Viðskipti innlent

Bein útsending: Breytt umhverfi fjölmiðla

Tinni Sveinsson skrifar
Búast má við líflegum umræðum um breytt rekstrarumhverfi fjölmiðla.
Búast má við líflegum umræðum um breytt rekstrarumhverfi fjölmiðla.
VÍB efnir til fundar um þær breytingar sem orðið hafa á rekstri fjölmiðla hér á landi.

Fundurinn fer fram í Norðurljósasal Hörpu. Hann hefst klukkan 8.45 og stendur til klukkan 10. Hægt er að horfa á beina útsendingu frá fundinum í spilaranum hér fyrir neðan.

Neytendur nálgast nú fréttir með öðrum hætti en áður og því hafa fjölmiðlar þurft að leita nýrra leiða við að fjármagna rekstur sinn, segir í tilkynningu um fundinn. 

Framsögu um nýtt rekstrarumhverfi fjölmiðla heldur Jökull Sólberg Auðunsson, vörustjóri QuizUp.

Að framsögu lokinni taka við pallborðsumræður. Þátttakendur í henni eru Magnús Halldórsson, blaðamaður á Kjarnanum, Ingólfur Bjarni Sigfússon, vef- og nýmiðlastjóri RÚV, Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir, ritstjóri Blæs, og Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365.

Umræðum stýrir Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka.

Uppfært klukkan 13. Upptakan er nú aðgengileg í spilaranum hér fyrir neðan.

Breytt umhverfi fjölmiðla from Íslandsbanki on Vimeo.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá umræðu um fundinn sem fer fram á Twitter undir merkinu #VIBfundur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×