Bíógestum fjölgaði á landsbyggðinni Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júní 2015 09:09 Á síðasta ári voru starfrækt 15 almenn kvikmyndahús með 41 sýningarsal á níu stöðum á landinu Vísir/Daniel Rúnarsson Aðsókn að kvikmyndahúsum hefur dregist saman um 16 prósent á hálfum áratug. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands sem tekur árlega saman upplýsingar um kvikmyndasýningar og starfsemi kvikmyndahúsa. Þar segir að á síðasta ári nam aðsóknin tæplega 1,38 milljónum gesta samanborið við tæplega 1,65 milljónir gesta árið 2009. Gestir kvikmyndahúsanna hafa ekki verið færri en frá árinu 2005. Aðsókn síðasta árs var um 1,5 lægri en árið á undan, eða ríflega 21 þúsund gestum færri en árið áður. Aðsókn aukist á landsbyggðinniAðsókn síðasta árs jafngildir því að hver landsmaður hafi séð almenna kvikmyndasýningu ríflega fjórum sinnum á árinu. Aðsókn á íbúa í einstökum landshlutum er mest á höfuðborgarsvæði eða 5,5. Í þeim landshlutum þar sem kvikmyndahús voru starfandi á síðasta ári var aðsóknin minnst á íbúa á Vesturlandi og á Norðurlandi vestra, eða innan við ein kvikmyndahúsaferð á íbúa innan landshlutans.Þróun aðsóknar í kvikmyndahús landsinsMYND/HAGSTOFA ÍSLANDSKvikmyndahúsagestum á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 249 þúsund gesti, eða um tæp 18 prósent frá árinu 2009. Öðru gegnir með aðsókn að kvikmyndasýningum utan höfuðborgarsvæðisins, en á síðasta jókst aðsóknin um ríflega 18 þúsund, eftir nær samfelldan samdrátt í aðsókn nokkur undanfarin ár. Andvirði seldra aðgöngumiða á landinu öllu á síðasta ári nam 1.487 milljónum króna samanborið við 1.530 milljónir árið á undan. Hlutdeild innlendra kvikmynda í andvirði greiddra miða nam 12 prósentum og hefur ekki verið hærri. Hlutur innlendra kvikmynda í aðsókn var tíu prósent eða 138 þúsund sýningargestir. Bandarískar kvikmyndir höfðu langsamlega mesta hlutdeild á liðnu ári hvort heldur er miðað við aðsókn eða tekjur af miðasölu, eða 84 prósent og 82 prósent. Á síðasta ári voru starfrækt 15 almenn kvikmyndahús með 41 sýningarsal á níu stöðum á landinu. Sætaframboð var 6.799 og sýningar á viku að meðaltali um 800. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira
Aðsókn að kvikmyndahúsum hefur dregist saman um 16 prósent á hálfum áratug. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands sem tekur árlega saman upplýsingar um kvikmyndasýningar og starfsemi kvikmyndahúsa. Þar segir að á síðasta ári nam aðsóknin tæplega 1,38 milljónum gesta samanborið við tæplega 1,65 milljónir gesta árið 2009. Gestir kvikmyndahúsanna hafa ekki verið færri en frá árinu 2005. Aðsókn síðasta árs var um 1,5 lægri en árið á undan, eða ríflega 21 þúsund gestum færri en árið áður. Aðsókn aukist á landsbyggðinniAðsókn síðasta árs jafngildir því að hver landsmaður hafi séð almenna kvikmyndasýningu ríflega fjórum sinnum á árinu. Aðsókn á íbúa í einstökum landshlutum er mest á höfuðborgarsvæði eða 5,5. Í þeim landshlutum þar sem kvikmyndahús voru starfandi á síðasta ári var aðsóknin minnst á íbúa á Vesturlandi og á Norðurlandi vestra, eða innan við ein kvikmyndahúsaferð á íbúa innan landshlutans.Þróun aðsóknar í kvikmyndahús landsinsMYND/HAGSTOFA ÍSLANDSKvikmyndahúsagestum á höfuðborgarsvæðinu fækkað um 249 þúsund gesti, eða um tæp 18 prósent frá árinu 2009. Öðru gegnir með aðsókn að kvikmyndasýningum utan höfuðborgarsvæðisins, en á síðasta jókst aðsóknin um ríflega 18 þúsund, eftir nær samfelldan samdrátt í aðsókn nokkur undanfarin ár. Andvirði seldra aðgöngumiða á landinu öllu á síðasta ári nam 1.487 milljónum króna samanborið við 1.530 milljónir árið á undan. Hlutdeild innlendra kvikmynda í andvirði greiddra miða nam 12 prósentum og hefur ekki verið hærri. Hlutur innlendra kvikmynda í aðsókn var tíu prósent eða 138 þúsund sýningargestir. Bandarískar kvikmyndir höfðu langsamlega mesta hlutdeild á liðnu ári hvort heldur er miðað við aðsókn eða tekjur af miðasölu, eða 84 prósent og 82 prósent. Á síðasta ári voru starfrækt 15 almenn kvikmyndahús með 41 sýningarsal á níu stöðum á landinu. Sætaframboð var 6.799 og sýningar á viku að meðaltali um 800.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Sjá meira