Lífeyrissjóðir þurfi að vera virkari hluthafar sæunn gísladóttir skrifar 16. september 2015 08:00 Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA og stjórnarformaður Gildis lífeyrissjóðs, hélt opnunarerindið. vísir/gva Lífeyrissjóðirnir þurfa að vera virkari hluthafar og skipunartími stjórnar ætti að vera lengri en eitt ár. Þetta var meðal þess sem kom fram á morgunfundi sem Strategía stóð fyrir á fimmtudaginn í síðustu viku með yfirskriftinni Hver má hvað? Á undanförnum árum hefur átt sér stað mikil vakning um breytta stjórnarhætti og á fundinum ræddi fjöldi sérfræðinga um hlutverk hluthafa, stjórnar og framkvæmdastjóra, og hvað mætti betur fara. Flóki Halldórsson, framkvæmdastjóri Stefnis, telur að stofnanafjárfestar (lífeyrissjóðir, verðbréfasjóðir og tryggingafélög) þurfi að vera virkir hluthafar. Undanfarin ár hafa stofnanafjárfestar komið mikið í stað einstaklinga. Lífeyrissjóðirnir muni verða virkari við stjórnun þeirra fyrirtækja sem þeir fjárfesta í þegar fram sækir. Flóki vék að þeirri hugmynd að hafa tilnefninganefndir, sem síðan var rædd í sófaumræðum á fundinum. Í máli Flóka kom fram að oft er einungis horft á kynjahlutverkið við samsetningu stjórnar. Aðrir mikilvægir þættir eins og þekking sem fyrirtækið vantar og starfsandi verði oft útundan. Þetta leiði til þess að hópurinn geti orðið of einsleitur. Elín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VÍB hjá Íslandsbanka, benti á að skipunartími stjórnar til aðeins eins árs í senn geti gert stjórnarmönnum erfitt fyrir, þar sem lengri tíma þarf fyrir stjórnarmenn til að kynnast rekstri og rekstrarumhverfi félagsins. Stutti skipunartíminn getur leitt til þess að forstjórar og framkvæmdastjórn séu of ráðandi og að stjórn gefist ekki færi á að rýna ákvarðanir forstjóra með virkum hætti. Elín telur nauðsynlegt að heilbrigð togstreita sé á milli forstjóra og stjórnar og að andrúmsloft á stjórnarfundum bjóði upp á að allir stjórnarmenn geti rýnt og gagnrýnt. Við fundarlok var stjórnarseta fyrir og eftir hrun borin saman. Rætt var um aukið regluverk og gagnrýnt var að allur tími stjórnar færi nú í formsatriði og starfsmannastefnur. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, bar saman stjórnarhætti í Noregi og á Íslandi. Hún sagði að ekki væri jafn mikið gagnsæi og ekki jafn djúp upplýsingagjöf í kauphöllinni á Íslandi miðað við það sem er erlendis. Liv sagði einnig að mikilvægt væri að fólk sem ynni hjá samkeppnisaðilum væri ekki saman í stjórn annars fyrirtækis. Ráðstefnunni var slitið með þeim orðum að þörf væri á því halda ráðstefnu að ári um stjórnarhætti í opinbera geiranum. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir þurfa að vera virkari hluthafar og skipunartími stjórnar ætti að vera lengri en eitt ár. Þetta var meðal þess sem kom fram á morgunfundi sem Strategía stóð fyrir á fimmtudaginn í síðustu viku með yfirskriftinni Hver má hvað? Á undanförnum árum hefur átt sér stað mikil vakning um breytta stjórnarhætti og á fundinum ræddi fjöldi sérfræðinga um hlutverk hluthafa, stjórnar og framkvæmdastjóra, og hvað mætti betur fara. Flóki Halldórsson, framkvæmdastjóri Stefnis, telur að stofnanafjárfestar (lífeyrissjóðir, verðbréfasjóðir og tryggingafélög) þurfi að vera virkir hluthafar. Undanfarin ár hafa stofnanafjárfestar komið mikið í stað einstaklinga. Lífeyrissjóðirnir muni verða virkari við stjórnun þeirra fyrirtækja sem þeir fjárfesta í þegar fram sækir. Flóki vék að þeirri hugmynd að hafa tilnefninganefndir, sem síðan var rædd í sófaumræðum á fundinum. Í máli Flóka kom fram að oft er einungis horft á kynjahlutverkið við samsetningu stjórnar. Aðrir mikilvægir þættir eins og þekking sem fyrirtækið vantar og starfsandi verði oft útundan. Þetta leiði til þess að hópurinn geti orðið of einsleitur. Elín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VÍB hjá Íslandsbanka, benti á að skipunartími stjórnar til aðeins eins árs í senn geti gert stjórnarmönnum erfitt fyrir, þar sem lengri tíma þarf fyrir stjórnarmenn til að kynnast rekstri og rekstrarumhverfi félagsins. Stutti skipunartíminn getur leitt til þess að forstjórar og framkvæmdastjórn séu of ráðandi og að stjórn gefist ekki færi á að rýna ákvarðanir forstjóra með virkum hætti. Elín telur nauðsynlegt að heilbrigð togstreita sé á milli forstjóra og stjórnar og að andrúmsloft á stjórnarfundum bjóði upp á að allir stjórnarmenn geti rýnt og gagnrýnt. Við fundarlok var stjórnarseta fyrir og eftir hrun borin saman. Rætt var um aukið regluverk og gagnrýnt var að allur tími stjórnar færi nú í formsatriði og starfsmannastefnur. Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, bar saman stjórnarhætti í Noregi og á Íslandi. Hún sagði að ekki væri jafn mikið gagnsæi og ekki jafn djúp upplýsingagjöf í kauphöllinni á Íslandi miðað við það sem er erlendis. Liv sagði einnig að mikilvægt væri að fólk sem ynni hjá samkeppnisaðilum væri ekki saman í stjórn annars fyrirtækis. Ráðstefnunni var slitið með þeim orðum að þörf væri á því halda ráðstefnu að ári um stjórnarhætti í opinbera geiranum.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira