Munum þurfa 400 ný herbergi á hverju ári Ingvar Haraldsson skrifar 17. september 2015 08:00 Hótel Húsafell var byggt í vetur. Kostnaður við byggingu hótelsins nam hálfum milljarði króna. vísir/stefán Þörf er á 4-5 milljarða fjárfestingu í byggingu hótela og gistiheimila á ári á landsbyggðinni næstu árin. Þetta er niðurstaða skýrslu Íslenskra verðbréfa um fjárfestingaþörf á landsbyggðinni. Stefán B. Gunnlaugsson, sérfræðingur hjá Íslenskum verðbréfum, dósent við viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri og höfundur skýrslunnar, áætlar að byggja þurfi 300-400 hótelherbergi á ári utan við höfuðborgarsvæðið til að halda í við fjölgun ferðamanna. „Ég held að þessi skýrsla sé frekar varfærin,“ segir Stefán. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 15 prósent á þessu ári og vöxturinn verði svo við langtímameðaltal, 8,3 prósent, næstu árin. Farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll það sem af er þessu ári hefur fjölgað um 23,9 prósent milli ára. Þá býst Icelandair við að ferja 3,5 milljónir farþega á næsta ári sem er 15 prósent fjölgun. Wow air hyggst svo fjölga flugvélum sínum um helming, og fara úr sex í níu. Því gæti fjölgun ferðamanna orðið mun meiri en gert er ráð fyrir í skýrslunni og þar með uppbyggingarþörfin. Stefán býst við að uppbyggingin verði mest í nágrenni við höfuðborgarsvæðið þar sem nýting gistirýma hafi batnað mikið. Á Suðurnesjum hefur nýting gistirýma farið úr 44,5 prósentum árið 2007 í 58,2 prósent árið 2014. Þá hafi nýting gistirýma á Suðurlandi farið úr 30 prósentum árið 2007 í ríflega 40 prósent árið 2014. Þá er búist við því að ferðaþjónustan verði áfram driffjöður í sköpun nýrra starfa hér á landi. Í skýrslunni er því spáð að yfir sjö þúsund ný störf verði til á árunum 2015-2020. Á síðasta ári störfuðu tæplega 17 þúsund manns í ferðaþjónustunni og því muni störfum í atvinnugreininni fjölga um 40 prósent. Þar af megi gera ráð fyrir að ríflega þrjú þúsund störf verði til fyrir utan höfuðborgarsvæðið og Suðurnesin. „Fjölgun starfa á landsbyggðinni, og reyndar líka á höfuðborgarsvæðinu, verður í ferðaþjónustunni. Það er það sem mun fjölga störfum úti á landi. Sjávarútvegurinn mun ekki gera það,“ segir hann. Stefán segir að jákvæðustu áhrifin fyrir vöxt ferðaþjónustunnar hafi verið í Reykjavík. Þar sé straumur ferðamanna jafnastur yfir árið og því séu fleiri heilsársstörf í ferðamennsku þar auk þess sem nýting hótelherbergja sé góð allt árið. Hann segir að æskilegt væri að ferðamannastraumurinn yrði jafnari á landsbyggðinni en það verði erfitt í framkvæmd. „Ég hef ekki trú á því að landsbyggðin muni nokkurn tímann ná sömu jöfnu dreifingu og höfuðborgarsvæðið,“ segir hann. Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Þörf er á 4-5 milljarða fjárfestingu í byggingu hótela og gistiheimila á ári á landsbyggðinni næstu árin. Þetta er niðurstaða skýrslu Íslenskra verðbréfa um fjárfestingaþörf á landsbyggðinni. Stefán B. Gunnlaugsson, sérfræðingur hjá Íslenskum verðbréfum, dósent við viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri og höfundur skýrslunnar, áætlar að byggja þurfi 300-400 hótelherbergi á ári utan við höfuðborgarsvæðið til að halda í við fjölgun ferðamanna. „Ég held að þessi skýrsla sé frekar varfærin,“ segir Stefán. Í skýrslunni er gert ráð fyrir að ferðamönnum fjölgi um 15 prósent á þessu ári og vöxturinn verði svo við langtímameðaltal, 8,3 prósent, næstu árin. Farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll það sem af er þessu ári hefur fjölgað um 23,9 prósent milli ára. Þá býst Icelandair við að ferja 3,5 milljónir farþega á næsta ári sem er 15 prósent fjölgun. Wow air hyggst svo fjölga flugvélum sínum um helming, og fara úr sex í níu. Því gæti fjölgun ferðamanna orðið mun meiri en gert er ráð fyrir í skýrslunni og þar með uppbyggingarþörfin. Stefán býst við að uppbyggingin verði mest í nágrenni við höfuðborgarsvæðið þar sem nýting gistirýma hafi batnað mikið. Á Suðurnesjum hefur nýting gistirýma farið úr 44,5 prósentum árið 2007 í 58,2 prósent árið 2014. Þá hafi nýting gistirýma á Suðurlandi farið úr 30 prósentum árið 2007 í ríflega 40 prósent árið 2014. Þá er búist við því að ferðaþjónustan verði áfram driffjöður í sköpun nýrra starfa hér á landi. Í skýrslunni er því spáð að yfir sjö þúsund ný störf verði til á árunum 2015-2020. Á síðasta ári störfuðu tæplega 17 þúsund manns í ferðaþjónustunni og því muni störfum í atvinnugreininni fjölga um 40 prósent. Þar af megi gera ráð fyrir að ríflega þrjú þúsund störf verði til fyrir utan höfuðborgarsvæðið og Suðurnesin. „Fjölgun starfa á landsbyggðinni, og reyndar líka á höfuðborgarsvæðinu, verður í ferðaþjónustunni. Það er það sem mun fjölga störfum úti á landi. Sjávarútvegurinn mun ekki gera það,“ segir hann. Stefán segir að jákvæðustu áhrifin fyrir vöxt ferðaþjónustunnar hafi verið í Reykjavík. Þar sé straumur ferðamanna jafnastur yfir árið og því séu fleiri heilsársstörf í ferðamennsku þar auk þess sem nýting hótelherbergja sé góð allt árið. Hann segir að æskilegt væri að ferðamannastraumurinn yrði jafnari á landsbyggðinni en það verði erfitt í framkvæmd. „Ég hef ekki trú á því að landsbyggðin muni nokkurn tímann ná sömu jöfnu dreifingu og höfuðborgarsvæðið,“ segir hann.
Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira