Aftur á upphafsreit Óli Kristján Ármannsson skrifar 21. október 2015 07:00 Fari svo að ríkið eignist Íslandsbanka að fullu, líkt og tillaga kröfuhafa bankans gerir ráð fyrir, minnir staðan um margt á ástandið áður en lagt var upp í söluferli bankanna sumarið 2001. Þá hétu bankar ríkisins Landsbanki og Búnaðarbanki (í stað Íslandsbanka nú). Tryggja þarf að hönduglegar takist til en í síðustu atrennu að einkavæðingu ríkisbanka hér á landi. Meðal þess sem skoða þarf á þeirri vegferð er af hverju kröfuhöfum Íslandsbanka hugnast ekki að eiga í honum 95 prósenta hlut. Gæti verið að þar séu á ferðinni sömu ástæður og hamla hér erlendri fjárfestingu og áttu sinn hlut í því að í fyrri atrennu að einkavæðingu tókst ekki að finna erlendan kjölfestufjárfesti til að kaupa hlut í gömlu ríkisbönkunum? Í marslok 2009 kynnti finnski bankasérfræðingurinn Kaarlo Jännäri skýrslu sína um íslenskt fjármálaeftirlit. Í skýrslunni fjallaði hann um bakgrunn og aðdraganda hruns fjármálakerfisins hér, þar á meðal upphafið að fallinu, einkavæðingu bankanna. Jännäri sagði bagalegt að í því ferli hafi verið horfið frá fyrirætlunum um dreifða eignaraðild og pólitík látin ráða för. Um leið sagði Jännäri í skýrslu sinni að smæð landsins, sveiflukennt og lokað hagkerfi með krónu sem gjaldmiðil, hafi fælt erlenda banka frá. Í þessum efnum hefur ekkert breyst. Raunar hefur aðdráttarafl landsins fyrir erlenda fjárfesta minnkað enn vegna gjaldeyrishaftanna. Hafi sala bankanna á sínum tíma eitthvað kennt okkur þá er það að flas er ekki til fagnaðar þegar kemur að einkavæðingu fjármálafyrirtækja og að helmingaskiptareglur gamalla valdaflokka eru ólíklegar til að verða til farsældar fái þær að ráða för. Þess vegna er áhyggjuefni að innlendir fjárfestar undirbúi tilboð í hlut ríkisins í bönkunum nú. Sömu rök gilda nefnilega og áður um að ákjósanlegt sé að fá erlent eignarhald að íslensku bönkunum og þá um leið gjaldeyri til að greiða niður erlend lán ríkisins. Bankarnir eru hins vegar eftir sem áður ágætiseign og skila eigendum sínum ríkulegum arði. Fari svo að ríkið eignist bankana tvo þá liggur ekkert á að losa um þá eign. Nær væri að búa svo um hnúta í íslensku efnahagsumhverfi að sala þeirra skili sem mestu, svo sem með fullri aðlögun íslensks fjármálakerfis að því evrópska, bæði hvað varðar regluverk og gjaldmiðil. Í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins, aðfaranótt þriðjudags, um breytta tillögu hóps kröfuhafa Glitnis vegna stöðugleikaframlags þrotabúsins til ríkisins, kemur fram að framkvæmdahópurinn um losun fjármagnshafta telji að tillögurnar falli að settum stöðugleikaskilyrðum. Því gæti verið ágætt að leysa mál kröfuhafa Íslandsbanka með þessum hætti. Ríkið er ekki verr sett með banka í fórum sínum, svona að því gefnu að reksturinn og í framhaldinu söluferli verði unnið á faglegum forsendum. Þar hræða sporin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun
Fari svo að ríkið eignist Íslandsbanka að fullu, líkt og tillaga kröfuhafa bankans gerir ráð fyrir, minnir staðan um margt á ástandið áður en lagt var upp í söluferli bankanna sumarið 2001. Þá hétu bankar ríkisins Landsbanki og Búnaðarbanki (í stað Íslandsbanka nú). Tryggja þarf að hönduglegar takist til en í síðustu atrennu að einkavæðingu ríkisbanka hér á landi. Meðal þess sem skoða þarf á þeirri vegferð er af hverju kröfuhöfum Íslandsbanka hugnast ekki að eiga í honum 95 prósenta hlut. Gæti verið að þar séu á ferðinni sömu ástæður og hamla hér erlendri fjárfestingu og áttu sinn hlut í því að í fyrri atrennu að einkavæðingu tókst ekki að finna erlendan kjölfestufjárfesti til að kaupa hlut í gömlu ríkisbönkunum? Í marslok 2009 kynnti finnski bankasérfræðingurinn Kaarlo Jännäri skýrslu sína um íslenskt fjármálaeftirlit. Í skýrslunni fjallaði hann um bakgrunn og aðdraganda hruns fjármálakerfisins hér, þar á meðal upphafið að fallinu, einkavæðingu bankanna. Jännäri sagði bagalegt að í því ferli hafi verið horfið frá fyrirætlunum um dreifða eignaraðild og pólitík látin ráða för. Um leið sagði Jännäri í skýrslu sinni að smæð landsins, sveiflukennt og lokað hagkerfi með krónu sem gjaldmiðil, hafi fælt erlenda banka frá. Í þessum efnum hefur ekkert breyst. Raunar hefur aðdráttarafl landsins fyrir erlenda fjárfesta minnkað enn vegna gjaldeyrishaftanna. Hafi sala bankanna á sínum tíma eitthvað kennt okkur þá er það að flas er ekki til fagnaðar þegar kemur að einkavæðingu fjármálafyrirtækja og að helmingaskiptareglur gamalla valdaflokka eru ólíklegar til að verða til farsældar fái þær að ráða för. Þess vegna er áhyggjuefni að innlendir fjárfestar undirbúi tilboð í hlut ríkisins í bönkunum nú. Sömu rök gilda nefnilega og áður um að ákjósanlegt sé að fá erlent eignarhald að íslensku bönkunum og þá um leið gjaldeyri til að greiða niður erlend lán ríkisins. Bankarnir eru hins vegar eftir sem áður ágætiseign og skila eigendum sínum ríkulegum arði. Fari svo að ríkið eignist bankana tvo þá liggur ekkert á að losa um þá eign. Nær væri að búa svo um hnúta í íslensku efnahagsumhverfi að sala þeirra skili sem mestu, svo sem með fullri aðlögun íslensks fjármálakerfis að því evrópska, bæði hvað varðar regluverk og gjaldmiðil. Í tilkynningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins, aðfaranótt þriðjudags, um breytta tillögu hóps kröfuhafa Glitnis vegna stöðugleikaframlags þrotabúsins til ríkisins, kemur fram að framkvæmdahópurinn um losun fjármagnshafta telji að tillögurnar falli að settum stöðugleikaskilyrðum. Því gæti verið ágætt að leysa mál kröfuhafa Íslandsbanka með þessum hætti. Ríkið er ekki verr sett með banka í fórum sínum, svona að því gefnu að reksturinn og í framhaldinu söluferli verði unnið á faglegum forsendum. Þar hræða sporin.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun