Rekstur Reykjavíkurborgar neikvæður um 2,4 milljarða Sæunn Gísladóttir skrifar 26. nóvember 2015 15:54 Rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar er 8,7 milljörðum lakari en gert var ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Vísir/GVA Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A og B hluta, var neikvæð um 2,4 milljarða króna á fyrsti níu mánuðum ársins .Áætlun gerði hins vegar ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 6,3 milljarða. Rekstrarniðurstaðan er því 8,7 milljörðum lakari en gert var ráð fyrir. Helstu ástæður neikvæðs reksturs má meðal annars rekja til minni hagnaðar Orkuveitu Reykjavíkur vegna gjaldfærslu gangvirðisbreytinga innbyggðra afleiða í raforkusamningum vegna lækkandi álvers og hins vegar til lakari afkomu A hluta heldur en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um tæplega 6 milljarða sem er 7,7 milljörðum lakari niðurstaða en gert var ráð fyrir. Í lok tímabilsins námu heildareignir samstæðunnar 515 milljörðum króna, heildarskuldir ásamt skuldbindingum námu 299 milljörðum króna og eigið fé nam 216 milljörðum króna, þar af nam hlutdeild meðeigenda 11,9 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar er 42 prósent en var 43,1 prósent um síðustu áramót. Lakari rekstrarniðurstaða A-hluta sem nam 8,8 milljörðum króna, skýrist að langstærstum hluta af gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga að fjárhæð 10 milljarða króna, eða 8,3 milljörðum króna umfram áætlun. Björn Blöndal segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. Vísir/Pjetur Niðurstaðan kemur ekki á óvartBjörn Blöndal, formaður borgarráðs, segir niðurstöðuna ekki koma sér á óvart. „Afkoman er í sjálfu sér að batna miðað við sex mánaða uppgjörið, það er í sjálfu sér jákvætt. Það sem er auðvitað að setja samstöðuna í neikvæða afkomu eru hlutir sem eru tengdir álverði og öðru hjá Orkuveitunni og svo lífeyrisskuldbindinginn. Mínusinn er um átta milljarða en gjaldfærslan á lífeyrisskuldbindingum er tíu miljarða. Þannig að það má segja að það sé ákveðið jafnvægi í sjálfum rekstrinum miðað við allt. En þessi lífeyrisskuldbinding er að slá okkur illa," segir Björn og bætir við að mikilvægt sé að fólk átti sig á því að þetta sé reiknuð stærð. Björn segir að launahækkanir hafi haft áhrif á reksturinn. „Launaliðurinn hefur hækkað mikið. Það var búið að áætla fyrir honum að stóru leyti. En auðvitað eru launahækkanirnar orðnar mjög miklar og við erum ekki komnir með tekjur til að vega á móti þessari hækkun." „Það er ljóst að þetta ár verður erfitt og stefnir í að útkoman verði ekki góð. En við erum búin að setja upp mjög markvissa aðgerðaráætlun til að herða tökin á rekstrinum," segir Björn. Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A og B hluta, var neikvæð um 2,4 milljarða króna á fyrsti níu mánuðum ársins .Áætlun gerði hins vegar ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu um 6,3 milljarða. Rekstrarniðurstaðan er því 8,7 milljörðum lakari en gert var ráð fyrir. Helstu ástæður neikvæðs reksturs má meðal annars rekja til minni hagnaðar Orkuveitu Reykjavíkur vegna gjaldfærslu gangvirðisbreytinga innbyggðra afleiða í raforkusamningum vegna lækkandi álvers og hins vegar til lakari afkomu A hluta heldur en áætlun gerði ráð fyrir. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð um tæplega 6 milljarða sem er 7,7 milljörðum lakari niðurstaða en gert var ráð fyrir. Í lok tímabilsins námu heildareignir samstæðunnar 515 milljörðum króna, heildarskuldir ásamt skuldbindingum námu 299 milljörðum króna og eigið fé nam 216 milljörðum króna, þar af nam hlutdeild meðeigenda 11,9 milljörðum króna. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar er 42 prósent en var 43,1 prósent um síðustu áramót. Lakari rekstrarniðurstaða A-hluta sem nam 8,8 milljörðum króna, skýrist að langstærstum hluta af gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga að fjárhæð 10 milljarða króna, eða 8,3 milljörðum króna umfram áætlun. Björn Blöndal segir niðurstöðuna ekki hafa komið sér á óvart. Vísir/Pjetur Niðurstaðan kemur ekki á óvartBjörn Blöndal, formaður borgarráðs, segir niðurstöðuna ekki koma sér á óvart. „Afkoman er í sjálfu sér að batna miðað við sex mánaða uppgjörið, það er í sjálfu sér jákvætt. Það sem er auðvitað að setja samstöðuna í neikvæða afkomu eru hlutir sem eru tengdir álverði og öðru hjá Orkuveitunni og svo lífeyrisskuldbindinginn. Mínusinn er um átta milljarða en gjaldfærslan á lífeyrisskuldbindingum er tíu miljarða. Þannig að það má segja að það sé ákveðið jafnvægi í sjálfum rekstrinum miðað við allt. En þessi lífeyrisskuldbinding er að slá okkur illa," segir Björn og bætir við að mikilvægt sé að fólk átti sig á því að þetta sé reiknuð stærð. Björn segir að launahækkanir hafi haft áhrif á reksturinn. „Launaliðurinn hefur hækkað mikið. Það var búið að áætla fyrir honum að stóru leyti. En auðvitað eru launahækkanirnar orðnar mjög miklar og við erum ekki komnir með tekjur til að vega á móti þessari hækkun." „Það er ljóst að þetta ár verður erfitt og stefnir í að útkoman verði ekki góð. En við erum búin að setja upp mjög markvissa aðgerðaráætlun til að herða tökin á rekstrinum," segir Björn.
Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira