Glamour

Ert þú næsta undirfatafyrirsæta Lindex?

Ritstjórn skrifar

Sænska verslanakeðjan Lindex leitar í raðir viðskiptavina sinna að fyrirsætum fyrir nýja undirfataherferð 2016. 

Síðustu tvö ár hefur Lindex fengið starfsfólk sitt  til að sýna byltingakennda undirfatahönnun eða svokallaða Bravolution línu sem hefur slegið í gegn hjá íslenskum konum.  Með þessari nýju hönnun þá eiga þær nú mun auðveldara með að finna sinn eina rétta brjóstahaldara.

"Við viljum hvetja enn fleiri konur til að finna sinn uppáhaldsbrjóstarhaldara og í þetta sinn gerum við það með hjálp viðskiptavina okkar. Við hvetjum allar konur til að taka þátt. Engar kröfur eru um hæð og þyngd, við elskum allar konur og vonumst til að sem flestar stigi út fyrir þægindaramman og sæki um," segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi.

25 konur verða valdar til að koma í myndatökur í Stokkhólmi 12.nóvember og 5 heppnar verða stjörnurnar í nýrri Bravolution auglýsingaherferð og munu tökur fyrir hana fara fram í London 23. Nóvember. Línan 2016 er svo væntanleg í verslanir þann 4.febrúar 2016.

Hér er hægt að sækja um. 

Úr Bravolution herferð Lindex í fyrra þar sem starfsfólk verslanana sat fyrir.
Úr Bravolution- herferðinni.
Albert Þór og Lóa Dagbjört ásamt börnum. Fréttablaðið/Valli


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.