Körfubolti

Dagur Kár með sinn besta leik í bandaríska háskólaboltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagur Kár Jónsson.
Dagur Kár Jónsson. Vísir/Ernir

Dagur Kár Jónsson átti flottan leik þegar St. Francis vann sjö stiga sigur á Lafayette, 69-62, í bandaríska háskólakörfuboltanum.

Dagur Kár skoraði 15 stig á 28 mínútum í leiknum en hann skoraði meðal annars þrjár þriggja stiga körfur.

Þetta var nýtt persónulegt met hjá Degi en hann skoraði 12 stig í fyrsta leiknum sínum með St. Francis frá Brooklyn.

Dagur var næststigahæstur hjá St. Francis liðinu en hann skoraði 8 af 15 stigum og 2 af 3 þristum sínum í seinni hálfleiknum sem St. Francis vann með átta stigum, 40-32, eftir að hafa verið undir í hálfleik.

Dagur er ekki eini íslenski leikmaðurinn í liðinu því Gunnar Ólafsson er á sínu öðru ári í skólanum. Gunnar var með 6 stig á 29 mínútum en hann er byrjunarliðsmaður hjá liðinu.

Dagur Kár hefur nú spilað sjö leiki á sínu fyrsta tímabili í bandaríska háskólaboltanum og er með 8,3 stig, 2,4 fráköst og 1,7 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Gunnar er með 3,9 stig og 2,0 fráköst að meðaltali á sjö leikjum sínum á tímabilinu.

Dagur Kár Jónsson kemur úr Stjörnunni og hefur verið í stóru hlutverki hjá meistaraflokki félagsins undanfarin ár. Hann var sem dæmi með 17,6 stig og 3,6 stoðsendingar að meðaltali í Domino´s deildinni á síðasta tímabili.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.