Viðskipti innlent

Tekjur jukust um 116 prósent

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Aðlöguð EBITDA hjá móðurfélagi Actavis jókst um 203 prósent.
Aðlöguð EBITDA hjá móðurfélagi Actavis jókst um 203 prósent. vísir/óli
Hagnaður lyfjafyrirtækisins Allergan (móðurfélags Actavis á Íslandi) fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir (e. adjusted EBITDA) jókst um 203% og var 2,6 milljarðar dala á öðrum ársfjórðungi. Það samsvarar um 350 milljörðum íslenskra króna.

Tekjur á öðrum ársfjórðungi 2015 jukust um 116% í 5,76 milljarða dala (777 milljarða króna), samanborið við 2,67 milljarða dala (360 milljarða króna) á öðrum ársfjórðungi 2014. Ef tekið er tillit til óvenjulegra liða jókst hagnaður á hlut um 29% í 4,41 dal á öðrum ársfjórðungi 2015, samanborið við 3,42 dali á hlut á sama tímabili 2014. Sé ekki tekið tillit til óvenjulegra liða var tap á hlut 0,80 dalir í öðrum ársfjórðungi 2015 samanborið við 0,28 dala hagnað á sama tímabili í fyrra.

Í tilkynningu segir að afkoma félagsins litist af afskriftum, virðisrýrnun rannsóknar- og þróunarkostnaðar, kostnaði vegna fyrirtækjakaupa, starfslokagreiðslum og kostnaði vegna samþættingar fyrirtækisins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×