Eigendur Art Medica tóku 265 milljónir í arð sæunn gísladóttir skrifar 16. desember 2015 07:00 Art Medica er eina stöðin sem sinnir tæknifrjóvgunum hér á landi. vísir/getty Fyrirtækið IVF Iceland, sem rekur Art Medica, einu stöðina sem sinnir tæknifrjóvgunum hér á landi, hagnaðist um 56,3 milljónir á síðasta ári. Hagnaðurinn dróst saman milli ára, en hann nam 82,8 milljónum árið 2013. Greiddur var út arður upp á 265 milljónir króna árið 2014, samanborið við 44 milljónir árið 2013. Eignir námu 120 milljónum króna í árslok 2014, samanborið við 304,8 milljónir árið 2013. Rekstrartekjur á árinu 2014 námu 60,4 milljónum króna, og lækkuðu um 33 milljónir króna milli ára. Skuldir í árslok námu 57 milljónum króna, samanborið við 33 milljónir króna árið 2013. Eigið fé nam tæpum 63 milljónum króna, samanborið við 271,7 milljónir króna í árslok 2013. Hlutafé félagsins í árslok nam 6,6 milljónum króna. Hluthafar voru tveir í árslok 2014, þeir Guðmundur Arason og Þórður Óskarsson. Gjaldskrárhækkanir urðu hjá fyrirtækinu í september síðastliðnum. Þá hækkaði glasameðferð um 37 þúsund krónur, úr 376 þúsund krónum í 413 þúsund krónur. Greint var frá því að mikil óánægja væri með hækkanirnar. Valborg Rut Geirsdóttir ritaði pistil þar sem hún gagnrýndi hækkanirnar. Hún benti á að Art Medica væri eina fyrirtæki sinnar tegundar á landinu og gæti því fólk ekki leitað annað nema þá erlendis. Í pistlinum sagðist hún vita af mörgum sem ekki hefðu efni á því að eignast börn þar sem læknisaðstoðin kostaði allt of mikið. Valborg gagnrýndi að hækkanirnar væru að eiga sér stað í ljósi þess að samkvæmt ársreikningi frá árinu 2013 ætti fyrirtækið 271 milljón króna í eigið fé og að eigendurnir tveir greiddu sér 44 milljóna króna í arð það ár. Greint var frá því í síðustu viku að sænska fyrirtækið IVF Sverige hafi keypt Art Medica og muni leggja niður starfsemina og opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík í febrúar á næsta ári. Ný deild sem mun heita IVF klíníkin Reykjavík verður rekin í samstarfi við fæðingar- og kvensjúkdómalæknana Snorra Einarsson og Ingunni Jónsdóttur, sem hafa bæði lært fagið og starfað við það í Svíþjóð, og Steinunni Þorsteinsdóttur lífeindafræðing. Tengdar fréttir Svíar í tæknifrjóvgun á Íslandi Sænska fyrirtækið IVF Sverige ætlar að opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík. 3. desember 2015 16:08 Gagnrýnir gjaldskrárhækkanir Art Medica Síðustu mánuði hefur Valborg unnið að því að eignast barn en hún segist safna hverri einustu krónu til að eiga fyrir glasameðferð. 11. september 2015 21:41 Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Fyrirtækið IVF Iceland, sem rekur Art Medica, einu stöðina sem sinnir tæknifrjóvgunum hér á landi, hagnaðist um 56,3 milljónir á síðasta ári. Hagnaðurinn dróst saman milli ára, en hann nam 82,8 milljónum árið 2013. Greiddur var út arður upp á 265 milljónir króna árið 2014, samanborið við 44 milljónir árið 2013. Eignir námu 120 milljónum króna í árslok 2014, samanborið við 304,8 milljónir árið 2013. Rekstrartekjur á árinu 2014 námu 60,4 milljónum króna, og lækkuðu um 33 milljónir króna milli ára. Skuldir í árslok námu 57 milljónum króna, samanborið við 33 milljónir króna árið 2013. Eigið fé nam tæpum 63 milljónum króna, samanborið við 271,7 milljónir króna í árslok 2013. Hlutafé félagsins í árslok nam 6,6 milljónum króna. Hluthafar voru tveir í árslok 2014, þeir Guðmundur Arason og Þórður Óskarsson. Gjaldskrárhækkanir urðu hjá fyrirtækinu í september síðastliðnum. Þá hækkaði glasameðferð um 37 þúsund krónur, úr 376 þúsund krónum í 413 þúsund krónur. Greint var frá því að mikil óánægja væri með hækkanirnar. Valborg Rut Geirsdóttir ritaði pistil þar sem hún gagnrýndi hækkanirnar. Hún benti á að Art Medica væri eina fyrirtæki sinnar tegundar á landinu og gæti því fólk ekki leitað annað nema þá erlendis. Í pistlinum sagðist hún vita af mörgum sem ekki hefðu efni á því að eignast börn þar sem læknisaðstoðin kostaði allt of mikið. Valborg gagnrýndi að hækkanirnar væru að eiga sér stað í ljósi þess að samkvæmt ársreikningi frá árinu 2013 ætti fyrirtækið 271 milljón króna í eigið fé og að eigendurnir tveir greiddu sér 44 milljóna króna í arð það ár. Greint var frá því í síðustu viku að sænska fyrirtækið IVF Sverige hafi keypt Art Medica og muni leggja niður starfsemina og opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík í febrúar á næsta ári. Ný deild sem mun heita IVF klíníkin Reykjavík verður rekin í samstarfi við fæðingar- og kvensjúkdómalæknana Snorra Einarsson og Ingunni Jónsdóttur, sem hafa bæði lært fagið og starfað við það í Svíþjóð, og Steinunni Þorsteinsdóttur lífeindafræðing.
Tengdar fréttir Svíar í tæknifrjóvgun á Íslandi Sænska fyrirtækið IVF Sverige ætlar að opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík. 3. desember 2015 16:08 Gagnrýnir gjaldskrárhækkanir Art Medica Síðustu mánuði hefur Valborg unnið að því að eignast barn en hún segist safna hverri einustu krónu til að eiga fyrir glasameðferð. 11. september 2015 21:41 Mest lesið „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Svíar í tæknifrjóvgun á Íslandi Sænska fyrirtækið IVF Sverige ætlar að opna nýja tæknifrjóvgunardeild í Reykjavík. 3. desember 2015 16:08
Gagnrýnir gjaldskrárhækkanir Art Medica Síðustu mánuði hefur Valborg unnið að því að eignast barn en hún segist safna hverri einustu krónu til að eiga fyrir glasameðferð. 11. september 2015 21:41