Berglind, sem útskrifaðist úr LHÍ 2014, er ekki fyrsti íslendingurinn sem fær umfjöllun á ítalska Vogue, en myndbandið hennar er að finna undir flokknum New Talents á síðunni.
Myndirnar tók Saga Sig, um förðun og hár sá Flóra Karítas og þeim til aðstoðar var Arlena Armstrong.
Berglind var að vonum ánægð með umfjöllunina, en þessa dagana undirbýr hún flutninga til Mílanó þar sem hún hyggur á frekara nám.


