Glamour

Er Mondler í alvöru par?

Ritstjórn skrifar
Sögusagnir þess efnis að Coutney Cox og Matthew Perry, sem léku Monicu og Chandler í Friends, séu par í alvörunni hafa farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla í dag.

Cox og Perry hafa alltaf verið góðir vinir, alveg frá því að þættirnir hættu og hafa haldið sambandi. En eftir að Cox hætti með Snow Patrol meðlimnum Johnny McDaid fyrr á árinu, hafa þau hist æ oftar.

Ef marka má heimildamann Star var Perry með þeim fyrstu til að frétta af skilnaðinum og segir hann að Perry hafi boðið Cox heim til sín í spjall.

Ef þetta er satt, þá þurfum við sko enga jólagjöf í ár.


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.