Íslensk fyrirtæki þurfa að sækja á í kínversku markaðsstarfi jón hákon halldórsson skrifar 16. september 2015 10:00 Fundur Kínverjanna með fulltrúum íslenskra fyrirtækja fór fram á Grand hóteli á föstudag í síðustu viku. Tækifæri Íslendinga til þess að flytja út vörur til Kína eru vaxandi, að mati Ársæls Harðarsonar, formanns Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins. Viðskiptaráðið stóð fyrir stefnumóti íslenskra fyrirtækja og fyrirtækja frá borginni Foshan í Kína á föstudaginn. Þar tóku þátt sautján fyrirtæki frá Kína og um 20 íslensk fyrirtæki. Eins og fram kom í Markaðnum í síðustu viku er rúmt ár liðið frá því að fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína tók gildi. Enn sem komið er hefur útflutningur íslenskra fyrirtækja ekki aukist verulega. „Ég hef alltaf litið svo á að þetta taki sinn tíma og það muni falla hvert vígið á fætur öðru í þessu með tímanum,“ segir Ársæll. „Það er augljóst að það hefur töluvert gerst í innflutningi. En á útflutningshlutanum þurfa fyrirtækin að sækja á. Og samningurinn er þannig að ef það eru hnökrar á honum þá er vilji á báða bóga að laga það. Það þarf svolítið að vinna það mál fyrir mál og það hefur komið upp fullt af málum sem hnökrar eru á og þá þurfa menn að vinna það og það tekur tíma,“ segir Ársæll. Nú þegar Rússlandsmarkaðir lokast fyrir sjávarafurðir telur Ársæll mögulegt að hægt verði að flytja út makríl til Kína. „Við létum þau til dæmis vita í sendinefndinni frá Dalí að það væri tækifæri á Íslandi og það kann að vera að það sé mögulegt. En við verðum líka að átta okkur á því að makríllinn okkar, eins og komið hefur fram í fjölmiðlum, hefur verið sendur á Rússlands- og Nígeríumarkað og það bendir til þess að hann sé kannski ekki í hæsta gæðaflokki fyrir neytendamarkað. Þannig að það getur verið að það séu takmarkanir á því hvar eftirspurnin er. En það er alveg augljóst að það eru tækifæri.“ Ársæll bendir á að Kína sé gífurlegur neyslumarkaður og fari mjög hratt vaxandi. „Þannig að íslensk fyrirtæki eiga tækifæri. Það er ekki spurning,“ segir Ársæll, en bendir þó á að þetta muni velta á öflugu markaðsstarfi. „Menn þurfa að taka vinnuna í sínar hendur og mér sýnist það nú vera það sem er að gerast,“ segir hann. Fyrirtækin sem komu til Íslands í síðustu viku eru frá Foshan-héraði á Kanton-svæðinu, nærri Hong Kong. „Þetta er mjög stórt svæði með mikinn iðnað og þeir eru að fara með 17 fyrirtæki til Evrópu og komu til Þýskalands í sambærilegum erindagjörðum og óskuðu eftir okkar aðstoð til að hitta íslensk fyrirtæki hér.“ Ársæll segir að Íslensk-kínverska viðskiptaráðið hafi fengið töluverðan fjölda af slíkum heimsóknum. „Við höfum gert töluvert af þessu og höfum fengið heimsóknir frá Shenzhen- og Dalian-héraði líka.“ Fyrirtækin eru flest í framleiðslu á vélatækni og því um líku. „Þetta eru gríðarlega stór fyrirtæki og eru framarlega í Kína hvert á sínu sviði. Og sum þeirra eru framarlega á heimsvísu,“ segir Ársæll. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Tækifæri Íslendinga til þess að flytja út vörur til Kína eru vaxandi, að mati Ársæls Harðarsonar, formanns Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins. Viðskiptaráðið stóð fyrir stefnumóti íslenskra fyrirtækja og fyrirtækja frá borginni Foshan í Kína á föstudaginn. Þar tóku þátt sautján fyrirtæki frá Kína og um 20 íslensk fyrirtæki. Eins og fram kom í Markaðnum í síðustu viku er rúmt ár liðið frá því að fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína tók gildi. Enn sem komið er hefur útflutningur íslenskra fyrirtækja ekki aukist verulega. „Ég hef alltaf litið svo á að þetta taki sinn tíma og það muni falla hvert vígið á fætur öðru í þessu með tímanum,“ segir Ársæll. „Það er augljóst að það hefur töluvert gerst í innflutningi. En á útflutningshlutanum þurfa fyrirtækin að sækja á. Og samningurinn er þannig að ef það eru hnökrar á honum þá er vilji á báða bóga að laga það. Það þarf svolítið að vinna það mál fyrir mál og það hefur komið upp fullt af málum sem hnökrar eru á og þá þurfa menn að vinna það og það tekur tíma,“ segir Ársæll. Nú þegar Rússlandsmarkaðir lokast fyrir sjávarafurðir telur Ársæll mögulegt að hægt verði að flytja út makríl til Kína. „Við létum þau til dæmis vita í sendinefndinni frá Dalí að það væri tækifæri á Íslandi og það kann að vera að það sé mögulegt. En við verðum líka að átta okkur á því að makríllinn okkar, eins og komið hefur fram í fjölmiðlum, hefur verið sendur á Rússlands- og Nígeríumarkað og það bendir til þess að hann sé kannski ekki í hæsta gæðaflokki fyrir neytendamarkað. Þannig að það getur verið að það séu takmarkanir á því hvar eftirspurnin er. En það er alveg augljóst að það eru tækifæri.“ Ársæll bendir á að Kína sé gífurlegur neyslumarkaður og fari mjög hratt vaxandi. „Þannig að íslensk fyrirtæki eiga tækifæri. Það er ekki spurning,“ segir Ársæll, en bendir þó á að þetta muni velta á öflugu markaðsstarfi. „Menn þurfa að taka vinnuna í sínar hendur og mér sýnist það nú vera það sem er að gerast,“ segir hann. Fyrirtækin sem komu til Íslands í síðustu viku eru frá Foshan-héraði á Kanton-svæðinu, nærri Hong Kong. „Þetta er mjög stórt svæði með mikinn iðnað og þeir eru að fara með 17 fyrirtæki til Evrópu og komu til Þýskalands í sambærilegum erindagjörðum og óskuðu eftir okkar aðstoð til að hitta íslensk fyrirtæki hér.“ Ársæll segir að Íslensk-kínverska viðskiptaráðið hafi fengið töluverðan fjölda af slíkum heimsóknum. „Við höfum gert töluvert af þessu og höfum fengið heimsóknir frá Shenzhen- og Dalian-héraði líka.“ Fyrirtækin eru flest í framleiðslu á vélatækni og því um líku. „Þetta eru gríðarlega stór fyrirtæki og eru framarlega í Kína hvert á sínu sviði. Og sum þeirra eru framarlega á heimsvísu,“ segir Ársæll.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira