Virði Icelandair Group margfaldast jón hákon halldórsson skrifar 9. apríl 2015 07:30 Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group „Það er mikið talað um það hvort við séum komin á endimörk stækkunar. Hvort við getum haldið áfram að vaxa svona og svarið er já. Það getum við gert,“ sagði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, á Kauphallardögum Arion banka í gær. Björgólfur sagði að Icelandair Group væri með tiltölulega lítið hlutfall af markaðnum sem ferðast milli Evrópu og Ameríku. „Og við höfum töluverð tækifæri í að ná stærri köku þar,“ sagði hann. Gjörbylting hefur orðið á rekstri Icelandair Group frá árinu 2010. Það sést kannski best á því að rekstrartekjur félagsins hafa aukist um 65 prósent, farið úr 92 milljörðum króna (673 milljónum dala) í 152 milljarða króna (1.113 milljónir dala). EBITDA hefur aukist um 50 prósent á sama tíma, farið úr 14,1 milljarði króna (103 milljónum dollara) í 21 milljarð króna (154 milljónir dollara). Auknar tekjur fyrirtækisins, segir Björgólfur mega einkum rekja til vaxtar í flutningum. Leiga á vélum hefði snarminnkað á þessum sama tíma. Björgólfur sagði að virði félagsins á þessum tíma hefði aukist um rúm 500 prósent, en það var tæpir 108 milljarðar króna í gær. Að sögn Björgólfs hefur Icelandair fjölgað áfangastöðum verulega á undanförnum árum. Þeir voru 27 árið 2010 en verða 39 í ár. Aukin umsvif á árinu 2015 megi aftur á móti að mestu leyti rekja til aukins framboðs á þá staði sem félagið hefur verið að fljúga til. Björgólfur segir að Icelandair sé lykillinn að stækkun móðurfélagsins Icelandair Group en fleiri þættir hafi gengið vel. „Við höfum aldrei séð slíka nýtingu á hótelherbergjum hjá okkur í rekstri,“ segir Björgólfur. Nýting á hótelum hafi farið úr 52 prósentum árið 2011 í 75 prósent á fyrsta ársfjórðungi nú. „Þetta skiptir alveg gríðarlegu máli fyrir afkomu þessarar starfsemi. Það er afskaplega mikilvægt að ná að nýta allt árið. Það er það sem við höfum verið að vinna í sem er lykilatriði til þess að bæta afkomuna,“ segir Björgólfur. Hann getur þess að rekstur Flugfélags Íslands hafi aftur á móti verið erfiður í vetur. Farþegum hafi fækkað. „Við skrifum það töluvert mikið á veðurfarið. Það er búið að vera hreint með ólíkindum hvað við höfum þurft að fella niður mikið af ferðum, bæði innanlands og til Grænlands,“ segir Björgólfur. Hann býst við því að sjá breytingar þar á næstu misserum. Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
„Það er mikið talað um það hvort við séum komin á endimörk stækkunar. Hvort við getum haldið áfram að vaxa svona og svarið er já. Það getum við gert,“ sagði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, á Kauphallardögum Arion banka í gær. Björgólfur sagði að Icelandair Group væri með tiltölulega lítið hlutfall af markaðnum sem ferðast milli Evrópu og Ameríku. „Og við höfum töluverð tækifæri í að ná stærri köku þar,“ sagði hann. Gjörbylting hefur orðið á rekstri Icelandair Group frá árinu 2010. Það sést kannski best á því að rekstrartekjur félagsins hafa aukist um 65 prósent, farið úr 92 milljörðum króna (673 milljónum dala) í 152 milljarða króna (1.113 milljónir dala). EBITDA hefur aukist um 50 prósent á sama tíma, farið úr 14,1 milljarði króna (103 milljónum dollara) í 21 milljarð króna (154 milljónir dollara). Auknar tekjur fyrirtækisins, segir Björgólfur mega einkum rekja til vaxtar í flutningum. Leiga á vélum hefði snarminnkað á þessum sama tíma. Björgólfur sagði að virði félagsins á þessum tíma hefði aukist um rúm 500 prósent, en það var tæpir 108 milljarðar króna í gær. Að sögn Björgólfs hefur Icelandair fjölgað áfangastöðum verulega á undanförnum árum. Þeir voru 27 árið 2010 en verða 39 í ár. Aukin umsvif á árinu 2015 megi aftur á móti að mestu leyti rekja til aukins framboðs á þá staði sem félagið hefur verið að fljúga til. Björgólfur segir að Icelandair sé lykillinn að stækkun móðurfélagsins Icelandair Group en fleiri þættir hafi gengið vel. „Við höfum aldrei séð slíka nýtingu á hótelherbergjum hjá okkur í rekstri,“ segir Björgólfur. Nýting á hótelum hafi farið úr 52 prósentum árið 2011 í 75 prósent á fyrsta ársfjórðungi nú. „Þetta skiptir alveg gríðarlegu máli fyrir afkomu þessarar starfsemi. Það er afskaplega mikilvægt að ná að nýta allt árið. Það er það sem við höfum verið að vinna í sem er lykilatriði til þess að bæta afkomuna,“ segir Björgólfur. Hann getur þess að rekstur Flugfélags Íslands hafi aftur á móti verið erfiður í vetur. Farþegum hafi fækkað. „Við skrifum það töluvert mikið á veðurfarið. Það er búið að vera hreint með ólíkindum hvað við höfum þurft að fella niður mikið af ferðum, bæði innanlands og til Grænlands,“ segir Björgólfur. Hann býst við því að sjá breytingar þar á næstu misserum.
Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira