Matvara og flugmiðar munu hækka í desember Sæunn Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2015 16:02 Greining Íslandsbanka spáir því að fatnaður, matvara og flugfargjöld. Í jólamánuðinum munu matvara og flugmiðar hækka í verði að mati greiningar Íslandsbanka. Báðir þessir liðir hafa haft árstíðabundna tilhneigingu til hækkunar í þessum mánuði. Greiningin gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,2 prósent í desember. Greiningin spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni lækka um 0,2% í nóvember frá októbermánuði. Þrátt fyrir lækkunina mun verðbólga aukast úr 1,8% í 2,1% gangi spáin eftir, enda lækkaði VNV um 0,5% í nóvember 2014. Verðbólga verður þó miðað við spána áfram undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Í greiningunni segir að verðbólguhorfur til skemmri tíma hafi batnað nokkuð frá síðustu spá, en til meðallangs tíma séu horfurnar lítið breyttar. Talið er að verðbólgan verði nokkuð undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í árslok. Horfur eru á að verðbólga aukist þegar líður á næsta ár. Verður hún samkvæmt spánni rétt við verðbólgumarkmið að jafnaði á næsta ári, en nærri efri mörkum markmiðsins árið 2017.Flugfargjöld og fatnaður lækka í nóvemberSpáin um 0,2% lækkun VNV í nóvember felur í sér umtalsverða breytingu frá bráðabirgðaspá (0,1% hækkun). Breytingin felst að stærstum hluta í fjórum liðum: fötum og skóm, ferða- og flutningalið, mat og drykk, og húsnæði. Fyrrnefndu þrír liðirnir eru einnig helstu áhrifaþættir í þeirri lækkun sem spáð er. Flugfargjöld eru þyngsti einstaki áhrifaþátturinn til lækkunar í spánni að þessu sinni. Þessi liður muni vega til 0,14% lækkunar VNV í nóvember. Árstíðaráhrif eru sterk í þessum lið, og auk þess gætu sterkari króna, lægra eldsneytisverð og aukin samkeppni haft áhrif. Í spánni kemur einnig fram að fata- og skóliður VNV muni lækka um ríflega 2% í nóvember, sem hefur áhrif til 0,10% lækkunar vísitölunnar. Húsnæðisliður VNV hefur hins vegar einna mest áhrif til hækkunar hennar í nóvemberspánni. Alls eru áhrifin til 0,08% hækkunar. Þar af er gert ráð fyrir 0,4% hækkun á reiknaðri húsaleigu (0,06% í VNV) og svipaðri hækkun á greiddri húsaleigu (0,02% í VNV). Aðrir liðir vega minna og eru samanlögð áhrif þeirra á VNV óveruleg í spánni. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Í jólamánuðinum munu matvara og flugmiðar hækka í verði að mati greiningar Íslandsbanka. Báðir þessir liðir hafa haft árstíðabundna tilhneigingu til hækkunar í þessum mánuði. Greiningin gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,2 prósent í desember. Greiningin spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni lækka um 0,2% í nóvember frá októbermánuði. Þrátt fyrir lækkunina mun verðbólga aukast úr 1,8% í 2,1% gangi spáin eftir, enda lækkaði VNV um 0,5% í nóvember 2014. Verðbólga verður þó miðað við spána áfram undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands. Í greiningunni segir að verðbólguhorfur til skemmri tíma hafi batnað nokkuð frá síðustu spá, en til meðallangs tíma séu horfurnar lítið breyttar. Talið er að verðbólgan verði nokkuð undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í árslok. Horfur eru á að verðbólga aukist þegar líður á næsta ár. Verður hún samkvæmt spánni rétt við verðbólgumarkmið að jafnaði á næsta ári, en nærri efri mörkum markmiðsins árið 2017.Flugfargjöld og fatnaður lækka í nóvemberSpáin um 0,2% lækkun VNV í nóvember felur í sér umtalsverða breytingu frá bráðabirgðaspá (0,1% hækkun). Breytingin felst að stærstum hluta í fjórum liðum: fötum og skóm, ferða- og flutningalið, mat og drykk, og húsnæði. Fyrrnefndu þrír liðirnir eru einnig helstu áhrifaþættir í þeirri lækkun sem spáð er. Flugfargjöld eru þyngsti einstaki áhrifaþátturinn til lækkunar í spánni að þessu sinni. Þessi liður muni vega til 0,14% lækkunar VNV í nóvember. Árstíðaráhrif eru sterk í þessum lið, og auk þess gætu sterkari króna, lægra eldsneytisverð og aukin samkeppni haft áhrif. Í spánni kemur einnig fram að fata- og skóliður VNV muni lækka um ríflega 2% í nóvember, sem hefur áhrif til 0,10% lækkunar vísitölunnar. Húsnæðisliður VNV hefur hins vegar einna mest áhrif til hækkunar hennar í nóvemberspánni. Alls eru áhrifin til 0,08% hækkunar. Þar af er gert ráð fyrir 0,4% hækkun á reiknaðri húsaleigu (0,06% í VNV) og svipaðri hækkun á greiddri húsaleigu (0,02% í VNV). Aðrir liðir vega minna og eru samanlögð áhrif þeirra á VNV óveruleg í spánni.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira