Sterkara en menn bjuggust við 14. maí 2015 12:00 Seðlabankastjóri og aðalhagfræðingur Seðlabankans hafa áhyggjur af því að of miklar launahækkanir ógni stöðugleikanum.f Vísir/Pjetur Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra skuldabréfa hækkaði umtalsvert eftir að yfirlýsing Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands var kynnt í gær. Mest hækkaði krafan á stuttum bréfum. Í yfirlýsingu Peningastefnunefndarinnar segir að þróun kjaraviðræðna að undanförnu og hækkun verðbólguvæntinga, auk vísbendinga um öflugan vöxt eftirspurnar, bendi til þess að aðstæður séu að skapast sem kalli á að hækka þurfi vexti á næsta fundi nefndarinnar í júní. „Þetta er sterkara orðalag en menn höfðu búist við,“ segir Valdimar Ármann, sjóðsstjóri hjá GAMMA. Hann segir orðalag nefndarinnar gefa til kynna að þessar vaxtahækkanir séu nær í tíma en markaðurinn hafði búist við. „Menn höfðu búist við að þeir myndu leyfa blekinu á kjarasamningum að þorna og greina möguleg verðbólguáhrif og taka síðan ákvörðun í framhaldi, leyfa hlutunum aðeins að raungerast,“ segir Valdimar. En miðað við yfirlýsinguna sé styttra í vaxtahækkanir Seðlabankans en menn höfðu búist við og markaðurinn bregðist við því með hærri ávöxtunarkröfu.Smitar út í verðbólguna Valdimar segir að vextir á óverðtryggðum bréfum hafi hækkað mjög mikið undanfarna þrjá mánuði vegna aukinna verðbólguvæntinga. Umræða um kjarasamningana hafi hafist strax í haust og í vetur hafi komið í ljós að kjarasamningarnir yrðu umfram uppgefin markmið Seðlabankans. „Seðlabankinn var búinn að gefa ákveðnar leiðbeiningar um launahækkanir sem samrýmast verðbólgumarkmiði,“ segir Valdimar. Það sé liðinn töluverður tími frá því að í ljós kom að samningar myndu ekki taka mið af þeim leiðbeiningum. „En svo er erfitt að segja hvernig samspil skattalækkana og launahækkana verður. Þetta smitar á ólíkan hátt út í verðbólguna og þess vegna hefði maður haldið að þeir myndu bara bíða eftir því að sjá hvað þeir hafa í hendi áður en þeir byrja að bremsa af eitthvað sem þeir vita ekki hvað verður,“ segir Valdimar. Með skattalækkunum vísar Valdimar í hugmyndir sem hafa verið reifaðar í fjölmiðlum um möguleg útspil stjórnvalda til að liðka fyrir kjarasamningum, til dæmis hækkun persónuafsláttar.Hagkerfið í þenslumörk Valdimar segir að það verði að hafa í huga að á sama tíma og Seðlabankinn spáir miklum launahækkunum spái þeir einnig meiri hagvexti. „Þeir eru að spá 4,5 prósenta hagvexti í ár og framleiðsluspennu strax á þessu ári og góðum bata á vinnumarkaði. Þannig að það spilar saman líka. Þeir eru að sjá að hagkerfið er að fara í þenslumörk strax á þessu ári,“ segir hann. Valdimar segir að þegar horft hafi verið til allra þessara þátta hafi bankanum væntanlega fundist mikilvægt að taka snemma í bremsuna í stað þess að bregðast við eftir á. „En í raun er hægt að segja að yfirlýsingin var harðari en búist var við og vaxtahækkanirnar nær í tíma en skuldabréfamarkaðurinn hafði gert ráð fyrir,“ segir hann. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Ávöxtunarkrafa óverðtryggðra skuldabréfa hækkaði umtalsvert eftir að yfirlýsing Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands var kynnt í gær. Mest hækkaði krafan á stuttum bréfum. Í yfirlýsingu Peningastefnunefndarinnar segir að þróun kjaraviðræðna að undanförnu og hækkun verðbólguvæntinga, auk vísbendinga um öflugan vöxt eftirspurnar, bendi til þess að aðstæður séu að skapast sem kalli á að hækka þurfi vexti á næsta fundi nefndarinnar í júní. „Þetta er sterkara orðalag en menn höfðu búist við,“ segir Valdimar Ármann, sjóðsstjóri hjá GAMMA. Hann segir orðalag nefndarinnar gefa til kynna að þessar vaxtahækkanir séu nær í tíma en markaðurinn hafði búist við. „Menn höfðu búist við að þeir myndu leyfa blekinu á kjarasamningum að þorna og greina möguleg verðbólguáhrif og taka síðan ákvörðun í framhaldi, leyfa hlutunum aðeins að raungerast,“ segir Valdimar. En miðað við yfirlýsinguna sé styttra í vaxtahækkanir Seðlabankans en menn höfðu búist við og markaðurinn bregðist við því með hærri ávöxtunarkröfu.Smitar út í verðbólguna Valdimar segir að vextir á óverðtryggðum bréfum hafi hækkað mjög mikið undanfarna þrjá mánuði vegna aukinna verðbólguvæntinga. Umræða um kjarasamningana hafi hafist strax í haust og í vetur hafi komið í ljós að kjarasamningarnir yrðu umfram uppgefin markmið Seðlabankans. „Seðlabankinn var búinn að gefa ákveðnar leiðbeiningar um launahækkanir sem samrýmast verðbólgumarkmiði,“ segir Valdimar. Það sé liðinn töluverður tími frá því að í ljós kom að samningar myndu ekki taka mið af þeim leiðbeiningum. „En svo er erfitt að segja hvernig samspil skattalækkana og launahækkana verður. Þetta smitar á ólíkan hátt út í verðbólguna og þess vegna hefði maður haldið að þeir myndu bara bíða eftir því að sjá hvað þeir hafa í hendi áður en þeir byrja að bremsa af eitthvað sem þeir vita ekki hvað verður,“ segir Valdimar. Með skattalækkunum vísar Valdimar í hugmyndir sem hafa verið reifaðar í fjölmiðlum um möguleg útspil stjórnvalda til að liðka fyrir kjarasamningum, til dæmis hækkun persónuafsláttar.Hagkerfið í þenslumörk Valdimar segir að það verði að hafa í huga að á sama tíma og Seðlabankinn spáir miklum launahækkunum spái þeir einnig meiri hagvexti. „Þeir eru að spá 4,5 prósenta hagvexti í ár og framleiðsluspennu strax á þessu ári og góðum bata á vinnumarkaði. Þannig að það spilar saman líka. Þeir eru að sjá að hagkerfið er að fara í þenslumörk strax á þessu ári,“ segir hann. Valdimar segir að þegar horft hafi verið til allra þessara þátta hafi bankanum væntanlega fundist mikilvægt að taka snemma í bremsuna í stað þess að bregðast við eftir á. „En í raun er hægt að segja að yfirlýsingin var harðari en búist var við og vaxtahækkanirnar nær í tíma en skuldabréfamarkaðurinn hafði gert ráð fyrir,“ segir hann.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira