Þorsteinn Víglundsson: Allir munu tapa og atvinnutækifæri glatast Sæunn Gísladóttir skrifar 17. september 2015 14:48 Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/SA Við erum að leggja upp í sambærilegan leiðangur og á tíunda áratugnum þar sem laun voru tuttugufölduð en kaupmáttur jókst á tíu árum um innan við eitt prósent. Allir munu tapa, skuldir fólks og fyrirtækja stökkbreytast og atvinnutækifæri glatast. Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í leiðara fréttabréfsins Af vettvangi í september. Í leiðaranum segir Þorsteinn að kjarasamningarnir sem Samtök atvinnulífsins gerðu við helstu stéttarfélög á almennum vinnumarkaði í byrjun júní sl. fólu í sér miklar launahækkanir. En samningarnir voru gerðir til langs tíma og áttu að skapa fyrirtækjum fyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi sínu. Vonast var til að samningarnir skiluðu launafólki auknum kaupmætti en tryggðu áfram stöðugleika í efnahagslífinu. Fyrirtækjunum var ætlað að halda aftur af verðhækkunum þótt ljóst væri að koma myndi til hækkana á ákveðnum sviðum. Síðan hefur gerðardómur um laun háskólamanna og hjúkrunarfræðinga hleypt vinnumarkaðnum í uppnám með úrskurði um launahækkanir langt umfram það sem almennu samningarnir gera ráð fyrir. Launahækkanir sem fólust í samningum kennara eru einnig langt umfram það sem almennt launafólk býr við.Þetta gengur ekki lengurÞorsteinn segir að allir vilja rétta sinn hlut og troðast fram fyrir í röðinni í stað þess að leggja sitt af mörkum til að skapa aðstæður þar sem allir hagnast. Nú sé ekki rétti tíminn til að leita sökudólga en það blasi við að þetta gengur ekki lengur. Jafnframt er ljóst að misræmi í launaþróun einstakra hópa geti ekki orðið grundvöllur að sátt á vinnumarkaði. Hækkanir launa hafi ekki tekið mið af stöðu efnahagslífsins, sveitarfélögin ráða ekki við þær eins og sjá má af afkomu þeirra og ríkið mun ekki gera það heldur.Breyta verður hvernig samið er um kaupÞorsteinn segir þetta undirstrika að breyta verði því hvernig samið er um kaup og kjör á almennum og opinberum vinnumarkaði. Ef við höldum áfram á sömu braut muni það skila fólki og fyrirtækjum minna en engu og skerða lífskjör á Íslandi í stað þess að bæta þau. Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
Við erum að leggja upp í sambærilegan leiðangur og á tíunda áratugnum þar sem laun voru tuttugufölduð en kaupmáttur jókst á tíu árum um innan við eitt prósent. Allir munu tapa, skuldir fólks og fyrirtækja stökkbreytast og atvinnutækifæri glatast. Þetta segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í leiðara fréttabréfsins Af vettvangi í september. Í leiðaranum segir Þorsteinn að kjarasamningarnir sem Samtök atvinnulífsins gerðu við helstu stéttarfélög á almennum vinnumarkaði í byrjun júní sl. fólu í sér miklar launahækkanir. En samningarnir voru gerðir til langs tíma og áttu að skapa fyrirtækjum fyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi sínu. Vonast var til að samningarnir skiluðu launafólki auknum kaupmætti en tryggðu áfram stöðugleika í efnahagslífinu. Fyrirtækjunum var ætlað að halda aftur af verðhækkunum þótt ljóst væri að koma myndi til hækkana á ákveðnum sviðum. Síðan hefur gerðardómur um laun háskólamanna og hjúkrunarfræðinga hleypt vinnumarkaðnum í uppnám með úrskurði um launahækkanir langt umfram það sem almennu samningarnir gera ráð fyrir. Launahækkanir sem fólust í samningum kennara eru einnig langt umfram það sem almennt launafólk býr við.Þetta gengur ekki lengurÞorsteinn segir að allir vilja rétta sinn hlut og troðast fram fyrir í röðinni í stað þess að leggja sitt af mörkum til að skapa aðstæður þar sem allir hagnast. Nú sé ekki rétti tíminn til að leita sökudólga en það blasi við að þetta gengur ekki lengur. Jafnframt er ljóst að misræmi í launaþróun einstakra hópa geti ekki orðið grundvöllur að sátt á vinnumarkaði. Hækkanir launa hafi ekki tekið mið af stöðu efnahagslífsins, sveitarfélögin ráða ekki við þær eins og sjá má af afkomu þeirra og ríkið mun ekki gera það heldur.Breyta verður hvernig samið er um kaupÞorsteinn segir þetta undirstrika að breyta verði því hvernig samið er um kaup og kjör á almennum og opinberum vinnumarkaði. Ef við höldum áfram á sömu braut muni það skila fólki og fyrirtækjum minna en engu og skerða lífskjör á Íslandi í stað þess að bæta þau.
Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira