Fjárfestar kaupa í Alvogen Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. júní 2015 10:30 Róbert Wessman sem verður áfram forstjóri fyrirtækisins segir það mikla viðurkenningu að fá jafn öfluga fjárfestingasjóði til liðs við Alvogen. Vísir/Vilhelm Hluthafahópur, undir forystu alþjóðlegu fjárfestingasjóðanna CVC Capital Partners og Temasek, hefur keypt meirihluta í bandaríska lyfjafyrirtækinu Alvogen. Kaupverðið er ekki gefið upp, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins miðast heildarvirði Alvogen í þessum viðskiptum við 270 milljarða króna. Alþjóðlegar höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Íslandi og Róbert Wessman er forstjóri þess. Hann verður áfram leiðandi hlutahafi. Á Íslandi starfa um 80 manns á vegum Alvogen og það vinnur nú að byggingu nýs Hátækniseturs í Vatnsmýri. Alvogen er í dag starfandi í 35 löndum og hjá fyrirtækinu starfa um 2.300 starfsmenn. Róbert Wessman sem verður áfram forstjóri fyrirtækisins segir það mikla viðurkenningu að fá jafn öfluga fjárfestingasjóði til liðs við Alvogen. „Þeir hafa trú á okkar framtíðarsýn, þ.e. að byggja upp leiðandi fyrirtæki í heiminum á okkar sviði. Þessir sjóðir hafa skuldbundið sig til að styðja við framtíðarvöxt Alvogen með þekkingu sinni og fjármagni,“ segir Róbert. Alvogen hefur ekki gefið út rekstrartekjur sínar en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru tekjur fyrirtækisins yfir 100 milljarðar króna á þessu ári og rekstrarhagnaður um 30 milljarðar króna. Fjárfestingasjóðirnir CVC og Temasek eru í hópi stærstu fjárfestingasjóða í heiminum í dag og nema heildarumsvif þeirra um 290 milljörðum bandaríkjadala eða um 38 þúsund milljörðum íslenskra króna. „Vöxtur fyrirtækisins hefur verið mikill undanfarin sex ár og erlendir fjárfestingasjóðir og önnur lyfjafyrirtæki fylgst náið með Alvogen. Innkoma nýrra hluthafa mun styðja enn frekar við okkar framtíðarsýn og styðja við framtíðarvöxt fyrirtækisins. Þessir sjóðir sjá hversu góðum árangri við höfum náð á skömmum tíma, en það sem ræður þó mestu um þeirra ákvörðun að fjárfesta í Alvogen nú er trú þeirra á lykilstjórnendum félagsins og okkar framtíðarsýn,“ útskýrir Róbert. Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Hluthafahópur, undir forystu alþjóðlegu fjárfestingasjóðanna CVC Capital Partners og Temasek, hefur keypt meirihluta í bandaríska lyfjafyrirtækinu Alvogen. Kaupverðið er ekki gefið upp, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins miðast heildarvirði Alvogen í þessum viðskiptum við 270 milljarða króna. Alþjóðlegar höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Íslandi og Róbert Wessman er forstjóri þess. Hann verður áfram leiðandi hlutahafi. Á Íslandi starfa um 80 manns á vegum Alvogen og það vinnur nú að byggingu nýs Hátækniseturs í Vatnsmýri. Alvogen er í dag starfandi í 35 löndum og hjá fyrirtækinu starfa um 2.300 starfsmenn. Róbert Wessman sem verður áfram forstjóri fyrirtækisins segir það mikla viðurkenningu að fá jafn öfluga fjárfestingasjóði til liðs við Alvogen. „Þeir hafa trú á okkar framtíðarsýn, þ.e. að byggja upp leiðandi fyrirtæki í heiminum á okkar sviði. Þessir sjóðir hafa skuldbundið sig til að styðja við framtíðarvöxt Alvogen með þekkingu sinni og fjármagni,“ segir Róbert. Alvogen hefur ekki gefið út rekstrartekjur sínar en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru tekjur fyrirtækisins yfir 100 milljarðar króna á þessu ári og rekstrarhagnaður um 30 milljarðar króna. Fjárfestingasjóðirnir CVC og Temasek eru í hópi stærstu fjárfestingasjóða í heiminum í dag og nema heildarumsvif þeirra um 290 milljörðum bandaríkjadala eða um 38 þúsund milljörðum íslenskra króna. „Vöxtur fyrirtækisins hefur verið mikill undanfarin sex ár og erlendir fjárfestingasjóðir og önnur lyfjafyrirtæki fylgst náið með Alvogen. Innkoma nýrra hluthafa mun styðja enn frekar við okkar framtíðarsýn og styðja við framtíðarvöxt fyrirtækisins. Þessir sjóðir sjá hversu góðum árangri við höfum náð á skömmum tíma, en það sem ræður þó mestu um þeirra ákvörðun að fjárfesta í Alvogen nú er trú þeirra á lykilstjórnendum félagsins og okkar framtíðarsýn,“ útskýrir Róbert.
Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira