Útlendingum fjölgar í hópi veiðimanna Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. júní 2015 10:00 Fyrstu laxarnir voru veiddir í Norðurá síðastliðinn föstudag. Veiðin fór vel af stað. fréttablaðið/gva Laxveiðin í ár fór vel af stað á föstudaginn, á fyrsta degi, í Norðurá, Blöndu og Straumunum í Hvítá. Orri Vigfússon, formaður NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna, segir að veiðin hafi verið mjög upp og niður síðustu tvö árin. Veiðin gekk mjög vel en sumarið í fyrra var eitt það versta í manna minnum. „Menn eru nú að spá því að það verði nokkuð dapurt með tveggja ára fiskinn, stóra fiskinn, en erum með óskhyggju um að það verði mikið í staðinn af smáfiskinum,“ segir hann. Orri er leigutaki í nokkrum ám sjálfur og hefur selt leyfi í Hofsá og Selá í Vopnafirði, Laxá í Aðaldal og Fljótá í Skagafirði. Orri segir að undanfarin ár hafi eftirspurnin eftir veiðileyfum verið að breytast. „Það hefur aðeins dregist saman eftirspurnin eftir laxveiðileyfum hjá Íslendingum, en aukist að sama skapi hjá útlendingum. Það eru fleiri sem vilja koma til Íslands til þess að veiða lax,“ segir hann og bætir við að þau lönd þar sem nokkuð góðir stofnar af laxi eru séu einkum Rússland og Ísland. Orri segir að veiðimenn komi víða að. Langmest frá Bretlandseyjum, en einnig frá Bandaríkjunum, Skandinavíu og Frakklandi. „Eitthvað af Þjóðverjum og Spánverjum og fólki frá Sviss. Ég er með kúnna frá Japan, Ástralíu og Suður-Ameríku,“ segir Orri. Hann segir að kúnnar hans komi hingað til lands gagngert til þess að veiða lax. Veiðifélagið Hreggnasi selur veiðileyfi í Korpu, Svalbarðsá, Brynjudalsá, Laxá í Kjós og víðar. Jón Þór Júlíusson, hjá Hreggnasa, segir útlendinga vera stærstan hluta viðskiptavina veiðifélagsins og giskar á að skiptingin geti verið 80 prósent á móti 20 prósent. „Það er að bætast í, en kannski fylgir þetta bara aukinni komu útlendinga til Íslands. Það eru útlendingar að koma að veiða hérna 1. apríl og þeir eru að hætta 20. október í sjóbirtingsánum þegar þær loka,“ segir Jón Þór. Hann segir að á bestu tímum í ánum, um miðjan júlí og fram í ágúst, komi reglulegu kúnnar gagngert til að veiða. „Þeir eru búnir að taka vini og kunningja með, þeir eru búnir að taka konuna með og kannski oft og þeir eru búnir að taka krakkana með og fara Gullna hringinn. Þessir menn eru kannski að koma 15.-20. árið í röð. Þeir koma bara, fara í veiðitúrinn sinn og fara svo aftur.“ Jón Þór segir að núna sé verið að vinna að því í samvinnu við ferðaþjónustuaðila að bjóða fleirum í veiði og bæta veiðiferðum í ferðaþjónustupakkana. „Menn tala alltaf um veiðileyfi sem svo dýran kost en það er ekkert dýrara að kaupa sér veiðileyfi en að panta sér jeppaferð upp á jökul. Og það er stundum rúmlega helmingi ódýrara að gista í veiðihúsi, fá morgunmat, hádegismat, fimm stjörnu þriggja rétta kvöldmat með nautalund og humar fyrir rétt tæplega 25-30 þúsund kall. Þú færð ekki hótelherbergi í Reykjavík fyrir minna en 40 þúsund með svona þokkalegum standard. Og þá áttu eftir að kaupa þér morgunverð, hádegisverð og kvöldmat,“ segir Jón Þór. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Laxveiðin í ár fór vel af stað á föstudaginn, á fyrsta degi, í Norðurá, Blöndu og Straumunum í Hvítá. Orri Vigfússon, formaður NASF, verndarsjóðs villtra laxastofna, segir að veiðin hafi verið mjög upp og niður síðustu tvö árin. Veiðin gekk mjög vel en sumarið í fyrra var eitt það versta í manna minnum. „Menn eru nú að spá því að það verði nokkuð dapurt með tveggja ára fiskinn, stóra fiskinn, en erum með óskhyggju um að það verði mikið í staðinn af smáfiskinum,“ segir hann. Orri er leigutaki í nokkrum ám sjálfur og hefur selt leyfi í Hofsá og Selá í Vopnafirði, Laxá í Aðaldal og Fljótá í Skagafirði. Orri segir að undanfarin ár hafi eftirspurnin eftir veiðileyfum verið að breytast. „Það hefur aðeins dregist saman eftirspurnin eftir laxveiðileyfum hjá Íslendingum, en aukist að sama skapi hjá útlendingum. Það eru fleiri sem vilja koma til Íslands til þess að veiða lax,“ segir hann og bætir við að þau lönd þar sem nokkuð góðir stofnar af laxi eru séu einkum Rússland og Ísland. Orri segir að veiðimenn komi víða að. Langmest frá Bretlandseyjum, en einnig frá Bandaríkjunum, Skandinavíu og Frakklandi. „Eitthvað af Þjóðverjum og Spánverjum og fólki frá Sviss. Ég er með kúnna frá Japan, Ástralíu og Suður-Ameríku,“ segir Orri. Hann segir að kúnnar hans komi hingað til lands gagngert til þess að veiða lax. Veiðifélagið Hreggnasi selur veiðileyfi í Korpu, Svalbarðsá, Brynjudalsá, Laxá í Kjós og víðar. Jón Þór Júlíusson, hjá Hreggnasa, segir útlendinga vera stærstan hluta viðskiptavina veiðifélagsins og giskar á að skiptingin geti verið 80 prósent á móti 20 prósent. „Það er að bætast í, en kannski fylgir þetta bara aukinni komu útlendinga til Íslands. Það eru útlendingar að koma að veiða hérna 1. apríl og þeir eru að hætta 20. október í sjóbirtingsánum þegar þær loka,“ segir Jón Þór. Hann segir að á bestu tímum í ánum, um miðjan júlí og fram í ágúst, komi reglulegu kúnnar gagngert til að veiða. „Þeir eru búnir að taka vini og kunningja með, þeir eru búnir að taka konuna með og kannski oft og þeir eru búnir að taka krakkana með og fara Gullna hringinn. Þessir menn eru kannski að koma 15.-20. árið í röð. Þeir koma bara, fara í veiðitúrinn sinn og fara svo aftur.“ Jón Þór segir að núna sé verið að vinna að því í samvinnu við ferðaþjónustuaðila að bjóða fleirum í veiði og bæta veiðiferðum í ferðaþjónustupakkana. „Menn tala alltaf um veiðileyfi sem svo dýran kost en það er ekkert dýrara að kaupa sér veiðileyfi en að panta sér jeppaferð upp á jökul. Og það er stundum rúmlega helmingi ódýrara að gista í veiðihúsi, fá morgunmat, hádegismat, fimm stjörnu þriggja rétta kvöldmat með nautalund og humar fyrir rétt tæplega 25-30 þúsund kall. Þú færð ekki hótelherbergi í Reykjavík fyrir minna en 40 þúsund með svona þokkalegum standard. Og þá áttu eftir að kaupa þér morgunverð, hádegisverð og kvöldmat,“ segir Jón Þór.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira