæknina. Til dæmis með tilkomu snjallsíma, á netinu, á samfélagsmiðlum. „Fyrirtæki á markaðnum þurfa að beisla þessa tækni og nota hana. Þar koma félög eins og Opin kerfi að og tækifærin eru að þroskast með markaðnum,“ segir hann. Opin kerfi hafa meiri tekjur af fyrirtækjamarkaði en einstaklingsmarkaði. „Við erum mjög stórir í hýsingu og í gagnaversþjónustu í samstarfi við Verne og erum þar með mjög stóra flotta kúnna eins og BMW, sem er risakúnni og eykur við sig á hverju ári,“ segir Þorsteinn og bætir við að einn af stóru vaxtamöguleikunum séu í gagnaversþjónustunni. Þorsteinn er giftur Herdísi Rafnsdóttur verkfræðingi sem rekur RJ verkfræðinga. Saman eiga þau tvo syni, annan 22 ára og hinn 19 ára. „Helsta áhugamál fjölskyldunnar er golf og er ég mikill áhugamaður um það sjálfur,“ segir Þorsteinn. Hreyfing og útivist er stór þáttur í lífi fjölskyldunnar sem og ferðalög sem tengjast því. Þorsteinn hefur stundað golf í 15-20 ár og uppáhaldsvöllurinn er Grafarholtið og Korpan. „Síðan eru það vellir eins og Urriðavöllur og Leynir á Akranesi,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn er með ellefu í forgjöf. „Það er sæmilegt og fer lækkandi vonandi,“ segir hann og hlær. Fjölskyldan spilar gjarnan golf erlendis og fór meðal annars til Flórída um jólin. „Svo þykir mér gaman að veiða líka,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira