Viðskipti innlent

Kostnaður við tengingu Thorsil um 2,5 milljarðar

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Forstjóri Landsnets og framkvæmdastjóri Thorsil undirrita samninginn.
Forstjóri Landsnets og framkvæmdastjóri Thorsil undirrita samninginn. Mynd/Landsnet
Forstjóri Landsnets undirritaði í gær samkomulag um raforkuflutninga fyrir kísilver Thorsil í Helguvík. Áætlaður kostnaður tengingar Thorsil við meginflutningskerfi Landsnets og stækkunar tengivirkisins Stakks í Helguvík er áætlaður um 2,5 milljarðar króna.

Gert er ráð fyrir að rekstur kísilversins hefjist í byrjun árs 2018 og og framkvæmdum Landsnets ljúki í desember 2017.

Samkvæmt samkomulaginu mun Landsnet tryggja orkuflutninga til kísilversins með því að leggja 132 kílóvolta jarðstreng á milli Fitja og Stakks og með stækkun tengivirkisins. „Þessi framkvæmd eykur afhendingaröryggi til viðskiptavina okkar í Helguvík,“ er haft eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets, í fréttatilkynningu í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×