Viðskipti innlent

Ríkið geti sparað 2-4 milljarða í innkaupum

Ingvar Haraldsson skrifar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir tækifæri til að nýta sér aukna magn­afslætti.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir tækifæri til að nýta sér aukna magn­afslætti. vísir/gva
Sparnaður ríkisins af breyttri innkaupastefnu gæti orðið 2-4 milljarðar á ári samkvæmt niðurstöðu verkefnastjórnar um bætt innkaup ríkisins. Kaup ríkisins á vöru og þjónustu hafa numið 88 milljörðum króna á ári.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á fundi með forstjórum ríkisstofnana og stjórnsýslufræðingum í gær of mörg dæmi um að sömu hlutirnir væru keyptir innan sama árs hjá mismunandi ríkisstofnunum með tugprósenta verðmun. Bjarni sagði innkaupastjóra ríkisins of marga og skortur væri á heildaryfirsýn í innkaupum ríkisins. Með auknum magninnkaupum þvert á stofnanir ætti að vera hægt að spara umtalsverðar fjárhæðir. Til að mynda ætti að vera hægt að spara fjárhæðir með því að áætla hve marga skrifstofustóla ríkið þurfi fram í tímann og fara fram á að birgjar veiti magn­afslátt í þeim innkaupum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×