Paris Saint Germain hélt sigurgöngu sinni í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta áfram með átta marka sigri, 35-27, á Chambéry á heimavelli í kvöld.
PSG hefur unnið alla fimm leiki sína og situr á toppi deildarinnar með 10 stig, tveimur stigum á undan Montpellier, Saint Raphael og Cesson Rennes sem raða sér í næstu sæti.
Mikkel Hansen fór fyrir liði PSG í kvöld og skoraði 14 mörk úr aðeins 15 skotum. Hansen skoraði fimm mörk úr sex skotum utan af velli og nýtti öll níu vítaköst sín.
Frönsku landsliðsmennirnir Luc Abalo og Xavier Barachet skoruðu fimm mörk hvor fyrir PSG en Róbert Gunnarsson komst ekki á blað.
Hansen með 14 mörk í enn einum sigri PSG
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið





Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag
Íslenski boltinn


Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“
Íslenski boltinn


Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn
