Tvöfalt fleiri farþegar á þremur árum Sæunn Gísladóttir skrifar 26. nóvember 2015 07:00 Gert er ráð fyrir að samtals 4,9 milljónir farþega fari um Keflavíkurflugvöll árið 2015. vísir/vilhelm Samkvæmt farþegaspá Isavia mun farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll fjölga um 28,4 prósent á næsta ári og þeir verða 6,25 milljónir. Ef spárnar standast mun farþegafjöldi hafa nær tvöfaldast á þremur árum, en árið 2013 fóru 3,2 milljónir farþega um flugvöllinn. Ef ný spá fyrir nóvember og desember stenst munu samtals 4,9 milljónir fara um flugvöllinn árið 2015. Þetta kom fram á fundi Isavia í gær. Ráðist verður í framkvæmdir fyrir rúma átta milljarða á flugvellinum á næsta ári. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar telur að talan mætti vera hærri. Í farþegaspánni er gert ráð fyrir um 10 prósent fleiri íslenskum ferðamönnum árið 2016 en árið 2015. Gangi spáin eftir mun heildarfjöldi íslenskra farþega verða um 495 þúsund. Þá mun ferðamet frá árinu 2007 verða slegið. Fjöldi flugfélaga sem fljúga til flugvallarins hefur fimmfaldast á áratug. Sumarið 2005 voru fimm flugfélög í áætlunarflugi til Keflavíkurflugvallar, en sumarið 2016 munu 25 flugfélög fljúga á völlinn.vísir/vilhelmFjöldi heilsársflugfélaga hefur einnig þrefaldast, úr þremur í níu. Sökum anna er markvisst unnið að því að dreifa flugfélögunum betur yfir árið og tíma dags. Flugfélög sem bjóða nýja leið í heilsársflugi til Íslands fá til að mynda 50 til 100 prósenta afslátt af lendingar- og brottfarargjöldum fyrstu þrjú árin. Til að bregðast við fjölgun farþega verður ráðist í miklar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að fyrsti áfanginn og sá stærsti af Masterplani fyrirtækisins sem á að vera tilbúinn 2021 eða 2022 sé áætlaður á 70 til 90 milljarða króna. Fjárfesting í flugstöðinni á næsta ári nemur 8,5 milljörðum króna.Grímur SæmundsenGrímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í erindi sínu á fundinum að menn hefðu verið að horfa til þess að talan þyrfti að vera hærri, í ljósi þeirra krafna sem fram undan væru. Breyta þurfi því hvernig horft sé á framlög til Isavia. „Ég tel að það þurfi að hækka þessi framlög og horfa svo heildstætt á þetta, að það sé ekki alltaf tengt fjárlögum hvers árs hvað gert verður. Ég tel að ríkissjóður þurfi að vera reiðubúinn til að horfast í augu við það hvað þetta er mikil fjárþörf,“ sagði Grímur. Fram kom að erfiðleikar hafa verið með ráðningar og líklegt að þeir haldi áfram er farþegum fjölgar. „Það hafa allir rekstraraðilar á Keflavíkurflugvelli fundið fyrir því. Það er búið að ráða svo marga starfsmenn undanfarið og atvinnuleysi á Reykjanesinu hefur hríðminnkað. Það hefur verið mjög jákvætt vandamál þarna á ferðinni. Það hefur stundum verið erfitt að fá fólk, og fyrirtækin þarna eru hreinlega að keppast um starfsfólkið,“ segir Guðni Sigurðsson. Því er verið að vinna í sjálfvirknivæðingu flugvallarins til að bæta afköst starfsmanna. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Samkvæmt farþegaspá Isavia mun farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll fjölga um 28,4 prósent á næsta ári og þeir verða 6,25 milljónir. Ef spárnar standast mun farþegafjöldi hafa nær tvöfaldast á þremur árum, en árið 2013 fóru 3,2 milljónir farþega um flugvöllinn. Ef ný spá fyrir nóvember og desember stenst munu samtals 4,9 milljónir fara um flugvöllinn árið 2015. Þetta kom fram á fundi Isavia í gær. Ráðist verður í framkvæmdir fyrir rúma átta milljarða á flugvellinum á næsta ári. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar telur að talan mætti vera hærri. Í farþegaspánni er gert ráð fyrir um 10 prósent fleiri íslenskum ferðamönnum árið 2016 en árið 2015. Gangi spáin eftir mun heildarfjöldi íslenskra farþega verða um 495 þúsund. Þá mun ferðamet frá árinu 2007 verða slegið. Fjöldi flugfélaga sem fljúga til flugvallarins hefur fimmfaldast á áratug. Sumarið 2005 voru fimm flugfélög í áætlunarflugi til Keflavíkurflugvallar, en sumarið 2016 munu 25 flugfélög fljúga á völlinn.vísir/vilhelmFjöldi heilsársflugfélaga hefur einnig þrefaldast, úr þremur í níu. Sökum anna er markvisst unnið að því að dreifa flugfélögunum betur yfir árið og tíma dags. Flugfélög sem bjóða nýja leið í heilsársflugi til Íslands fá til að mynda 50 til 100 prósenta afslátt af lendingar- og brottfarargjöldum fyrstu þrjú árin. Til að bregðast við fjölgun farþega verður ráðist í miklar framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að fyrsti áfanginn og sá stærsti af Masterplani fyrirtækisins sem á að vera tilbúinn 2021 eða 2022 sé áætlaður á 70 til 90 milljarða króna. Fjárfesting í flugstöðinni á næsta ári nemur 8,5 milljörðum króna.Grímur SæmundsenGrímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í erindi sínu á fundinum að menn hefðu verið að horfa til þess að talan þyrfti að vera hærri, í ljósi þeirra krafna sem fram undan væru. Breyta þurfi því hvernig horft sé á framlög til Isavia. „Ég tel að það þurfi að hækka þessi framlög og horfa svo heildstætt á þetta, að það sé ekki alltaf tengt fjárlögum hvers árs hvað gert verður. Ég tel að ríkissjóður þurfi að vera reiðubúinn til að horfast í augu við það hvað þetta er mikil fjárþörf,“ sagði Grímur. Fram kom að erfiðleikar hafa verið með ráðningar og líklegt að þeir haldi áfram er farþegum fjölgar. „Það hafa allir rekstraraðilar á Keflavíkurflugvelli fundið fyrir því. Það er búið að ráða svo marga starfsmenn undanfarið og atvinnuleysi á Reykjanesinu hefur hríðminnkað. Það hefur verið mjög jákvætt vandamál þarna á ferðinni. Það hefur stundum verið erfitt að fá fólk, og fyrirtækin þarna eru hreinlega að keppast um starfsfólkið,“ segir Guðni Sigurðsson. Því er verið að vinna í sjálfvirknivæðingu flugvallarins til að bæta afköst starfsmanna.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira