Viðskipti innlent

Ölgerðin stefnir á skráningu á næsta ári

Sæunn Gísladóttir skrifar
Framtakssjóður í rekstri verðbréfafyrirtækisins Virðingar hyggst selja allan hlut sinn í Ölgerðinni þegar hún fer á markað.
Framtakssjóður í rekstri verðbréfafyrirtækisins Virðingar hyggst selja allan hlut sinn í Ölgerðinni þegar hún fer á markað.
Hluthafar Ölgerðar Egils Skallagrímssonar hafa ákveðið að fara með félagið á hlutabréfamarkað í Kauphöll Íslands á næsta ári og hyggst framtakssjóður í rekstri verðbréfafyrirtækisins Virðingar þá selja allan hlut sinn í fyrirtækinu. Þessu greinir DV frá.

Virðing á ríflega 62% hlut í Eignarhaldsfélaginu Þorgerður ehf. sem keypti hlut í Ölgerðinni árið 2010 ásamt meðfjárfestum. Í dag er félagið stærsti hluthafi fyrirtækisins með 45% eignarhlut og nemur hlutur framtakssjóðsins í Ölgerðinni því um 28%. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×