Aldrei spurður út í söluna á hlutabréfunum í Exista og Kaupþingi tæpri viku fyrir fall bankans Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2015 20:47 Halldór Bjarkar Lúðvígsson. vísir/gva Halldór Bjarkar Lúðvígsson, fyrrverandi viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings, hefur aldrei verið spurður af sérstökum saksóknara út í sölu sína á hlutabréfum í Kaupþingi og Exista þann 3. október 2008 en það var seinasti dagurinn sem viðskipti voru með bréfin á markaði. Tæpri viku síðar tók Fjármálaeftirlitið Kaupþing yfir. Þetta kom fram í Héraðsdómi Reykajvíkur í dag þegar Halldór Bjarkar bar vitni í CLN-máli sérstaks saksóknara gegn þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni bankans, og Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg.Hreiðar sakaði Halldór um innherjasvikÍ gær úrskurðaði Hæstiréttur að verjendur í málinu skyldu fá afhenta tölvupósta sem sérstakur saksóknari lagði hald á við rannsókn málsins en voru ekki lögð fram sem gögn í málinu. Er að finna í þeim gögnum tölvupósta frá Halldóri Bjarkari þar sem hann óskar eftir heimild til að selja bréfin, fær hana og þau eru seld. Hreiðar Már gerði þessi viðskipti Halldórs að umtalsefni þegar hann gaf skýrslu á mánudag og sakaði hann um innherjasvik. Halldór hafi verið viðskiptastjóri í stærsta banka landsins og auk þess viðskiptastjóri Exista. Hann hefði því búið yfir meiri upplýsingum um félögin en aðrir fjárfestar á markaði. Samt hefði hann ekki verið ákærður fyrir söluna á hlutabréfunum. Ýjaði Hreiðar svo að því að Halldór Bjarkar hefði samið sig frá ákæru með því að bera vitni gegn honum.„Dylgjur og aðdróttanir“Öllu þessu hafnaði Halldór Bjarkar alfarið þegar Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más, spurði hann út í hlutabréfasöluna og hvort að hann hefði einhvern tímann verið spurður út í hana af embætti sérstaks saksóknara. „Nú hef ég ítrekað þurft að sitja undir dylgjum og aðdróttunum af hálfu Hreiðars og af hálfu þinni...“ sagði Halldór Bjarkar en Hörður greip fram í fyrir honum og sagðist aðeins vera að spyrja um það hvort hann hefði verið spurður út í viðskiptin af sérstökum saksóknara. Svaraði Halldór því neitandi.Enginn samningur við sérstakanHann svaraði svo játandi þegar Hörður spurði hvort hann hefði séð bréf Hreiðars Más til embættis sérstaks saksóknara sem hann sendi árið 2011 en í því er vakin athygli á sölu Halldórs Bjarkars á hlutabréfunum. Halldór þvertók síðan fyrir það að hafa samið sig frá því að vera saksóttur en hann var ekki aðeins lykilvitni í CLN-málinu heldur einnig Al Thani-málinu. Í lögum um sérstakan saksóknara er veitt heimild til að semja um sakaruppgjöf við menn sem búa yfir mikilvægum upplýsingum. „Það hefur aldrei nokkurn tímann komið til tals á milli mín og embættis sérstaks saksóknara að samið yrði við mig um að sleppa við ákæru í einhverjum málum. Þvert á móti hefur það ítrekað komið fram hjá sérstökum saksóknara að enginn slíkur samningur var gerður við mig. Þannig að þetta er bara partur af þeim dylgjum sem ég hef þurft að sitja undir af ykkar hálfu í gegnum allt þetta ferli,“ sagði Halldór Bjarkar. Tengdar fréttir „Ég held að þetta þoli ekkert óskaplega mikið dagsljós“ Lögfræðingi hjá Kaupþingi í Lúxemborg leist ekkert á lánveitingar bankans til eignalítilla eignarhaldsfélaga í byrjun ágúst 2008 og taldi viðskiptin sem þær tengdust ekki "eðlilegan bankabusiness.“ 8. desember 2015 20:15 Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 „Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir þjóðnýtingu Glitnis hafa verið skelfilega ákvörðun sem varð þess valdandi að Kaupþing féll 10 dögum síðar. 7. desember 2015 16:35 Halldór Bjarkar um Hreiðar Má: „Mér datt ekki í hug að hann myndi hlaupast svona undan ábyrgð“ Lykilvitni ákæruvaldsins í CLN-málinu bar vitni í héraðsdómi í dag. 9. desember 2015 18:58 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Halldór Bjarkar Lúðvígsson, fyrrverandi viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings, hefur aldrei verið spurður af sérstökum saksóknara út í sölu sína á hlutabréfum í Kaupþingi og Exista þann 3. október 2008 en það var seinasti dagurinn sem viðskipti voru með bréfin á markaði. Tæpri viku síðar tók Fjármálaeftirlitið Kaupþing yfir. Þetta kom fram í Héraðsdómi Reykajvíkur í dag þegar Halldór Bjarkar bar vitni í CLN-máli sérstaks saksóknara gegn þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni bankans, og Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg.Hreiðar sakaði Halldór um innherjasvikÍ gær úrskurðaði Hæstiréttur að verjendur í málinu skyldu fá afhenta tölvupósta sem sérstakur saksóknari lagði hald á við rannsókn málsins en voru ekki lögð fram sem gögn í málinu. Er að finna í þeim gögnum tölvupósta frá Halldóri Bjarkari þar sem hann óskar eftir heimild til að selja bréfin, fær hana og þau eru seld. Hreiðar Már gerði þessi viðskipti Halldórs að umtalsefni þegar hann gaf skýrslu á mánudag og sakaði hann um innherjasvik. Halldór hafi verið viðskiptastjóri í stærsta banka landsins og auk þess viðskiptastjóri Exista. Hann hefði því búið yfir meiri upplýsingum um félögin en aðrir fjárfestar á markaði. Samt hefði hann ekki verið ákærður fyrir söluna á hlutabréfunum. Ýjaði Hreiðar svo að því að Halldór Bjarkar hefði samið sig frá ákæru með því að bera vitni gegn honum.„Dylgjur og aðdróttanir“Öllu þessu hafnaði Halldór Bjarkar alfarið þegar Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más, spurði hann út í hlutabréfasöluna og hvort að hann hefði einhvern tímann verið spurður út í hana af embætti sérstaks saksóknara. „Nú hef ég ítrekað þurft að sitja undir dylgjum og aðdróttunum af hálfu Hreiðars og af hálfu þinni...“ sagði Halldór Bjarkar en Hörður greip fram í fyrir honum og sagðist aðeins vera að spyrja um það hvort hann hefði verið spurður út í viðskiptin af sérstökum saksóknara. Svaraði Halldór því neitandi.Enginn samningur við sérstakanHann svaraði svo játandi þegar Hörður spurði hvort hann hefði séð bréf Hreiðars Más til embættis sérstaks saksóknara sem hann sendi árið 2011 en í því er vakin athygli á sölu Halldórs Bjarkars á hlutabréfunum. Halldór þvertók síðan fyrir það að hafa samið sig frá því að vera saksóttur en hann var ekki aðeins lykilvitni í CLN-málinu heldur einnig Al Thani-málinu. Í lögum um sérstakan saksóknara er veitt heimild til að semja um sakaruppgjöf við menn sem búa yfir mikilvægum upplýsingum. „Það hefur aldrei nokkurn tímann komið til tals á milli mín og embættis sérstaks saksóknara að samið yrði við mig um að sleppa við ákæru í einhverjum málum. Þvert á móti hefur það ítrekað komið fram hjá sérstökum saksóknara að enginn slíkur samningur var gerður við mig. Þannig að þetta er bara partur af þeim dylgjum sem ég hef þurft að sitja undir af ykkar hálfu í gegnum allt þetta ferli,“ sagði Halldór Bjarkar.
Tengdar fréttir „Ég held að þetta þoli ekkert óskaplega mikið dagsljós“ Lögfræðingi hjá Kaupþingi í Lúxemborg leist ekkert á lánveitingar bankans til eignalítilla eignarhaldsfélaga í byrjun ágúst 2008 og taldi viðskiptin sem þær tengdust ekki "eðlilegan bankabusiness.“ 8. desember 2015 20:15 Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 „Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir þjóðnýtingu Glitnis hafa verið skelfilega ákvörðun sem varð þess valdandi að Kaupþing féll 10 dögum síðar. 7. desember 2015 16:35 Halldór Bjarkar um Hreiðar Má: „Mér datt ekki í hug að hann myndi hlaupast svona undan ábyrgð“ Lykilvitni ákæruvaldsins í CLN-málinu bar vitni í héraðsdómi í dag. 9. desember 2015 18:58 Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
„Ég held að þetta þoli ekkert óskaplega mikið dagsljós“ Lögfræðingi hjá Kaupþingi í Lúxemborg leist ekkert á lánveitingar bankans til eignalítilla eignarhaldsfélaga í byrjun ágúst 2008 og taldi viðskiptin sem þær tengdust ekki "eðlilegan bankabusiness.“ 8. desember 2015 20:15
Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49
Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20
„Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir þjóðnýtingu Glitnis hafa verið skelfilega ákvörðun sem varð þess valdandi að Kaupþing féll 10 dögum síðar. 7. desember 2015 16:35
Halldór Bjarkar um Hreiðar Má: „Mér datt ekki í hug að hann myndi hlaupast svona undan ábyrgð“ Lykilvitni ákæruvaldsins í CLN-málinu bar vitni í héraðsdómi í dag. 9. desember 2015 18:58
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun